Álfakirkja

Ég er s.s. á leiðinni austur til elskulegu vinkonu minnar hennar Evu Bjarkar sem varð fertug í sumar.     Hún er að byggja og rekur Hótel Laka rétt hjá Kirkjubæjarklaustri svo það mun ekki væsa um mig í þeim fallegu salarkynnum í nótt.  Ég fór til Evu í fyrrasumar í afslöppunarferð eftir Danmerkurferðina, búin að labba um alla Danmörku með krílin og var orðin frekar lúin.  Ég var búin að vera eitthvað hölt og var farin að hugsa sem svo að ég hlyti að vera komin með brjósklos, því ég var bakveik á þessum tíma og svo oft spurð af læknum hvort ég hefði verk niður í fót sem er víst einkenni þess.  Eva Björk var önnum kafin eins og alltaf yfir sumartímann og sagði mér að fara í afslöppunargöngutúr niður að álfakirkjunni sem er þarna rétt fyrir neðan hótelið.  Sú er með stíg sem liggur milli smárra hamrabelta.  Eva sagði mér að banka létt á kirkjudyrnar og vita hvort ég fengi á tilfinninguna að ég væri boðin velkomin.  Ég gerði það og gekk inn í álfakirkjuna og lagðist þar í grasið í svolítinn tíma í algjöra afslöppun.  Það var ekki fyrr en ég var komin vel á veg áleiðis heim að hótelinu aftur sem ég fattaði að ég var ekki lengur hölt Shocking

Hlakka ekkert smávegis til að fagna með þeim hjónakornum og fleira vinafólki Wizard

Þau reka smáhýsi einnig og hafa gert í mörg ár.  Við hótelið er bæði veiðivatn og golfvöllur og verið að byggja upp flotta spa aðstöðu.  Já og svo er fallegi hundurinn minn ættaður þaðan en Rakel María vann hjá þeim þarsíðasta sumar og þau komu tvö til baka.

Ein flott mynd af Sómanum okkar

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Berglind Eva er byrjuð í skátunum og það er rosa mikið við að vera í því og hún er farin í fjórðu ferðina með þeim á þessu hausti.  Rosa fjör.  Pjakkurinn verður hjá ömmu og afa og unglingarnir munu leika lausum hala, en Rakel María er að fara í afmæli í kvöld til vinkonu sinnar. 

Þar til síðar Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband