Færsluflokkur: Dægurmál

Kveðjustund?

Þar sem ég er nú farin að eyða svolitlum tíma í að tengjast vinum og kunningjum á Facebook síðunni, þá ætla ég að lýsa yfir því að þetta blogg verður tekið út af dagskránni þar sem ég hef einfaldlega ekki nægan tíma í sólarhringnum fyrir hvoru tveggja.  Ég geymi þetta fyrir mig til að eiga gamlar minningar frá þessu rúma ári sem þetta varði.  Kannski lifnar þetta einhvern tíma við á ný.  Veit ekki, en takk fyrir samveruna.

InLove

 


Ástkæra ylhýra málið

er mál málanna hjá mér þessa dagana þar sem ég er sem stigstjóri á miðstigi að undirbúa 45 mínútna dagskrá fyrir dag íslenskrar tungu sem er vanalega 16. nóvember (afmælisdag mömmu). Hann er hins vegar á sunnudegi núna svo dagskráin verður á fimmtudag. Við munum tala aðeins um skáldið sem á afmæli þann 16. og á heiðurinn af því að þessi dagur var valinn, Jónas Hallgrímsson. Hins vegar ætlum við að tala enn meira, leika og syngja um ljóð eftir Stein Steinarr. Hann hefði orðið 100 ára þann 13. okt. síðastliðinn.  Ég er búin að vera að undirbúa mig og lesa um hann og lesa yfir ljóðin hans. Mér finnst hann frábær og hefur alltaf fundist. Hann og Tómas Guðmundsson eru í miklu uppáhaldi þó fleiri séu góðir. Steinn kemur til Reykjavíkur 18 ára í algjöra fátækt og atvinnuleysi og yfirvofandi kreppu. Hann er með róttækar skoðanir á stöðu þeirra sem minna mega sín og yrkir frábær ljóð eins og þetta:

Svo var ég búin að gleyma því að þetta ljóð sem hann samdi er um barn hans sem hann kynntist aldrei og ólst upp úti á landi: Það vex eitt blóm fyrir vestan

Það vex eitt blóm fyrir vestan,

og vornóttin mild og góð

kemur á ljósum klæðum

og kveður því vögguljóð.

 

Ég ann þessu eina blómi,

sem aldrei ég fékk að sjá.

Og þangað horfir minn hugur

í hljóðri og einmana þrá.

 

Og því geng ég fár og fölur

með framandi jörð við il.

Það vex eitt blóm fyrir vestan

og veit ekki, að ég er til.

Ég hef haldið fleiri en eina ræðu yfir afskiptalausum feðrum en það er nú önnur saga og þær náttúrulega jafn misjafnar og þær eru margar og ég ætla ekki út í þá sálma hér og út á þann hála ís.

Annars líður mér eins og ég hafi fengið stóra happdrættisvinninginn, því ég eignaðist frystikistu í gær.  Hún smellpassar bak við hurðina í þvottahúsinu eins og hún hafi alltaf verið þar Grin

Elsku amma og afi gáfu mér þennan dýrgrip og nú verður keypt í kistuna á tilboðum og ég þarf ekki lengur að eltast við eitt og eitt læri til Bryndísar systur með tilheyrandi veseni því hjá henni á ég kindaskrokk.  Jibbí.

Lítur út fyrir annasama og skemmtilega helgi framundan.  Göngutúr með Susanne vinkonu og Títusi á laugardag, boð til Brietar um kvöldið og svo gerum við familían nú örugglega eitthvað skemmtilegt saman í tilefni afmælisbarnsins þann 16. nóvember, ekki Jónasar heldur mömmu.


Álfakirkja

Ég er s.s. á leiðinni austur til elskulegu vinkonu minnar hennar Evu Bjarkar sem varð fertug í sumar.     Hún er að byggja og rekur Hótel Laka rétt hjá Kirkjubæjarklaustri svo það mun ekki væsa um mig í þeim fallegu salarkynnum í nótt.  Ég fór til Evu í fyrrasumar í afslöppunarferð eftir Danmerkurferðina, búin að labba um alla Danmörku með krílin og var orðin frekar lúin.  Ég var búin að vera eitthvað hölt og var farin að hugsa sem svo að ég hlyti að vera komin með brjósklos, því ég var bakveik á þessum tíma og svo oft spurð af læknum hvort ég hefði verk niður í fót sem er víst einkenni þess.  Eva Björk var önnum kafin eins og alltaf yfir sumartímann og sagði mér að fara í afslöppunargöngutúr niður að álfakirkjunni sem er þarna rétt fyrir neðan hótelið.  Sú er með stíg sem liggur milli smárra hamrabelta.  Eva sagði mér að banka létt á kirkjudyrnar og vita hvort ég fengi á tilfinninguna að ég væri boðin velkomin.  Ég gerði það og gekk inn í álfakirkjuna og lagðist þar í grasið í svolítinn tíma í algjöra afslöppun.  Það var ekki fyrr en ég var komin vel á veg áleiðis heim að hótelinu aftur sem ég fattaði að ég var ekki lengur hölt Shocking

Hlakka ekkert smávegis til að fagna með þeim hjónakornum og fleira vinafólki Wizard

Þau reka smáhýsi einnig og hafa gert í mörg ár.  Við hótelið er bæði veiðivatn og golfvöllur og verið að byggja upp flotta spa aðstöðu.  Já og svo er fallegi hundurinn minn ættaður þaðan en Rakel María vann hjá þeim þarsíðasta sumar og þau komu tvö til baka.

Ein flott mynd af Sómanum okkar

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Berglind Eva er byrjuð í skátunum og það er rosa mikið við að vera í því og hún er farin í fjórðu ferðina með þeim á þessu hausti.  Rosa fjör.  Pjakkurinn verður hjá ömmu og afa og unglingarnir munu leika lausum hala, en Rakel María er að fara í afmæli í kvöld til vinkonu sinnar. 

Þar til síðar Cool


Da Vinci, Margrét Lára, Heiða frænka og fleiri snillingar

Búið að vera mjög gaman undanfarna daga, svo gaman að kreppan er komin einhvers staðar langt inn í heilahvelið og er þar dormandi.

Mætti á völlinn þegar íslenska kvennalandsliðið tryggði sér farseðil til Finnlands.  Við mættum fjölmörg úr famelíunni með kakóbrúsa og vel klædd og nutum þess sem fyrir augu bar.  Þessa frábæra samspils, leikgleði og stemmingar. 

_margret_laraog-holmfridhur

 

 

 

 

 

 

Svo var farið í keiluferð og partý með vinnufélögum á föstudaginn.  Keilan gekk hörmulega en playstation tækið var mér mun hliðhollara í stigagjöf í singstar svo það bætti það upp.  Þetta var mjög skemmtilegt.

Heiðan mín Jónsdóttir var mér svo ferðafélagi niður Laugaveg í dag og átti stóran og vel þeginn part í því að ég studdi íslenska hönnun og keypti mér ofsalega fallega jólapeysu, sem ég er svoooo ánægð með og loksins fann ég fína kápu á viðráðanlegu verði í þokkabót.  Ótrúlega sæl með þessi kaup.  Báðar hinar kápurnar mínar voru orðnar rifnar af elli.  Við kíktum á Súfistann í kaffi og fylgdumst með þeim 1100 Íslendingum sem vildu mótmæla stjórnvöldum í stúkusæti koma niður Laugaveginn.  Við hins vegar horfðum bara á og fengum okkur desert í staðinn fyrir að storma út með spjöld og fána.  Algjört kæruleysi Crying  Frábær dagur og við enduðum á hönnunarsýningu í Ráðhúsinu.

Á morgun ætlum við að heimsækja Ísak og Rannveigu og svo er Hjödda mín elskulega vinkona að koma í mat með sinni fjölskyldu til okkar.  

Ég fór með nemendur mína á Leonardo da Vinci sýninguna í Orkuveitunni.  Það var alveg rosalega gaman að sjá líkönin af uppfinningum sem hann teiknaði.  Sumar hverjar urðu aldrei að veruleika en maður sá hvað hann á í raun og veru upphafshugmyndina að mörgu í þessari veröld og hvað enginn flötur mannlegs lífs var honum óviðkomandi.  S.s. þyrlan, skip nútímans, fallhlífin, prentvélar, vindubrýr og svo margs konar hernaðarleg tól eins og skriðdreki, hríðskotabyssa og stigi til að fara upp í kastala sem ekki er hægt að ýta frá kastalaveggjunum.  Manni finnst það nú hálf fyndið að það skuli hafa verið þörf til að finna svoleiðis upp.  Krakkarnir voru mjög áhugasamir og við vorum búin að ræða hann heilmikið, líka um listamanninn og náttúrufræðinginn.  Vorum búin að grannskoða Monu Lisu og síðustu kvöld máltíðina.  Lofum meistaranum að eiga síðasta orðið Halo Blessuð sé hálfrar þúsaldar minning hans.monalarge

 


Back to work

Vetrarfríið var akkúrat nýtt í það sem það átti að nýtast í:

 hvíla sig og hlaða batteríin

Taka til í geymslunni (flokkast kannski ekki undir ofantalið ;)  

klára að lesa bókina eftir Yrsu Sigurðar, Sér grefur gröf

Hitta skemmtilegt fólk, Ásu, Brieti, Eyrúnu, Þóru og Jónu Kristínu

Labba stóran hring umhverfis Rauðavatn.

Hér getur að líta myndir úr þeim göngutúr af tveimur sætum töffurum:

Á rölti umhverfis Rauðavatn

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ein flott mynd af Sómanum okkar

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Annars bara segi ég í ástandinu sem nú ríkir:  Öll él styttir upp um síðir.  Hugum að því sem gefur lífinu virkilega gildi.  

 


Vetrarfrí

Hlakka til að vakna í fyrramálið, hlusta á vindinn gnauða fyrir utan gluggann og kúra mig lengra undir sængina Tounge

Verð að segja að þetta er mjög kærkomið eftir rosalegt álag í vinnunni.  Er búin að fara í vinnuna 2 sl. helgar og er svona að nálgast að komast í gegnum biðlistann á verkefnum en þó ekki alveg, og alltaf hleðst meira í þennan blessaða bunka. 

Skal nú samt bara segja það að ég er þakklát fyrir að hafa vinnu og skal þar af leiðandi hætta að vorkenna sjálfri mér og reyni bara að slappa mjög vel af í vetrarfríinu og hlaða batteríin fyrir næstu törn.

Búið að vera mikið að gera í þessari viku í sósíal lífinu líka og ótrúlegt hvað svona útstáelsi vill hlaðast á sömu vikuna ef eitthvað er um að vera.  Keyrði Rakel í skólann á mánudaginn og stoppaði hjá Lillu vinkonu á meðan hún var í tímum en hún er í kvöldskóla.  Blak á þriðjudag, saumó á miðvikudag, blak í dag og svo bauð hún Bryndís stóra systir mér í bíó í kvöld á hina ágætustu bíómynd, women.  Ágætis skemmtun.  

Hlakka mikið til að heimsækja Ásu vinkonu á morgun og kíkja á Schnauzer tíkina þeirra litlu hana Eygló og auðvitað líka að hitta Ásu og börnin.  Verður gaman.

Ætla líka að reyna að klára bókina Sér grefur gröf eftir Yrsu Sigurðar í vetrarfríinu og bara sinna börnum og heimili.  Bókin er þrælskemmtileg en löng, þannig að önnum kafinn kennari, móðir og húsmóðir á í smá erfiðleikum að finna pláss til að klára hana.  

Að lokum, varist msnið, það er ótrúlegt hvað menn eru snjallir að finna leiðir til að blekkja blessuð börnin.  Frown Fáið að vita allt um hvern og einn og hvernig þau hafi addað viðkomandi og að gera það aldrei nema í samtali við aðilann sjálfan.  Fylgjumst vel með.

computer%20girl%20gary

 

 


Til skemmtunar

Það er víst lítið að frétta á þessum bæ nema það er bara blakast og unnið og unnið og blakast. Jú ég kíkti með Torfa hennar Eyrúnar vinkonu á landsleikinn við Makedóníu og við skemmtum okkur rosa vel. Tókum að vísu ansi mörg andköf þegar makedónarnir voru næstum búnir að skora. Eiginlega vorum við heppin að landa sigri. Kannski bara ákvað almættið að Íslendingar þyrftu á peppi að halda Wizard

Á morgun ætla Rannveig og pjakkarnir að kíkja í heimsókn og ég fer í stórafmæli hjá vinkonu minni á laugardaginn.

Gat ekki annað en brosað út í bæði yfir þessum lestri sem er stolinn af annari vefsíðu og er til umhugsunar fyrir fólk sem hyggur á barneignir:

Ert þú að velta því fyrir þér hvort þú sért tilbúin(n) til að eignast barn? Þá ættirðu kannski að taka þetta próf fyrst!

Fituprófið

Smurðu hnetusmjöri á sófann og aðeins upp á gardínurnar. Settu nokkrar kjötbollur á bak við sófann og láttu þær vera þar yfir sumarið.

Leikfangaprófið

Náðu í kassa með 25 kílóum af Legó-kubbum. Fáðu vin þinn til að dreifa vel úr kubbunum á gólfið í íbúðinni. Láttu binda fyrir augun á þér. Reyndu svo að fara frá svefnberginu og inn í eldhús og aftur til baka. Það er bannað að vera í skóm og alveg bannað að æpa því það getur vakið barnið um nætur.

Stórmarkaðsprófið

Fáðu lánað eitt dýr af millistærð (t.d. geit) og farðu með hana í næsta stórmarkað að versla. Hafðu auga með geitinni allan tímann og borgaðu fyrir allt sem hún étur eða eyðileggur.

Fataprófið

Hefurðu prófað að klæða tveggja ára gamalt barn í föt? Fáðu þér stóran, lifandi og spriklandi kolkrabba. Troddu honum í lítið innkaupanet og passaðu að hafa alla armana inni í pokanum.

Matarprófið

Keyptu þér stóra plastkönnu. Fylltu hana til hálfs með vatni og hengdu hana svo upp í loftið í snúru. Láttu könnuna sveiflast til og frá eins og pendúl. Reyndu nú að koma einni matskeið af hafragraut niður um stútinn á könnunni um leið og þú leikur flugvél með skeiðinni. Helltu svo öllu innihaldinu á gólfið.

Næturprófið

Saumaðu þér lítinn poka úr sterku efni og fylltu hann með 4-5 kílóum af sandi. Klukkan 15 tekur þú pokann upp og byrjar að ganga um gólf með hann um leið og þú raular. Þessu heldur þú áfram til kl. 21. Leggðu þá pokann frá þér og stilltu vekjaraklukkuna á 22. Þá þarftu að vakna, ná í sandpokann og syngja öll þau lög sem þú hefur mögulega heyrt um ævina. Semdu svo 10-12 ný lög og syngdu þau til kl. 4 um morguninn á meðan þú gengur um gólf með pokann. Stilltu vekjaraklukkuna á 5. Vaknaðu og taktu til morgunmat. Gerðu þetta alltaf 5 daga í röð og líttu glaðlega út!

Sköpunargáfuprófið

Fáðu þér eggjabakka. Búðu til krókódíl úr honum með aðstoð skæra og málningar. Fáðu þér svo tóma klósettrúllu og búðu til fallegt jólaljós úr henni. Þú mátt aðeins nota límband og álpappír. Að lokum skaltu fá þér tóma mjólkurfernu, borðtennisbolta og tóman Kornflakes-pakka. Búðu til alvöru eftirlíkingu af Eiffel-turninum.

Bílprófið

Gleymdu því að fá þér BMW og fáðu þér station-bíl (þið vitið þessi löngu að aftan til að geyma vagna, kerrur og alls konar fylgihluti!) Keyptu þér súkkulaðiís í brauði og settu hann í hanskahólfið. Láttu hann vera þar. Finndu krónu. Settu hana inn í geislaspilarann í bílnum. Fáðu þér stóran pakka af kexkökum og myldu þær allar í aftursætið. Nú er bíllinn tilbúinn!

Þolpróf kvenna

Fáðu lánaðan stóran grjónapúða og festu hann framan á magann á þér. Þú getur notað öryggisnælur og nælt pokanum í fötin þín. Hafðu pokann framan á þér í 9 mánuði. Að þeim tíma liðnum geturðu fjarlægt 1/10 af innihaldi pokans ? 9/10 verða eftir.

Þolpróf karla

Farðu inn í næsta apótek. Settu seðlaveskið þitt opið á borðið og segðu apótekaranum að taka eins og hann vill. Farðu nú í næsta stórmarkað. Farðu inn á skrifstofu og gerðu samning við eigandann um að launin þín verði lögð inn á reikning búðarinnar um hver mánaðamót. Keyptu þér dagblað. Farðu með það heim og lestu það í ró og næði. Í síðasta sinn!

Lokaprófið

Komdu þér í samband við par sem á barn. Útskýrðu fyrir þeim hvernig þau geta bætt sig í agamálum, þolgæðum, þolinmæði, klósettþjálfun og borðsiðum barnsins. Legðu áherslu á að þau megi aldrei láta barnið sitt hlaupa um eftirlitslaust. Njóttu kvöldsins, því þú munt aldrei aftur hafa rétt svör við öllu.

Ert þú tilbúin(n) til að eignast barn?

1155

keppa

mun skemmtilegri fyrirsögn en sú síðasta.  Við Þróttarakonur skunduðum sem sagt til Ólafsvíkur að keppa í bikarkeppni Blaksambandsins nú um helgina.  Skemmst er frá því að segja að gömlu konurnar komu, sáu og sigruðu og við unnum okkar riðil nokkuð örugglega.  Það þýðir að við þurfum ekki að fara til Akureyrar í undankeppni 2 en förum beint í úrslitakeppnina sem verður í mars.  Þar spöruðum við okkur dýrmæta bensíndropa og pössunarvandamál en missum af meira blakspili og djammi í Sjallanum ???

Nei, nei við erum bara alsælar Tounge

Við Aðalheiður vinkona mín erum búnar að plana hitting á morgun, ætlum að hjálpa hvor annarri með verkefni en við erum báðar að berjast við að kenna æskulýðnum að tjá sig á engilsaxneskri tungu.  Alltaf gott að fá feedback frá öðrum og vera ekki alltaf að berjast við að finna upp hjólið og vafra um heimsvefinn sem er með óendanlega möguleika á að finna góð verkefni bæði online og til að ljósrita.  Maður er búinn að eyða ófáum mínútum í það.

 Dæturnar mínar eru í heimsókn um helgina hjá ömmu og afa á Kópaskeri með pabba sínum.  Í þessu fallega veðri sem er hér í höfuðborginni í dag skilst mér að það sé kalt fyrir norðan og rok.  En þær koma nú örugglega sælar og endurnærðar heim á morgun.

Þar sem ég svaf nú misvel á illa uppblásnu vindsænginni minni og þurfti auk þess að deila henni með samferðarmanni mínum og hlusta á hrotukór í nóttinni :)  þá er ég nú helst á því að skella mér í að leggja mig (enginn heima) og kíkja í rosa spennandi bók sem ég er að lesa:

Sér grefur gröf eftir Yrsu.  Yfir og út og inn að sofa ZZZZZZZZZZZZZZZ 


Kreppa

er orð sem maður þekkir sem betur fer mest úr sundkennslu.  Þetta fyrirbæri hefur verið blessunarlega fjarlægt hugtak úr sundkennslu og sögubókum.  Svartur fimmtudagur, skömmtunarmiðar og vöruskortur.  En nú er víst öldin önnur.  Góðærisfylleríið komið á leiðarenda og farið að kreppa að á bestu bæjum.   Vonandi gera þessar nýjustu aðgerðir eitthvað til að leiðrétta þau miklu mistök að einkavæða bankana og hleypa mönnum á skeið í ævintýramennsku og eyðslu langt fram yfir það sem eðlilegt má teljast varðandi laun og annað.  Meira ruglið.  Það er bara vonandi að maður nái að sigla milli skers og báru á flekanum sínum meðan lætin ganga yfir og vonandi er gerður risaúlfaldi úr agnarsmárri mýflugu, en maður bara hefur svo lítið vit á þessum hagkerfismálum.  

Við Sómi fallbyssukúla drógum mömmu í svaka göngutúr kringum Rauðavatn í yndislega veðrinu á laugardaginn.  Mikið rosalega var veðrið fallegt og mér finnst þessi gönguleið svo falleg líka og greinilegt að hjá fleirum er hún í uppáhaldi því það var ekki þverfótað fyrir hundaeigendum og ferfætlingunum þeirra af öllum stærðum og gerðum þennan dag um 5 leitið.  Sómi smalaði okkur þennan hring af sínum miklu smalahundagáfum.  Er viss um að hann myndi rúlla upp svona smalahundakeppnum.  Hann þýtur áfram eins og byssukúla, kemur svo á harðastökki til baka, fer að aftasta manni, liggur við að hann segi:  Ertu ekki að koma??? og rýkur af stað aftur.  Sómasmalahundur Happy

Á sunnudag var svo mikill Spiderman afmælisfagnaður hjá Óðni frænda og Arnar Máni fékk að vera bæði í vinaafmæli og fjölskylduafmæli svo hann fékk mikið fyrir sinn snúð þann daginn.

Fleira ekki að sinni, sögulestur og verkefnisgerð fyrir vinnuna kallar. 


Afmæli

Hann litli stóri frændi minn hann Óðinn á 4ra ára afmæli í dag.  Til hamingju sætilingur  Smile

Hann er bara fjögurra ára í aldri, en mun eldri á öllum kvörðum bæði hvað varðar stærð og málþroska.  Frábært tvíeyki þeir frændur, báðir orðnir 4ra ára.  Tíminn líður hratt á viðskiptaklúðursöld (er annars ekki gervihnattaröldin búin?).

Allt í kalda kolum og tómri steypu á þessu landi virðist vera.  Það er hreint skelfilegt hvernig farið hefur verið með/og er farið með fjárhag fólks.  Einkavinavæðing og spilling í hverju horni og frekar mikill fnykur af nýjasta útspilinu með bankana þó vel geti verið að þetta hafi verið það eina í stöðunni svo viðskiptavinir Glitnis flýðu ekki unnvörpum hið sökkvandi skip og þá hefði hann rúllað á hausinn með glans hvort sem er.  Ég er viðskiptavinur þessa ágæta banka.  Færði mig yfir í annan með gylliboðum fyrir nokkrum árum og var hundóánægð og sneri aftur til baka.

Annars er maður mest bara að druuuukna í vinnunni (að undirbúa foreldraviðtöl).  Vonandi hægist um að þeim loknum.  Búið að vera á full spítt allan september og mér finnst alveg eiga að vera komið að þeim tímapunkti að maður sjái aðeins fram úr verkefnunum en það er búið að vera dálítið langt frá því.

Það er æðislegt að vera byrjuð í blakinu.  Þessi íþrótt hefur alltaf gefið mér svo mikið, I love it.  Við ætlum að taka þátt í 2. deildinni, sem við unnum í fyrra og bikarkeppninni.  Það verður undankeppni í bikarnum aðra helgi í Ólafsvík.  Þetta eru svo frábærar konur og skemmtilegur félagsskapur.  Allir jákvæðir og samhentir eins og þetta á að vera.       Amen, fagnaðarræðu lokið.

Hér fylgir sæt mynd af afmælisbarninu og Arnari mínum.   

Hlébarði og Leiftur


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband