Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Skemmtileg áhugamál og ein á ferð upp á heiði

Áhugamálin geta verið af ýmsum toga og þegar maður er orðin ráðsett móðir með margar skyldur er ekki rými fyrir þau mörg, eins og er alla vega eru ærin verkefnin. 

Áhugamál nr. 1 hjá mér er að ferðast og sem betur fer er nú hægt um vik að taka krakkasúpuna með sér í það áhugamál, t.d. skíðaferðir og bústaðaferðir, að skoða landið og fleira.

Áhugamál nr. 2 er svo blakið (kemur á undan söngnum, skíðunum, dansinum, spilunum, badmintoninu, hestamennskunni og öllu hinu skemmtilega sem hægt er að aðhafast í henni veröld).

Við blaksystur í Þrótti hittumst í vikunni til að ræða mót sem eru nokkur framundan, búningamál og fleira.

Árlega á hverju vori eru haldin stór öldungamót þar sem meira en þúsund manns yfir 30 koma saman til að keppa, stunda kvöldvökur, náttfatapartý og hið besta húsmæðra- og -feðra orlof.  Bara eins og að fara 35 ár aftur í tímann og fara í skólaferðalag.  Aðrir blakarar eru orðnir eins og bekkurinn þinn, maður þekkir eða kannast við annan hvern mann og þetta er gríðarlegt fjör.   Einstaka dæmi til um Á sama tíma að ári sambönd en það er nú eins og nálin í heystakknum.

Ég rifjaði nefnilega upp fyrir stelpunum sögulega ferð mína á þarsíðasta blakmót, en þau eru oft haldin út á landi sem er rosa stemning, að fylla litla bæi af fólki og þá rekst maður líka meira á fólk á förnum vegi.

Það næsta verður haldið á Vestfjörðum fyrstu dagana í maí en í hitteðfyrra þegar saga mín gerist var það á Ólafsvík.   Ég var ein á ferðinni í Toyota Hilux bíl og gekk ferðin vel þar til ég kom að Fróðárheiði sem liggur yfir á Ólafsvík ef maður fer syðri leiðina.  Var ég búin að keyra í 10-15 mínútur löturhægt í niðaþoku á heiðinni þegar ljósin í bifreiðinni minni slökknuðu si svona og ég var eins og í svartholi í geimnum og vissi hvorki stað né stund og gat mig hvergi hreyft.  Það er alls ekki hægt að keyra með hazard ljós, ég reyndi það en það koma bara glampar sem gera ekkert.  Sem betur fer var ég stödd á stað þar sem var GSM samband svo ég gat hringt í stelpurnar sem biðu eftir mér og þær lofuðu að koma um hæl að bjarga mér.  Svo hringdi ég í vin minn bara til að minnka líkurnar á að panika ein í myrkrinu og dreifa huganum.  Þá gerist það alveg eins og í amerískri froðuhryllingsmynd frá Hollywood að trukkaljós birtast í baksýnisspeglinum og ég viðurkenni það að mér varð ekki um sel.  Þetta reyndist hins vegar rammíslenskur, alúðlegur maður sem bauð mér að elta rauðu ljósin sín niður af heiðinni.  Sem ég þáði.  Á leiðinni mættum við lögreglubíl sem stelpurnar höfðu sent eftir mér svo ég kom í lögreglufylgd til Ólafsvíkur, í fyrsta og eina skiptið sem ég hef keyrt í lögreglufylgd.  Daginn eftir ætlaði ég svo að fara með drusluna og láta laga ljósin, nema hvað þá kviknuðu þau eins og ekkert væri.

Ég vann með henni Siggu frá Grund :) sem er Ólafsvíkingur og þrælhress kona og þegar ég var að segja henni frá hrakförum mínum og hvar ég hefði verið stödd.  Gall ekki í minni:  Já, varstu hjá Draugagili.

Takk og bless


Pottagaldrar

Þar sem hundavinum fer ört fjölgandi meðal vina og vandamanna bendi ég eindregið á að opna eftirfarandi síðu sér til skemmtunar.  http://www.flyaboveall.com/dogs.htm

Ég hélt að ég væri búin að tapa mér þegar ég samþykkti sveitahvolp inn á heimilið verandi með 1 árs barn.  Það kom í ljós að áhyggjurnar voru alveg óþarfar.  Sómi litli lærði allt sem hann þurfti að læra á nokkrum dögum og er hinn mesti gleðigjafi og yndislegur kærleikur milli hans og krakkanna.   

Magavöðvarnir voru annars vel þjálfaðir um helgina í sumarbústaðnum. Það var svo mikið hlegið og mikið fjör. Við vorum eitthvað klaufalegar að kæla pottinn þegar okkur fannst hann orðinn of heitur svo pottferðin endaði sem finnskt sauna, ískalt og hressandi við kertaljós með baðbombu, rauðvínsglas, nuddtæki og maska.  Vorum samt búnar að njóta hans góða stund svo það kom ekki að sök en við þurftum að vera fljótar í sturtu svo samferðakonur okkar frysu ekki fastar með grýlukerti úr öllum vitum.  Ferðafélagar mínir voru einnig snilldarkokkar svo bragðlaukarnir fengu sinn skerf og þar voru einnig pottagaldrar á ferð. Við horfðum á Eurovision og vorum bara nokkuð sáttar, aðallega held ég við að lög 2 og 3 komust ekki áfram. Mér persónulega fannst Ragnheiður Gröndal æðisleg þó lagið hafi ekki endilega átt heima í Eurovision. Á bakaleiðinni ætluðum við svo að koma við í Eden en þar er verið að henda öllu út og var ekki opið, þannig að Eden eins og maður hefur þekkt það sl. 40 ár er að taka stakkaskiptum. Það verður hálf skrítið að koma þangað eftir breytingar en lífið er víst allt háð þeim og þýðir víst ekki annað en að taka því.  Búið að ákveða að hittast á sama tíma að ári liðnu og endurtaka leikinn.

Var með fiðring í iljunum alla helgina í þessu yndislega veðri að komast á skíði.  Dreif mig með stelpurnar mínar í Skálafell í dag.  Að vísu renndi ég mér ekki í þetta sinn en við ætlum aftur á fimmtudaginn þegar búið er að sækja Viðar Darra frænda til okkar en hann kemur í pössun á hverjum fimmtudegi meðan Bryndís systir er í HÍ (rétt skal vera réttWink)að læra.

Vorið er á næsta leiti Heart Er eiginlega á því að það eigi að breyta klukkunni yfir vetrartímann svo við megum kúra aðeins lengur í mesta myrkrinu.  Af hverju má ekki apa það eftir útlöndunum eins og flest annað ? 


Vonbrigði

Já það er nú gott á meðan vonbrigðin tengjast bara bíómyndaframleiðslu en við Íris skelltum okkur í bíó í gær að sjá Bafta og Golden Globe verðlaunamyndina Atonement.  Skemmst er frá því að segja að okkur Írisi fannst hún báðum alveg hroðalega langdregin.  Söguþráðurinn er svo sem áhugaverður en hefði mátt gera honum skilvirkari hátt að okkar mati.  Vona að ég eyðileggi ekki væntingar annarra þar sem ég var búin að hlakka þvílíkt til að sjá þessa mynd, búið að standa til lengi.  Verum minnug þess að ekki hafa allir sömu skoðanir.  Alla vega erum við á geröndverðum meiði við kvikmyndaspekúlanta sem eru búnir að margverðlauna þessa mynd og þið gætuð alveg átt betri skoðanasamleið með þeim.

 

Sá hins vegar trailerinn úr Flugdrekahlauparanum, rosalega hlakka ég til að sjá þá mynd.  Bókin er svo frábær.  Mæli með því að lesa hana.

 Flúðir, góður matur, sofa út, heitur pottur, lesa, spila, syngja, skemmta sér í hópi eðalkvenna.  Það er s.s. framundan um helgina.  Stendur til að njóta þess í botn.  SleepingCoolW00t

Ætla að skoða nýjasta undrið í fjölskyldunni áður en ég fer.  

Góðar stundir 


Tvíburapælingar

Tvíburar dagsins eru Tinna Líf og Linda Líf sem verða 19 ára í dag.  Svo stutt síðan við mamma þeirra og vinkona mín fórum með þær í strætó niður í bæ nokkurra mánaða gamlar í magapokum í frábæru veðri með bleiku prjónahúfurnar.  Það finnst manni.  Síðan er margt vatn runnið til sjávar og árin hafa liðið á stjarnfræðilegum hraða. 

 Ég er nú alveg á því eftir heimsókn Eyrúnar Hörpu, Torfa, Birtu Maríu og litlu tveggja ára tvíburanna þeirra í gær, Jóhanns og Sigríðar að tvíburaforeldrar eigi skilið að fá orðu (hvað þá þrí- eða fjór).  Þetta er þvílík vinna, alla vega á þessum aldri.  Hins vegar voru þau svo kraftmikil og skemmtileg að ég leyfði mér að spyrja; er þetta alltaf svona eða eru þau bara svona öflug núna? því maður var búin að fá nokkur krampahlátursköst yfir kvöldið.  Þá eru þetta víst bara venjuleg ærsl og gleði Smile   

Krúttið litla hann Jóhann t.d. komst í feitt og systir hans reyndi hvað hún gat að klaga hann en við skildum ekki Þingeyrskuna hennar og brugðumst því ekki við fyrr en hann var kominn með heljarinnar hvítt Penaten skegg um munninn á sér voða stoltur.   

Gyda 2008 003 003

Frændur hittust rétt fyrir öskudag og fengu að vera í búningunum sínum. 

Gyda 2008 003 001 

Rapparinn Tíkall (50 cent)

Gyda 2008 003 002 

Er annars orðin mjög langeyg að knúsa litlu tærnar og puttana á litla nýfædda frændanum mínum og rýna í andlitsdrættina en hæsi, stíflað nef og hósti á heimilinu er til trafala.  Vonandi ekki mikið lengur því ég er að fara í sumarbústað um næstu helgi með kvenna hópi á Flúðir.

Tvíburagrín:

It's a New "Survivor" Show
6 men will be dropped on an island with 1 van a set of 4 year old twins and an infant, for 6 weeks The twins each play two sports and either takes music or dance classes. There is no access to fast food. Each man must take care of his 3 kids, keep his assigned house clean, oversee all homework, complete science projects, cook meals, do laundry, grocery shop, etc. The men only have access to television when the kids are asleep and all chores are done. There is only one TV between them and there is no remote. There are only the basic channels. The men must shave their legs and wear makeup daily, which they must apply themselves either while driving or while preparing a healthy breakfast for all three children. They must attend weekly PTA meetings; clean up after their sick children at 3:00 a.m; make an Indian hut model with six toothpicks, tortilla and one marker; and get a 4 year old to eat a serving of peas. The kids vote them off based on performance. The winner gets to go back to his job.

BLOND JOKE
The blond woman had been married about a year when one day the she came running up to her husband jumping for joy. Not knowing how to react, the husband started jumping up and down along with her. "Why are we so happy?" he asked. "Honey, I have some really great news for you!" She said. "Great" he said, tell me what you're so happy about." She stopped jumping and was breathless from all the jumping up and down. "I'm pregnant!" she gasped. The husband was  ecstatic as they had been trying for a while. He grabbed her, kissed her, and started telling her how wonderful it was, and that he couldn't be happier. Then she said "Oh, honey there's more." "What do you mean more?", he asked. "Well we are not having just one baby, we are going to have TWINS!" Amazed at how she could know so soon after getting pregnant, he asked her how she knew. "It was easy" she said, "I went to the pharmacy and bought the 2 pack home pregnancy test kit and both tests came out positive!"


Bræðrabönd

verða styrkt í þessari fjölskyldu í fyrsta sinn í rúm 60 ár, einfaldlega vegna þess að ekki hefur verið um neina bræður að ræða í fjölskyldunni allan þennan tíma, fyrr en nú Grin Ekki síðan hann faðir minn og Árni léku sér saman á fimmta áratug síðustu aldar.

Mynstrið hefur yfirleitt verið þannig 1-3 stelpur og svo 1 strákur í restina, t.d. hjá mér, Bryndísi og öllum systkinum pabba.  

Viðar Darri sæti systursonur minn sem er 1 árs búinn að fá fyrirtaks leikfélaga og svo eru tveir drengir fæddir með 2ja vikna millibili 2004.  Getur ekki verið skemmtilegra og hentugra, ætti að vera til eitthvað af fatnaði á drenginn.

Hér er hersingin sem komin var fyrir:

Allur systkinabarnahópurinn.  Fyrst komu 5 stelpur svo 3 strákar

Mér varð næstum að ósk minni að hann litli frændi minn kæmi 15. en það munaði heilum 25 mínútum að hann á afmæli þann sextánda.

Ætluðum á skíði um helgina með Ásu vinkonu og Sólveigu en við erum svo kvefuð og svo er ekki opið.  Eyrún Harpa vinkona að vestan er væntanleg til mín í dag og svo erum við boðin í mat í Ennishvarf í kvöld.

Að endingu:

Snáði lítill snertir hjarta

sólin senn á himni rís

Barni bætt í veröld bjarta

bræður gæfu njóti kýs

Til hamingju Óðinn stóri bróðir, Ísak stóri bróðir (en samt yngri Wink) og Rannveig.


Við erum öll fædd undir sömu sólinni

Hvernig getur fólk sem gengur um bæinn og níðist á fólki bara af því það er af erlendum uppruna og jafnvel beitir það grófu ofbeldi réttlætt fyrir sjálfu sér að það sé eitthvað betra sjálft, það bara skil ég ekki.  Mér finnst þessi undiralda sem maður finnur í þjóðfélaginu sorgleg og vona að henni skoli jafn skjótt á haf út.  Þumlar upp fyrir Bubba og fleiri þyrftu að láta í sér heyra.

 
 Sonurinn er búinn að vera með háan hita í vikunni svo við erum bara búin að vera að kúra saman.  Í dag er hann skárri og það var upplífgandi að fá Önnu og Kára í heimsókn en þau kíktu til okkar því við komumst ekkert út og endaði með að þau borðuðu hjá okkur.
Enn bólar ekkert á litla frændsystkininu og ég er orðin svo spennt að þetta er orðið límt í undirmeðvitundina og mig er búið að dreyma tvisvar furðulega drauma í vikunni um þetta allt saman.  Í fyrri draumnum fékk ég tölvupóst um að hún mágkona mín væri komin af stað.  Í seinni draumnum sátum við saman stórfjölskyldan og vorum að ræða daginn og veginn þegar einhver spyr bróður minn hvort þetta sé nú ekki alveg æðislegt og hann kvaðst vera alveg í skýjunum.  Það datt af mér andlitið og ég leit á bróður minn eins og stórt spurningamerki og sagði:  Er barnið komið og enginn sagði mér neitt.  Restinni af draumförunum eyddi ég svo í að vera rosa sár yfir þessu Sleeping
Ég er s.s. komin í vetrarfrí þó ekki sé það langt er það mjög kærkomið eftir álagið í janúarmánuði.  Mér fannst nú varla taka því að fara í þetta vetrarfrí þegar svo stutt væri liðið frá jólum og stutt til páska en maður er nú eiginlega dauðfeginn.  Býst við að kíkja á morgun í vinnuna að vinna í haginn og það er líka fínt að hafa tíma til þess.
Peace, love and understanding

Helgarstúss

Gullhamrar fá mína mestu gullhamra fyrir dásamlegan mat á árshátíðinni á föstudagskvöld Tounge framreiddan fyrir troðfullan sal af fólki.  Ég hef aldrei fengið svona góðan fjöldaframleiddan mat.  Skelfisksúpu, lambafilet, svo meyrt og gott :) og creme brulee og ís í eftirrétt.  Algjört æði.   Svo var dansað í smá tíma.  Raggi Bjarna er fínn en söngbókin hans er ekki alveg fyrir minn smekk.  Of mikið af gömlum íslenskum vangalögum svo maður fór snemma heim.

Við Anna vinkona skunduðum Fossvogsdalinn eins og svo oft áður á laugardeginum eftir að ég var búin að verja hluta dagsins uppi í skóla að vinna af mér svo ég geti notið komandi vetrarfrís á fimmtudag og föstudag.

Í gær sunnudag komu svo Ásta og Talía labbandi til okkar alla leið neðan af Grettisgötu, rosa duglegar og fengu hjá okkur magafylli að launum.

Við bíðum og bíðum enn spennt eftir nýjasta frænkukrílinu sem átti að mæta á svæðið í gær en lætur bíða eftir sér.  Við Arnar Máni höldum að hann/hún vilji vera 15. dag mánaðar eins og við.  Kemur í ljós áður en langt um líður og eins hvort það kemur frænka eftir 10 ára bið eða 4. strákurinn í röð á tæpum 4 árum.  Þetta er svo spennandi og svo yndislegt. 

stubbaknús


Veðurhamur

Ég man nú ekki eftir svona miklum snjó síðan ég bjó á Vestfjörðunum í þrjú ár.  Árið 1995-1996 var sérstaklega rosalegt.  Ég fór í klippingu á Flateyri og það var búið að gera göng inn í húsið sem náðu upp að þaki.  Það svaf barn í barnavagni upp við þakbrún á einu húsinu.  Í raðhúsinu sem ég bjó í á Þingeyri náði snjórinn yfir hálfan stofugluggann, það var aðeins snjóléttara hjá okkur.  Ekki var möguleiki að hengja þvott út þar sem snúrurnar voru nánast á kafi og maður var allt vorið að dreifa úr stærsta hólnum svo maður kæmist að hengja út.  Síðasti snjórinn hvarf í byrjun júní.  Mér líkar vel við snjóinn og kann mun betur við snjóbirtuna en grámyglulegan rigningarsudda.  Það er hægt að gera svo margt skemmtilegt í snjónum að auki (þó þetta stanslausa rok megi missa sín).  Þarna keyrði maður enn Breiðadalsheiðina og óhætt að segja að litli Subaru justyinn minn hafi verið eins og krækiber í h...... ofan í ruðningnum sem var á við þann á myndinni hér fyrir neðan en mun minni bíll en þessi.  Blessunarlega er nýi bíllinn minn fjórhjóladrifinn og fer um allar trissur og ekkert mál.  Ég legg í órudd stæði án þess að hika.  Það er mikill munur að vera á góðum bíl í svona snjóþyngslum (VW Golf 4motion)  Hann fær mín bestu meðmæli.

 Svo er ég mun sáttari við snjó og kulda sem nágranna en slöngur, drekaflugur, sporðdreka og tarantúlur. 

Fékk góða heimsókn frá kærri vinkonu minni í vikunni henni Lindu og Elvu Maríu dóttur hennar.  Hún Linda er þannig að þegar Rakel María dóttir mín er að lýsa einhverju fólki sem hún kann sérstaklega vel við eins og þegar hún sagði mér frá konu sem kennir henni í FÁ nýlega sem henni finnst mjög góð og skemmtileg.  Þá kemur viðkvæðið: Hún er svona eins og Linda og þá eru það bestu meðmæli sem hægt er að fá Heart 

Við starfsfólkið í Árbæjarskóla erum á leið á árshátíð í kvöld ásamt mörgum fleiri skólum austanmegin í borginni.  Leiðin liggur í Gullhamra en þangað hef ég ekki áður komið.  Góður matur, skemmtilegt fólk og já vonandi rosa gaman.

Góða helgi


Öskudagur nálgast

 Já öskudagsbúningar þurfa ekki að vera flóknir eða kosta mikið.  Bara nota hugmyndaflugið.  

 

Í gömlu vinnunni minni var alltaf haldin öskudagsskemmtun og allir nemendur og kennarar klæddu sig í búninga.  Ég var búin að vera kúreki, norn, köttur, jólasveinn og smábarn.  Hins vegar er bara starfsdagur hjá okkur í Árbæjarskóla og ég verð að viðurkenna að ég er pínu svekkt.  Þetta var svo gaman, ég hef varðveitt barnið í mér alveg sérstaklega vel og neita að leyfa því að hleypa heimdraganum FootinMouth

Í skólanum hjá Berglindi Evu kom upp sú hugmynd að fá börnin til að ganga í heimahús í hverfinu í stað þess að fara í fyrirtæki sem mér finnst alveg frábært.  Bara gamla Þingeyrarstemmingin.  Þannig að maður þarf að birgja sig upp af nammi fyrir miðvikudaginn og taka á móti syngjandi börnum meðan birgðir endast.  Annars er bara að slökkva ljósin og þykjast ekki vera heima eða flýja að heiman.   Vonandi endist nú samt það sem maður kaupir og þetta bætir aðeins upp fyrir söknuðinn eftir öskudagsskemmtuninni.  Þetta er svo gaman, ég þekki það frá gullaldarárunum fyrir vestan.   Aðalmálið hjá litlum strákum í dag er bílamyndin cars og litli minn eignaðist Leiftur McQueen kappakstursbúning um daginn og verður í honum á öskudag.  Berglind Eva ætlar að vera rappari. 

Ég druslaðist í vinnu fyrir helgi til að klára foreldraviðtöl á föstudeginum.   Gat ekki hugsað mér að eiga þau eftir og þurfa að bæta þeim inn eftir kennslu.  Ekki séns.  Það hafðist en ég var orðin býsna þreytt undir lokin.  Ég fór í rólegheitaheimsókn til Brietar vinkonu og Kristjáns á laugardagskvöld.  Varð að komast aðeins af bæ eftir allt slenið.  Pabbi bauð svo okkur systkinunum og barnabörnunum í bollur og bíó og pizzu um kvöldið á sunnudag.

Fyrsta blakæfingin eftir langt veikindahlé var í dag, þvílíkt gott að komast í gang aftur.  Nú skal ég vísa öllum óboðnum veirugemlingum til föðurhúsanna Angry Alls ekki hingað og alls ekki lengra 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband