Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Fall er fararheill?

Las frétt um barn sem lifði af fall af þriðju hæð með hjálp bleiu og þá rifjaðist  upp að það var fyrir tæpum 40 árum að ein ónefnd frænka mín lagði af stað í könnunarleiðangur upp úr rimlarúminu sínu og upp í gluggakistu.  Hún var ung mjög öflug og fór snemma af stað.  Þarna var hún um 1 árs og bjó í Efra-Breiðholtinu á fjórðu hæð í blokk.  Glugginn hennar var opinn, mamma og pabbi með gesti frammi í stofu og litla hnátan átti að sofa á sínu græna.  Hins vegar varð forvitnin syfjunni yfirsterkari og frá  gluggakistunni í herberginu sínu féll hún niður á mölina fyrir neðan.  Ég hef oft hugsað um undrunarsvipinn sem hlýtur að hafa komið á manninn sem sá hana frænku mína hefja sig til flugs í fyrsta sinn.  Ekki veit ég hvað bjargaði henni nema ef vera skyldi óttaleysi óvitans sem ekki hafði vit á að spenna sig upp í ævintýrinu en hún var að skríða af stað þegar maðurinn kom hlaupandi að.  Svo hef ég líka oft spáð í þessa reynslu sem foreldrar hennar fengu að það hringir maður á dyrabjölluna og spyr:  Getur verið að barnið þitt hafi dottið út um gluggann.  Martraðakennt hlýtur að vera en hægt að brosa að því eftir á fyrst ekki fór verr og umrætt barn er í dag hámenntuð söngkona og nýbúin að gefa út plötu sem ég á eftir að ná mér í.  Skyldi það vera tilviljun að hún syngur eins og engill ?

cr15242052

 

 

 

 

 

Við skelltum okkur ásamt Andreu vinkonu Berglindar á Wall-E á laugardaginn.  Hún var alveg ágæt, svolítið ýkt samt, raunveruleikinn í nútímanum var heldur napur og ótrúlegur og ástarmál vélmennanna, tja ég varð fyrir smá vonbrigðum þar sem hún fékk svo góða dóma.    

Fékk svo góða gesti í dag, Ingu frá Akureyri og Brieti, sem kíktu við í sólinni í dag.  Undursamlegt veður.  Við röltum svo í ljúfar skonsur yfir voginn til Rannveigar og  hittum frændurna.  Þeir gátu leikið sér endalaust. 

En vinna snemma á morgun sem bíður Pinch Farin að sofa


Að bera í bakkafullan lækinn

er að tala meira um handbolta, en ég má til W00t

Þvílík hópsál sem ég er og þvílíkt stolt og gleði.  Við söfnuðumst saman heima hjá Bryndísi tilbúin að fagna glæstum árangri í leiknum.  Því miður varð fagnið ekki mikið yfir leiknum en þess meira yfir þessu fallega silfri og þessum ótrúlega glæsilega árangri.  Ég var þess viss um að leikurinn gengi vel þar sem mig dreymdi að Ólafur Stefánsson lægi örendur á stofugólfinu heima hjá mér.  Hélt alltaf að svona leiðinlegir draumar væru fyrir góðu.  Samt hefur maður líka heyrt að svona nokkuð sé fyrir langlífi, eigum við ekki bara að túlka hann þannig að hann sé hvergi nærri hættur í boltanum og verði fyrsti fertugi handboltaspilarinn á olympiuleikunum árið 2012 ?Wizard

Svo var hann sonur minn alveg óborganlegur þegar hann kom labbandi til mín mjög andaktugur inn í herbergi og sagði:  Mamma, tveir foreldrar eru að teikna á strákinn sinn í Fréttablaðinu.  Fyrir það fyrsta var ég undrandi á orðaforðanum foreldrar og Fréttablaðinu en ég tölti inn í eldhús til að skoða hvað varð honum tilefni þessara orða.  Þá blasti við myndin af Dorrit og sjúkraþjálfara landsliðsins að nudda Loga Geirsson sem er með myndarlegt tattú niður eftir bakinu.  

Annars fara dagarnir núna bara í vinnu og skipulagningu heimilisins en ég er að sortera og sortera og sortera meira og breyta, börnin mín fá nýtt heimili með nokkura daga millibili og vita ekki hvaðan á sig stendur veðrið.  

Ég verð bara ensku og íslenskukennari í vetur og er hæstánægð með það.  Fæ að fara aðeins upp á unglingastig, sem ég er mjög sátt við og kenni m.a. mjög áhugaverðan valáfanga sem heitir Enska og kvikmyndir.  Hver hefði ekki viljað velja svoleiðis áfanga?   Svo varð ég óvænt stigstjóri á miðstigi svo það verður víst nóg að gera sem endranær.  Blessunarlega.  Fyrsti íslenskutíminn í 6. bekk í dag fór í að fallbeygja nöfn íslensku handboltakappana og skipta orðum eins og keppa, sigur, mark, sigra, góður o.s.frv. í orðflokka.  

Missti af fyrsta kennarahittingnum og kaus frekar að kíkja í afmæli til Elvu Maríu skólastúlku á föstudaginn.  Ætlar að verða eins og í fyrrahaust þegar ég gerði tilkall til titilsins félagsskítur Árbæjarskóla.  Vonandi kemst ég á næsta glens.


Áfram Ísland

Það kraumuðu örugglega spenntar taugar í fleirum en mér klukkan sex í morgun.   Rosalega var leikurinn spennandi og skemmtilegur og mikið er ég glöð að við erum að fara að keppa við Spánverja í fjórðungsúrslitum því mér fannst  S-Kóreubúarnir spila óskaplega leiðinlegan handbolta.  Magnaður leikur hjá Björgvini Páli.   Þetta verður frábært.

Vinnan er byrjuð á ný og vægast sagt á fullu.  Ég bað um minni kennslu en í fyrra en fékk jafnmikla og meiri ábyrgð, en maður sjóast nú líka eitthvað eftir 1sta veturinn svo vonandi verður þetta nú í lagi og mikið hlakka ég til að hitta krakkana aftur.  Ég var með svoddan rjómabekk í fyrra.  Algjörir gullmolar.  Eftir gott sumar er líka alltaf gaman að hitta samstarfsfólkið og komast í gang aftur.  Mest hlakka ég þó til að byrja aftur í blakinu.  Alveg staðráðin í að vera komin í svona form eftir veturinn Whistling

ss_AVP_14_061

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Endurheimti börnin mín í þessari viku frá Spáni og Ölveri, sem er góð tilfinning, þó mér hafi líka fundist gott að vita af Berglindi í Ölveri á listaviku meðan ég var byrjuð að vinna en hún ekki í skólanum.

Farin upp í rúm að halda áfram með Harðskafa eftir Arnald sem er kærkominn lestur, kemst nærri Grafarþögn að gæðum, því þá strauma fann ég ekki í bókunum þar á milli.  Mæli með henni.  

Adios amigos (og líka Spánverjarnir úr keppninni) 

 


Sophie, Krummi, Erró, Ylfa og Tara

heita þessir yndislegu hnoðrar á ágústmyndunum mínum InLove  Sophie er seld en hinir falir.  

Þessi helgi var annars vel nýtt svona áður en lætin byrja.  Jónína Hjalta kíkti á mig á föstudag og við áttum notalegt spjall.  Við fórum í afmælisbrunch til Helgu á laugardag, svo í vöfflur og handboltagláp hjá Bryndísi og enduðum í hvolpaheimsókn og pizzaveislu hjá Ástu Sól og co.  Þvílíkt æðislegar snúllur og allir með sín séreinkenni svo maður var farinn að þekkja þá í sundur í þessari einu heimsókn.  Í dag fórum við aftur í brunch, núna hjá pabba og allir mættir, þaðan var farið í húsdýragarðinn í hópferð.  Við vorum hins vegar með svo mikið samviskubit af vanrækslu á hundinum okkar yfir helgina að hann fékk gönguferð kringum Rauðavatn nú í kvöld og við komumst í smá berjamó.  Við mættum Maríu og Emil með Ask og Emblu, krúsilegu schnauzer hundana sína.  Á heimleiðinni komum við svo við í skólagörðunum hjá Berglindi og mokuðum upp kartöflum, næpum, salati, rauðkáli, radísum og ýmsu fleira hnossgæti sem við munum neyta nú á næstunni.   Á morgun er svo bara vinna og Berglind fer í Ölver.  

Til að gera lesturinn aðeins skemmtilegri en bara dagbókarfærslu mína um helgarstússið þá er einn góður frá syni mínum sem ruglaðist örlítið við lesturinn nú í kvöld.  Við vorum að lesa forláta bílabók frá því ég var lítil með alls kyns furðulegum bílum í alls kyns myndum, gulrótarbílum, bananabílum o.s.frv.  Hann benti á sirkusbíl sem var í formi nashyrnings og byrjaði að segja.  Mamma, sjáðu hér er þríhyrnings.....  Svo reyndar hikaði hann og líkleg fattaði að hann var nú ekki alveg á réttri leið með nashyrninginn. 


Nóg pláss

Já, það var víst eins gott að ég var búin að stækka íbúðina til muna þar sem ég er svo heppin að hér verður þvílíkt líf og fjör í dag og þrjár 10 ára skvísur og tveir litlir guttar halda mér félagsskap svo mér leiðist örugglega ekki. Ef fleiri vilja kíkja við er nóg pláss.  Þetta eru Viðar Darri sætasti frændi, Helga Belluvinkona og Sólveig Björns og Ásu dóttir sem bætast í hópinn. Ég tek nú bara undir það sem Drottinn kenndi okkur: Leyfið börnunum að koma til mín. Halo  Ég var líka með yfirlýsingu í síðasta pistli um að mér þættu börn skemmtileg og það er alveg rétt.  Þær vinkonur Helga og Berglind Eva ætla annars að fara í KFUK sumarbúðir á mánudaginn og dvelja í 4 daga á listaviku í Ölveri þar sem ég verð byrjuð að vinna og hún hefur þá öruggt skjól og skemmtun þar.  

Annars eru ótrúlega margir farnir í hundana þessa dagana.  Svo nokkrir séu taldir:  Ég sjálf, Susanne, Ásta Sól, Briet, Inga, Íris, Linda, María, Andrea K og svo er Ása að bætast í hópinn og fær bráðum salt og pipar schnauzer hund.  Þetta verður algjört hundalíf.  Ég er einmitt að stefna að því að fara í hvolpaheimsókn til Ástu Sólar að fá að skoða 6 litla Beagle hvolpa núna í vikunni sem fæddust 16. júlí sl.  Fékk þá næstum því í afmælisgjöf.  Fyrir alla mína hundavini segi ég bara þetta.  Ef þið verðið einhvern tíma þreytt á endalausri athyglis- og ástúðarþörf hundsins ykkar þá er bara að fá sér svona apparat, alveg brilljant eins og einhver myndi orða það.

 


Að eiga sér draum

Nú er ég að tala um það sem maður ætlar sér eða langar til í nútíð og framtíð.  Allir ganga í gegnum skeið með það hvað þeir ætla að verða þegar þeir verða stórir.  Minn draumur var lengi vel að verða dýralæknir, enda veik fyrir dýrum af öllu tagi og gæludýrin orðin ótal mörg í gegnum tíðina.  Sá draumur var reyndar alveg eyðilagður fyrir mér með einhverju raunsæisrausi (taki það til sín sem á) um að helstu verkefni mín sem dýralæknir yrðu að svæfa kettlinga og gelda hesta.  Þar með fór sjarminn á einu bretti og draumurinn fauk út um gluggann.  Það varð úr að nýta brennandi tungumálaáhuga og að finnast börn skemmtilegt fólk að eyða starfsævinni í þetta tvennt lagt saman.  Talandi um gæludýr þá er ein mús hér niðri í kjallara hjá henni Rakel, sem er búin að vera hjá okkur talsvert lengi, síðan Íris fékk okkur til að taka hana að okkur þegar hún vann í gæludýrabúð og kom með eitthvað slöngutal sem fór illa í mín dýravinaeyru.  Tilefni þessara skrifa er að skyndilega rak ég augun í að músaranginn var klæddur í hvítt ballettpils í dag.  Ekki veit ég hvort tilefnið er að hún eigi afmæli 10. ágúst eða hvort hún hefur gengið með ballettdansara draum í maganum lengi.  Hún var s.s. búin að naga sig í gegnum klósettpappír og hann var svona tættur og fínn eins og balletpils og fast utan um hana þétt við miðjan magann.  Svona dansaði hún um allt búr.  Þetta náðist á mynd Kissing

Þar sem ég veit að öllum hugnast alls ekki þessi tegund gæludýra verð ég þó að segja að nú gekk hún alveg undir viðurnefninu krúsimús. 

 

1561


Olympiuveisla

Naut þess að hafa hana Ninnu mína hjá mér og Rakel, komu með ferskt vestfirskt fjallaloft með sér, allra meina bót.  Svo vorum við boðin í afmælisbrunch til Jennýjar Hjöddudóttur, svo sniðugt að klára þessi afmælisboð með góðum hádegismat og eiga svo allan daginn eftir.  Síðan er ég nú að vísu bara búin að vera lasin með hita og slöpp, sofa og dorma inn á milli en stillti nú klukkuna á þennan óguðlega tíma sem ég sit hér og pikka þessar línur í þeim tilgangi að sjá Ísland eiga við Rússa í handbolta á olympiuleikunum í Peking.  Það er rannsóknarefni af hverju ég hef svona gaman af að glenna augun yfir alþjóðlegum boltaviðburðum, bæði í hand- og fótbolta þar sem mér finnst alls ekki gaman að spila þessar íþróttir sjálf.  Allt of mikill kontakt fyrir konu sem þarf sitt speis.  Þetta er skýrara á blakvellinum  Joyful  Ég er nú ekki mikill sjónvarpsglápari en maður hefur nú horft á þessa íþróttaveislu af áhuga í gegnum svo langan tíma og á í minningunni magnaðar stundir með Olgu Korbut, Carli Lewis og fleiri ámóta snillingum.  Að ekki sé minnst á Ben Johnson og Marion Jones og alla þá dramatík.  Ég segi bara áfram strákar, í blíðu og stríðu, fremstur í flokki þessi frábæri íþróttamaður og manneskja hér fyrir neðan.  Farin upp í sófa aftur í stóóóóóru íbúðinni minni, sem hefur stækkað um helming, sjón er sögu ríkari.  W00t 

search_399


Vakin

Minn fallegi sonur vakti móður sína á dögunum með því að taka í augnalokin á henni, hífa þau upp og segja hvellri röddu: Það er kominn dagur, sérðu það ekki? Shocking   Það skal tekið fram að þetta var mjög óvenjulegt því yfirleitt þarf ég að eyða miklu púðri í að vekja litla manninn því hann er yfirgengileg svefnpurrka.  Á hitametsdeginum góða fórum við Rannveig með börnin okkar í Hellisgerði sem er lystigarður í Hafnarfirði, mæli með að kíkja á hann, aðeins fyrir ofan A.Hansen. Ofsalega fallegur. Svo löbbuðum við um Hafnarfjörðinn með Bjarka litla frænda minn á samfellunni eins og í útlöndum. Við áttum líka góðan dag í Nauthólsvíkinni núna í júlí, löbbuðum þangað að heiman. Núna um verslunarmannahelgina stormuðum við í góðum félagsskap um suðurlandið. Komum m.a. við á Stokkseyri í dýrindis humarsúpunni á Fjöruborðinu sem sonurinn vildi ekki smakka að vísu. Er ekki eins og systirin humarsjúka hún Berglind. Fórum í töfragarðinn og komum við í bústað bæði hjá Bryndísi systur og co. í Biskupstungum, Helgu, Halldóru og Bellu í Úthlíð og síðan hjá Lillu frænku sem á bústað á Laugarvatni töfrum líkastan, eins og að koma í ævintýraveröld. Við rúntuðum svo á sunnudeginum í Sólheima, með viðkomu á Gullfossi og Geysi. Vel varnir dagar. Núna í vikunni er ég svo í þvílíkum ham, búin að snúa íbúðinni á hvolf og hún verður gjörbreytt, rúmbetri og flottari þegar yfir lýkur. Meiri köstin sem maður fær. Maður er ekki fyrr búinn að eyða fjórum kvöldum í að rífa niður rósarrunna í garðinum en íbúðin fær að finna fyrir manni líka. Svo á ég von á næturgestum, Ninnu og Rakel um næstu helgi og spurning í hvaða ástandi ég næ að koma húsinu áður en þær mæta FootinMouth  Fer í sextugsafmæli í kvöld hjá blaksystur minni, svo hress og frábær kona og enn að í blakinu. Það er byrjað á gönguferð á Skálafell og svo snætt í skála þar, sniðug leið til að halda upp á afmæli.

Frænkur á Rauðasandi prýða pistilinn Cool  

CIMG0601


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband