keppa

mun skemmtilegri fyrirsögn en sú síðasta.  Við Þróttarakonur skunduðum sem sagt til Ólafsvíkur að keppa í bikarkeppni Blaksambandsins nú um helgina.  Skemmst er frá því að segja að gömlu konurnar komu, sáu og sigruðu og við unnum okkar riðil nokkuð örugglega.  Það þýðir að við þurfum ekki að fara til Akureyrar í undankeppni 2 en förum beint í úrslitakeppnina sem verður í mars.  Þar spöruðum við okkur dýrmæta bensíndropa og pössunarvandamál en missum af meira blakspili og djammi í Sjallanum ???

Nei, nei við erum bara alsælar Tounge

Við Aðalheiður vinkona mín erum búnar að plana hitting á morgun, ætlum að hjálpa hvor annarri með verkefni en við erum báðar að berjast við að kenna æskulýðnum að tjá sig á engilsaxneskri tungu.  Alltaf gott að fá feedback frá öðrum og vera ekki alltaf að berjast við að finna upp hjólið og vafra um heimsvefinn sem er með óendanlega möguleika á að finna góð verkefni bæði online og til að ljósrita.  Maður er búinn að eyða ófáum mínútum í það.

 Dæturnar mínar eru í heimsókn um helgina hjá ömmu og afa á Kópaskeri með pabba sínum.  Í þessu fallega veðri sem er hér í höfuðborginni í dag skilst mér að það sé kalt fyrir norðan og rok.  En þær koma nú örugglega sælar og endurnærðar heim á morgun.

Þar sem ég svaf nú misvel á illa uppblásnu vindsænginni minni og þurfti auk þess að deila henni með samferðarmanni mínum og hlusta á hrotukór í nóttinni :)  þá er ég nú helst á því að skella mér í að leggja mig (enginn heima) og kíkja í rosa spennandi bók sem ég er að lesa:

Sér grefur gröf eftir Yrsu.  Yfir og út og inn að sofa ZZZZZZZZZZZZZZZ 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl ! En leitt að þú skulir ekki koma norður fyrr en í mars. Vonandi sé ég þig þá. En þetta með Sjallan þá hef ég nú ekki farið þanngað í mörg ár og held að hann sé meira fyrir börn sem eru pínu yngri en við sem eru 25 ára og eldri.  Bið að heilsa í bæinn hafið það gott. Kv. Inga.

Inga (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 12:43

2 identicon

  Já maður er nú víst orðinn það gamall að maður nennir varla neinu djammeríi, svo aðal skemmtistaðirnir á Akureyri teljast kannski bara skíðabrekkan og Kjarnaskógur.

Gyða (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 14:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband