Kreppa

er orð sem maður þekkir sem betur fer mest úr sundkennslu.  Þetta fyrirbæri hefur verið blessunarlega fjarlægt hugtak úr sundkennslu og sögubókum.  Svartur fimmtudagur, skömmtunarmiðar og vöruskortur.  En nú er víst öldin önnur.  Góðærisfylleríið komið á leiðarenda og farið að kreppa að á bestu bæjum.   Vonandi gera þessar nýjustu aðgerðir eitthvað til að leiðrétta þau miklu mistök að einkavæða bankana og hleypa mönnum á skeið í ævintýramennsku og eyðslu langt fram yfir það sem eðlilegt má teljast varðandi laun og annað.  Meira ruglið.  Það er bara vonandi að maður nái að sigla milli skers og báru á flekanum sínum meðan lætin ganga yfir og vonandi er gerður risaúlfaldi úr agnarsmárri mýflugu, en maður bara hefur svo lítið vit á þessum hagkerfismálum.  

Við Sómi fallbyssukúla drógum mömmu í svaka göngutúr kringum Rauðavatn í yndislega veðrinu á laugardaginn.  Mikið rosalega var veðrið fallegt og mér finnst þessi gönguleið svo falleg líka og greinilegt að hjá fleirum er hún í uppáhaldi því það var ekki þverfótað fyrir hundaeigendum og ferfætlingunum þeirra af öllum stærðum og gerðum þennan dag um 5 leitið.  Sómi smalaði okkur þennan hring af sínum miklu smalahundagáfum.  Er viss um að hann myndi rúlla upp svona smalahundakeppnum.  Hann þýtur áfram eins og byssukúla, kemur svo á harðastökki til baka, fer að aftasta manni, liggur við að hann segi:  Ertu ekki að koma??? og rýkur af stað aftur.  Sómasmalahundur Happy

Á sunnudag var svo mikill Spiderman afmælisfagnaður hjá Óðni frænda og Arnar Máni fékk að vera bæði í vinaafmæli og fjölskylduafmæli svo hann fékk mikið fyrir sinn snúð þann daginn.

Fleira ekki að sinni, sögulestur og verkefnisgerð fyrir vinnuna kallar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband