Eitt og annað

Á laugardaginn vorum við svo stálheppnar með veður ég og Berglind Eva dóttir mín en við fórum á svokallaðan Hafravatnsdag með skátunum.  Þar var grillað brauð yfir eldi, sungið, klifrað í klettaklifri, hjólböruakstur, aparóla, grillaðar pylsur og bara mikið fjör og mikið gaman, ekki síst af því að veðrið var svo gott.

Svo var 4ra ára afmæli sonarins fagnð á sunnudeginum í góðra vina og ættingja hópi.  Útbúin kappakstursbrautakaka, með hetjuna Leiftur fremstan í flokki.  Vel heppnaður dagur en maður er nú oftast pínulítið slæptur á eftir svo við Berglind Eva dembdum okkur saman í bíó um kvöldið í slökun.  Við fórum að sjá Leyndardóma Snæfellsjökuls með henni Anitu Briem og myndin kom mér skemmtilega á óvart, maður tók nokkur andköf af spennu og skemmtanagildið í góðu lagi.

Á mánudag fengum við svo aðeins að sjá framan í hana Írisi, Rannveig mætti með pjakkana í kaffi, dugleg að tölta hér yfir til mín á þriðjudag  :).  Í kvöld ætlum við blakkonur að hittast í heimahúsi með góðgæti efir æfingu, á morgun er enskuráðstefna og svo var verið að bjóða okkur í síðbúið afmæli Hrefnu Guðrúnar frænku næsta laugardag en grey stelpan þarf að lifa með þeim ósköpum allt sitt líf að vera fædd um mitt sumar, eins og fleiri, þegar allir eru þvers og kruss um landið eða önnur lönd.  Ætti að banna fólki að búa til börn frá sept. - nóv. Ninja
(djókur)  Berglind Eva fer í útilegu með skátunum fös. - sun. (ég veit ekki hvers lags loðfóðruð geislahituð tjöld þeir eiga en útilega í september ???? 

my_tent_small-thumb

 


Stóri strákurinn

minn er orðinn fjögurra ára. Í dag var hann svo STÓR í orðsins fyllstu og gerði mömmu sína svo glaða og stolta. Ég nefnilega fór með litla greyið í saumatöku í dag en vörin klipptist í sundur fyrir viku og þurfti 7 spor til að tjasla henni saman. Ég hálf kveið fyrir deginum og að þetta skyldi þurfa að gerast á sjálfan afmælisdaginn minnug þess þegar við þurftum fjögur að halda Rakel Maríu þegar átti að taka saum úr hökunni á henni. Það er skemmst frá því að segja að hann stóð sig eins og hetja. Lá grafkyrr þó hjúkkurnar væru að toga í spottana til að ná með skærin undir. Þegar komið var 6. spor meiddi hann sig smá og grét aðeins. Hann fékk smá pásu og leyfði þeim svo að klára. Svoooo duglegur.

Hann gaf öllum á leikskólanum ís og við erum að reyna að melta hvernig við tæklum afmæli fyrir leikskólavini. Það tíðkast víst að bjóða öllum 25 á deildinni en okkur finnst það nú svolítið mikið af því góða svo við erum að skoða þetta fyrir laugardaginn. Á sunnudaginn fáum við vini og vandamenn í afmælisboð.  Sonur minn eins og margir litlir strákar um allan heim elskar bílamyndina Cars og sá mikli áhugi hefur ekki farið fram hjá neinum nánum okkur :).  Herbergið hans ber þess sterkan keim og hann leikur sér mjög mikið með bílamyndabílana sína.  Þannig að það er engin spurning um val á þema fyrir afmælisveisluna og ég hef fengið pata af því að hetjan Leiftur McQueen skreyti þó nokkrar gjafanna.  Bara skemmtilegt.  
 
Ég reyndi að setja inn fallega mynd af litla gleðigjafanum syni mínum en myndasystemið vildi alls ekki þýðast mig :(

Til hamingju stóri duglegi drengurinn okkar :)

Klukk

Ég var klukkuð.  Bryndís systir klukkaði mig og hér koma mín svör :)

Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:

Búðarkona í Nesval

Læknaritari

Vann á safnadeild Ríkisútvarpsins við að raða plötum og leigja út :)

kennslukona um víðar grundir

Fjórar bíómyndir sem ég held upp á:

The Sixth Sense

Flugdrekahlauparinn

Four Weddings and a Funeral

My fair lady 

Fjórir staðir sem ég hef búið á:

Vesturberg

Engjasel

Þingeyri

Mosfellsbær

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:

One tree hill

ANTM

CSI

Friends

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:

Flórens

París

Marokkó

Austurríki

Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg:

mbl.is

arbaejarskoli.is (alla vega á virkum dögum yfir veturinn)

facebook.com

simnet.is (pósturinn)

Fernt sem ég held uppá matarkyns:

nautakjöt

kjúklingur

creme brulee

mexíkóskur matur

Fjórar bækur sem ég hef lesið oft:

Ja, maður kemst nú ekki oft yfir það, svo ég nefni bara uppáhalds bækurnar:

Grafarþögn

Salka Valka

Flugdrekahlauparinn

Ljóðasafn Tómasar Guðmundssonar

Fjórir bloggarar sem ég klukka:

Halldóra

Anna Viðars

Susanne

Berglind Eva

Annars er búin að vera mjög þéttskipuð dagskrá, í meira lagi:

Mánudagur: slysó og Heiða frænka í heimsókn

þriðjudagur: blak

miðvikudagur: kíkt á hvolpana á Grettisgötunni öðru sinni en þeir fara að yfirgefa hreiðrið

fimmtudagur: blak og svo boðið í grjónagraut og slátur hjá stóru systur í Ennishvarfi. Svo kíkti Írisin mín í heimsókn

föstudagur: Þóra vinkona datt inn í kaffisopa.

Andrea og Helga vinkonur Berglindar Evu gistu hjá okkur í náttfatapartýi, með snakk og video. Í dag ætla ég að leyfa þeim vinkonunum að mála á kertastjaka sem ég keypti fyrir þær. Við Rakel ætlum aðeins að kíkja saman í bæinn og í kvöld fæ ég Ástu Sól frænku í mat en hún er grasekkja þessa dagana.  Á morgun ætlum við Rannveig að hittast með pjakkana litlu.

Á mánudag á svo litli prinsinn minn 4ra ára afmæli en sökum þess að hann fer í saumatöku á afmælisdaginn Frown  ætlum við að bíða aðeins með afmælishald.   Góða helgi.


Hrakfallabálkarnir

mínir tveir eru búnir að lenda á slysadeild sitt hvoru megin við helgina.  Berglind Eva var á slysadeildinni á föstudag eftir trampolínslys, en hún er tognuð á hendinni og það var hringt í mig af leikskólanum í dag um tvö leytið vegna þess að Arnar Máni hafði dottið illa í rennibrautinni og var alblóðugur með stórt skarð í vörinni.  Hann var deyfður þessi elska og saumaður ein 7 spor.  Þessi deyfing var nokkurs konar kæruleysissprauta líka svo hann lá þarna flissandi yfir öllu saman og var ótrúlega duglegur, þær höfðu orð á því hjúkkurnar.  Svo var hann lengi á eftir eins og tuskubrúða, hélt varla höfði og stóð ekki í lappirnar út af deyfingunni og talaði tóma steypu, ja bara eiginlega eins og argasta fyllibytta.  Allan tímann var hann samt að reyna að brasa við að koma sér af stað svo ég var látin bíða með hann inn á barnaherbergi í um klukkutíma eftir saumaskapinn og var bara eins og spennitreyja á hann ræfilstuskuna.  Svo er hann allur bólginn og aumur.

Í þessu tilfelli segi ég nú bara:  eins gott að það sé ekki allt er þegar þrennt er, þetta er komið nóg. 

Rakel María lenti líka í svona leikskólaslysi eiginlega á sama aldri, nema það losnuðu í henni báðar framtennurnar og þurfti að rífa þær úr svo hún var með sætt tannlaust bros frá 4-6 ára.  Núna fyrir örfáum árum sagði hún mér ástæðuna fyrir því að hún datt á leikfangakofann og ég hef hlegið mikið að því því ég sé þetta svo fyrir mér.  Það var víst þannig að allir krakkarnir á leikskólanum fóru í heljar kapphlaup þegar þau fóru út til að ná einu stóru gulu skóflunni.  Hún gaf í og var fyrst en með þessum hörmulegu afleiðingum að hún var tannlaus lengi á eftir en hún mann enn hvað hún var spæld að horfa á strákinn sem var á eftir henni grípa skófluna.  Tennur hvað??

2693093141_d45681990a

 

 

 

 

 

 Einhvern tíma á ég eftir að færa henni fallega stóra gula skóflu með borða Tounge

Annars bara buðu Ísak og Rannveig mér í geggjaðan mexíkóskan mat um helgina en þau pössuðu Arnar meðan ég var að vinna.  Svakalega er svona matur góður MMMMMMmmmmm.  Svo aldrei slíku vant kíktum við fjórar skvísur út á lífið og erum svo út úr kú hvaða staðir eru vinsælir svo við vorum með ellismellum bæjarins á Vínbarnum og á Thorvaldsen.  Ætli maður sé kannski sjálfur orðinn ellismellur án þess að það komi til greina að viðurkenna það?  Glætan.

Heiðan mín Árnadóttir söngkonan og frænka mín sem um var getið í þarseinustu færslu kom í heimsókn til mín í kvöld með eintak af diskinum sínum Ró sem ég fjárfesti í.  Þetta er klassísk tónlist og bara mjög áheyrileg.   

Hún hefur þann frábæra persónulega eiginleika að vera alltaf að hrósa fólki (eins og Ásta mamman hennar).  Yndislegt svona fólk sem gefur frá sér svo mikla hlýju og jákvæðni.  Rakel María sagði eftir heimsóknina.  Ég hef aldrei heyrt neinn segja jafn oft á stuttum tíma hvað ég sé sæt.  Stórt knús á Heiðuna mína en við erum bræðradætur og feður okkar keyptu íbúð í sömu blokk þegar við vorum litlar, byggðu saman raðhús og bjuggu hlið við hlið í mörg ár og enduðu í sömu götu í Akraselinu í einbýlishúsi, svo við Heiða vorum aldrei mjög langt frá hver annarri í æsku Smile

Yfir og inn - að sofa.  Nóg komið af rituðu masi ZZZZZZZZZZZZZZ 


Hitt og þetta

Við Berglind Eva fórum á kynningarfund hjá skátafélaginu Mosverjum í vikunni en hún ætlar að vera í skátunum í vetur með Helgu vinkonu sinni. Mér leist rosalega vel á þetta. Eftir fundinn var boðið upp á heitt kakó og grillaðir sykurpúðar yfir eldi. Þetta verður vonandi gaman. Hún er aðeins tognuð í hendinni eftir trampolínslys heima hjá Helgu og komin með fatla, en ekkert alvarlegt. Þarf bara að fara varlega.

Mínar kæru blaksystur fara eitthvað rólega af stað og við mættum bara tvær á æfingu á fimmtudaginn. Hin nennti ekki að blaka í dúói svo ég blakaði bara við veggina og skellt mér í körfu, bara til að hreyfa mig smá. Vonandi verður heimtan betri í næstu viku.

Fyrstu vikurnar í skólanum hafa annars farið í óóóóótrúúúúlega marga fundi út af hinu og þessu og mér finnst ég varla byrjuð að geta undirbúið kennslu og skipulagt í kringum mig, sem þýðir bara að ég þarf aðeins að kíkja upp í skóla í dag til að minnka óreiðuna og helst koma öllu á hreint.

Hápunktur dagsins er hins vegar fótboltaleikur sem ég fer á á eftir klukkan eitt, en þá keppir hún Hrefna Guðrún Bryndísardóttir (systur) um íslandsmeistaratitil í sínum flokki í fótbolta. Frábær árangur hjá henni. Liðið hennar Afturelding er með betri liðum á landinu og ekki hægt annað en að vera stoltur af þessari fallegu frænku sem vildi helst leika með bolta og bíla þegar hún var lítil. Áfram Hrefna.
 
CIMG0488

 
 

 
 
 
 
 
 
 
 
 
Stefni að því að hitta Írisi mína og Brieti grasekkju um helgina.
Farin af stað á leikinn.
Að lokum, fékk þetta sent og grenjaði af hlátri.
 
 

Fall er fararheill?

Las frétt um barn sem lifði af fall af þriðju hæð með hjálp bleiu og þá rifjaðist  upp að það var fyrir tæpum 40 árum að ein ónefnd frænka mín lagði af stað í könnunarleiðangur upp úr rimlarúminu sínu og upp í gluggakistu.  Hún var ung mjög öflug og fór snemma af stað.  Þarna var hún um 1 árs og bjó í Efra-Breiðholtinu á fjórðu hæð í blokk.  Glugginn hennar var opinn, mamma og pabbi með gesti frammi í stofu og litla hnátan átti að sofa á sínu græna.  Hins vegar varð forvitnin syfjunni yfirsterkari og frá  gluggakistunni í herberginu sínu féll hún niður á mölina fyrir neðan.  Ég hef oft hugsað um undrunarsvipinn sem hlýtur að hafa komið á manninn sem sá hana frænku mína hefja sig til flugs í fyrsta sinn.  Ekki veit ég hvað bjargaði henni nema ef vera skyldi óttaleysi óvitans sem ekki hafði vit á að spenna sig upp í ævintýrinu en hún var að skríða af stað þegar maðurinn kom hlaupandi að.  Svo hef ég líka oft spáð í þessa reynslu sem foreldrar hennar fengu að það hringir maður á dyrabjölluna og spyr:  Getur verið að barnið þitt hafi dottið út um gluggann.  Martraðakennt hlýtur að vera en hægt að brosa að því eftir á fyrst ekki fór verr og umrætt barn er í dag hámenntuð söngkona og nýbúin að gefa út plötu sem ég á eftir að ná mér í.  Skyldi það vera tilviljun að hún syngur eins og engill ?

cr15242052

 

 

 

 

 

Við skelltum okkur ásamt Andreu vinkonu Berglindar á Wall-E á laugardaginn.  Hún var alveg ágæt, svolítið ýkt samt, raunveruleikinn í nútímanum var heldur napur og ótrúlegur og ástarmál vélmennanna, tja ég varð fyrir smá vonbrigðum þar sem hún fékk svo góða dóma.    

Fékk svo góða gesti í dag, Ingu frá Akureyri og Brieti, sem kíktu við í sólinni í dag.  Undursamlegt veður.  Við röltum svo í ljúfar skonsur yfir voginn til Rannveigar og  hittum frændurna.  Þeir gátu leikið sér endalaust. 

En vinna snemma á morgun sem bíður Pinch Farin að sofa


Að bera í bakkafullan lækinn

er að tala meira um handbolta, en ég má til W00t

Þvílík hópsál sem ég er og þvílíkt stolt og gleði.  Við söfnuðumst saman heima hjá Bryndísi tilbúin að fagna glæstum árangri í leiknum.  Því miður varð fagnið ekki mikið yfir leiknum en þess meira yfir þessu fallega silfri og þessum ótrúlega glæsilega árangri.  Ég var þess viss um að leikurinn gengi vel þar sem mig dreymdi að Ólafur Stefánsson lægi örendur á stofugólfinu heima hjá mér.  Hélt alltaf að svona leiðinlegir draumar væru fyrir góðu.  Samt hefur maður líka heyrt að svona nokkuð sé fyrir langlífi, eigum við ekki bara að túlka hann þannig að hann sé hvergi nærri hættur í boltanum og verði fyrsti fertugi handboltaspilarinn á olympiuleikunum árið 2012 ?Wizard

Svo var hann sonur minn alveg óborganlegur þegar hann kom labbandi til mín mjög andaktugur inn í herbergi og sagði:  Mamma, tveir foreldrar eru að teikna á strákinn sinn í Fréttablaðinu.  Fyrir það fyrsta var ég undrandi á orðaforðanum foreldrar og Fréttablaðinu en ég tölti inn í eldhús til að skoða hvað varð honum tilefni þessara orða.  Þá blasti við myndin af Dorrit og sjúkraþjálfara landsliðsins að nudda Loga Geirsson sem er með myndarlegt tattú niður eftir bakinu.  

Annars fara dagarnir núna bara í vinnu og skipulagningu heimilisins en ég er að sortera og sortera og sortera meira og breyta, börnin mín fá nýtt heimili með nokkura daga millibili og vita ekki hvaðan á sig stendur veðrið.  

Ég verð bara ensku og íslenskukennari í vetur og er hæstánægð með það.  Fæ að fara aðeins upp á unglingastig, sem ég er mjög sátt við og kenni m.a. mjög áhugaverðan valáfanga sem heitir Enska og kvikmyndir.  Hver hefði ekki viljað velja svoleiðis áfanga?   Svo varð ég óvænt stigstjóri á miðstigi svo það verður víst nóg að gera sem endranær.  Blessunarlega.  Fyrsti íslenskutíminn í 6. bekk í dag fór í að fallbeygja nöfn íslensku handboltakappana og skipta orðum eins og keppa, sigur, mark, sigra, góður o.s.frv. í orðflokka.  

Missti af fyrsta kennarahittingnum og kaus frekar að kíkja í afmæli til Elvu Maríu skólastúlku á föstudaginn.  Ætlar að verða eins og í fyrrahaust þegar ég gerði tilkall til titilsins félagsskítur Árbæjarskóla.  Vonandi kemst ég á næsta glens.


Áfram Ísland

Það kraumuðu örugglega spenntar taugar í fleirum en mér klukkan sex í morgun.   Rosalega var leikurinn spennandi og skemmtilegur og mikið er ég glöð að við erum að fara að keppa við Spánverja í fjórðungsúrslitum því mér fannst  S-Kóreubúarnir spila óskaplega leiðinlegan handbolta.  Magnaður leikur hjá Björgvini Páli.   Þetta verður frábært.

Vinnan er byrjuð á ný og vægast sagt á fullu.  Ég bað um minni kennslu en í fyrra en fékk jafnmikla og meiri ábyrgð, en maður sjóast nú líka eitthvað eftir 1sta veturinn svo vonandi verður þetta nú í lagi og mikið hlakka ég til að hitta krakkana aftur.  Ég var með svoddan rjómabekk í fyrra.  Algjörir gullmolar.  Eftir gott sumar er líka alltaf gaman að hitta samstarfsfólkið og komast í gang aftur.  Mest hlakka ég þó til að byrja aftur í blakinu.  Alveg staðráðin í að vera komin í svona form eftir veturinn Whistling

ss_AVP_14_061

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Endurheimti börnin mín í þessari viku frá Spáni og Ölveri, sem er góð tilfinning, þó mér hafi líka fundist gott að vita af Berglindi í Ölveri á listaviku meðan ég var byrjuð að vinna en hún ekki í skólanum.

Farin upp í rúm að halda áfram með Harðskafa eftir Arnald sem er kærkominn lestur, kemst nærri Grafarþögn að gæðum, því þá strauma fann ég ekki í bókunum þar á milli.  Mæli með henni.  

Adios amigos (og líka Spánverjarnir úr keppninni) 

 


Sophie, Krummi, Erró, Ylfa og Tara

heita þessir yndislegu hnoðrar á ágústmyndunum mínum InLove  Sophie er seld en hinir falir.  

Þessi helgi var annars vel nýtt svona áður en lætin byrja.  Jónína Hjalta kíkti á mig á föstudag og við áttum notalegt spjall.  Við fórum í afmælisbrunch til Helgu á laugardag, svo í vöfflur og handboltagláp hjá Bryndísi og enduðum í hvolpaheimsókn og pizzaveislu hjá Ástu Sól og co.  Þvílíkt æðislegar snúllur og allir með sín séreinkenni svo maður var farinn að þekkja þá í sundur í þessari einu heimsókn.  Í dag fórum við aftur í brunch, núna hjá pabba og allir mættir, þaðan var farið í húsdýragarðinn í hópferð.  Við vorum hins vegar með svo mikið samviskubit af vanrækslu á hundinum okkar yfir helgina að hann fékk gönguferð kringum Rauðavatn nú í kvöld og við komumst í smá berjamó.  Við mættum Maríu og Emil með Ask og Emblu, krúsilegu schnauzer hundana sína.  Á heimleiðinni komum við svo við í skólagörðunum hjá Berglindi og mokuðum upp kartöflum, næpum, salati, rauðkáli, radísum og ýmsu fleira hnossgæti sem við munum neyta nú á næstunni.   Á morgun er svo bara vinna og Berglind fer í Ölver.  

Til að gera lesturinn aðeins skemmtilegri en bara dagbókarfærslu mína um helgarstússið þá er einn góður frá syni mínum sem ruglaðist örlítið við lesturinn nú í kvöld.  Við vorum að lesa forláta bílabók frá því ég var lítil með alls kyns furðulegum bílum í alls kyns myndum, gulrótarbílum, bananabílum o.s.frv.  Hann benti á sirkusbíl sem var í formi nashyrnings og byrjaði að segja.  Mamma, sjáðu hér er þríhyrnings.....  Svo reyndar hikaði hann og líkleg fattaði að hann var nú ekki alveg á réttri leið með nashyrninginn. 


Nóg pláss

Já, það var víst eins gott að ég var búin að stækka íbúðina til muna þar sem ég er svo heppin að hér verður þvílíkt líf og fjör í dag og þrjár 10 ára skvísur og tveir litlir guttar halda mér félagsskap svo mér leiðist örugglega ekki. Ef fleiri vilja kíkja við er nóg pláss.  Þetta eru Viðar Darri sætasti frændi, Helga Belluvinkona og Sólveig Björns og Ásu dóttir sem bætast í hópinn. Ég tek nú bara undir það sem Drottinn kenndi okkur: Leyfið börnunum að koma til mín. Halo  Ég var líka með yfirlýsingu í síðasta pistli um að mér þættu börn skemmtileg og það er alveg rétt.  Þær vinkonur Helga og Berglind Eva ætla annars að fara í KFUK sumarbúðir á mánudaginn og dvelja í 4 daga á listaviku í Ölveri þar sem ég verð byrjuð að vinna og hún hefur þá öruggt skjól og skemmtun þar.  

Annars eru ótrúlega margir farnir í hundana þessa dagana.  Svo nokkrir séu taldir:  Ég sjálf, Susanne, Ásta Sól, Briet, Inga, Íris, Linda, María, Andrea K og svo er Ása að bætast í hópinn og fær bráðum salt og pipar schnauzer hund.  Þetta verður algjört hundalíf.  Ég er einmitt að stefna að því að fara í hvolpaheimsókn til Ástu Sólar að fá að skoða 6 litla Beagle hvolpa núna í vikunni sem fæddust 16. júlí sl.  Fékk þá næstum því í afmælisgjöf.  Fyrir alla mína hundavini segi ég bara þetta.  Ef þið verðið einhvern tíma þreytt á endalausri athyglis- og ástúðarþörf hundsins ykkar þá er bara að fá sér svona apparat, alveg brilljant eins og einhver myndi orða það.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband