Da Vinci, Margrét Lára, Heiða frænka og fleiri snillingar

Búið að vera mjög gaman undanfarna daga, svo gaman að kreppan er komin einhvers staðar langt inn í heilahvelið og er þar dormandi.

Mætti á völlinn þegar íslenska kvennalandsliðið tryggði sér farseðil til Finnlands.  Við mættum fjölmörg úr famelíunni með kakóbrúsa og vel klædd og nutum þess sem fyrir augu bar.  Þessa frábæra samspils, leikgleði og stemmingar. 

_margret_laraog-holmfridhur

 

 

 

 

 

 

Svo var farið í keiluferð og partý með vinnufélögum á föstudaginn.  Keilan gekk hörmulega en playstation tækið var mér mun hliðhollara í stigagjöf í singstar svo það bætti það upp.  Þetta var mjög skemmtilegt.

Heiðan mín Jónsdóttir var mér svo ferðafélagi niður Laugaveg í dag og átti stóran og vel þeginn part í því að ég studdi íslenska hönnun og keypti mér ofsalega fallega jólapeysu, sem ég er svoooo ánægð með og loksins fann ég fína kápu á viðráðanlegu verði í þokkabót.  Ótrúlega sæl með þessi kaup.  Báðar hinar kápurnar mínar voru orðnar rifnar af elli.  Við kíktum á Súfistann í kaffi og fylgdumst með þeim 1100 Íslendingum sem vildu mótmæla stjórnvöldum í stúkusæti koma niður Laugaveginn.  Við hins vegar horfðum bara á og fengum okkur desert í staðinn fyrir að storma út með spjöld og fána.  Algjört kæruleysi Crying  Frábær dagur og við enduðum á hönnunarsýningu í Ráðhúsinu.

Á morgun ætlum við að heimsækja Ísak og Rannveigu og svo er Hjödda mín elskulega vinkona að koma í mat með sinni fjölskyldu til okkar.  

Ég fór með nemendur mína á Leonardo da Vinci sýninguna í Orkuveitunni.  Það var alveg rosalega gaman að sjá líkönin af uppfinningum sem hann teiknaði.  Sumar hverjar urðu aldrei að veruleika en maður sá hvað hann á í raun og veru upphafshugmyndina að mörgu í þessari veröld og hvað enginn flötur mannlegs lífs var honum óviðkomandi.  S.s. þyrlan, skip nútímans, fallhlífin, prentvélar, vindubrýr og svo margs konar hernaðarleg tól eins og skriðdreki, hríðskotabyssa og stigi til að fara upp í kastala sem ekki er hægt að ýta frá kastalaveggjunum.  Manni finnst það nú hálf fyndið að það skuli hafa verið þörf til að finna svoleiðis upp.  Krakkarnir voru mjög áhugasamir og við vorum búin að ræða hann heilmikið, líka um listamanninn og náttúrufræðinginn.  Vorum búin að grannskoða Monu Lisu og síðustu kvöld máltíðina.  Lofum meistaranum að eiga síðasta orðið Halo Blessuð sé hálfrar þúsaldar minning hans.monalarge

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband