Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Eitt og annað

Á laugardaginn vorum við svo stálheppnar með veður ég og Berglind Eva dóttir mín en við fórum á svokallaðan Hafravatnsdag með skátunum.  Þar var grillað brauð yfir eldi, sungið, klifrað í klettaklifri, hjólböruakstur, aparóla, grillaðar pylsur og bara mikið fjör og mikið gaman, ekki síst af því að veðrið var svo gott.

Svo var 4ra ára afmæli sonarins fagnð á sunnudeginum í góðra vina og ættingja hópi.  Útbúin kappakstursbrautakaka, með hetjuna Leiftur fremstan í flokki.  Vel heppnaður dagur en maður er nú oftast pínulítið slæptur á eftir svo við Berglind Eva dembdum okkur saman í bíó um kvöldið í slökun.  Við fórum að sjá Leyndardóma Snæfellsjökuls með henni Anitu Briem og myndin kom mér skemmtilega á óvart, maður tók nokkur andköf af spennu og skemmtanagildið í góðu lagi.

Á mánudag fengum við svo aðeins að sjá framan í hana Írisi, Rannveig mætti með pjakkana í kaffi, dugleg að tölta hér yfir til mín á þriðjudag  :).  Í kvöld ætlum við blakkonur að hittast í heimahúsi með góðgæti efir æfingu, á morgun er enskuráðstefna og svo var verið að bjóða okkur í síðbúið afmæli Hrefnu Guðrúnar frænku næsta laugardag en grey stelpan þarf að lifa með þeim ósköpum allt sitt líf að vera fædd um mitt sumar, eins og fleiri, þegar allir eru þvers og kruss um landið eða önnur lönd.  Ætti að banna fólki að búa til börn frá sept. - nóv. Ninja
(djókur)  Berglind Eva fer í útilegu með skátunum fös. - sun. (ég veit ekki hvers lags loðfóðruð geislahituð tjöld þeir eiga en útilega í september ???? 

my_tent_small-thumb

 


Stóri strákurinn

minn er orðinn fjögurra ára. Í dag var hann svo STÓR í orðsins fyllstu og gerði mömmu sína svo glaða og stolta. Ég nefnilega fór með litla greyið í saumatöku í dag en vörin klipptist í sundur fyrir viku og þurfti 7 spor til að tjasla henni saman. Ég hálf kveið fyrir deginum og að þetta skyldi þurfa að gerast á sjálfan afmælisdaginn minnug þess þegar við þurftum fjögur að halda Rakel Maríu þegar átti að taka saum úr hökunni á henni. Það er skemmst frá því að segja að hann stóð sig eins og hetja. Lá grafkyrr þó hjúkkurnar væru að toga í spottana til að ná með skærin undir. Þegar komið var 6. spor meiddi hann sig smá og grét aðeins. Hann fékk smá pásu og leyfði þeim svo að klára. Svoooo duglegur.

Hann gaf öllum á leikskólanum ís og við erum að reyna að melta hvernig við tæklum afmæli fyrir leikskólavini. Það tíðkast víst að bjóða öllum 25 á deildinni en okkur finnst það nú svolítið mikið af því góða svo við erum að skoða þetta fyrir laugardaginn. Á sunnudaginn fáum við vini og vandamenn í afmælisboð.  Sonur minn eins og margir litlir strákar um allan heim elskar bílamyndina Cars og sá mikli áhugi hefur ekki farið fram hjá neinum nánum okkur :).  Herbergið hans ber þess sterkan keim og hann leikur sér mjög mikið með bílamyndabílana sína.  Þannig að það er engin spurning um val á þema fyrir afmælisveisluna og ég hef fengið pata af því að hetjan Leiftur McQueen skreyti þó nokkrar gjafanna.  Bara skemmtilegt.  
 
Ég reyndi að setja inn fallega mynd af litla gleðigjafanum syni mínum en myndasystemið vildi alls ekki þýðast mig :(

Til hamingju stóri duglegi drengurinn okkar :)

Klukk

Ég var klukkuð.  Bryndís systir klukkaði mig og hér koma mín svör :)

Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:

Búðarkona í Nesval

Læknaritari

Vann á safnadeild Ríkisútvarpsins við að raða plötum og leigja út :)

kennslukona um víðar grundir

Fjórar bíómyndir sem ég held upp á:

The Sixth Sense

Flugdrekahlauparinn

Four Weddings and a Funeral

My fair lady 

Fjórir staðir sem ég hef búið á:

Vesturberg

Engjasel

Þingeyri

Mosfellsbær

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:

One tree hill

ANTM

CSI

Friends

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:

Flórens

París

Marokkó

Austurríki

Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg:

mbl.is

arbaejarskoli.is (alla vega á virkum dögum yfir veturinn)

facebook.com

simnet.is (pósturinn)

Fernt sem ég held uppá matarkyns:

nautakjöt

kjúklingur

creme brulee

mexíkóskur matur

Fjórar bækur sem ég hef lesið oft:

Ja, maður kemst nú ekki oft yfir það, svo ég nefni bara uppáhalds bækurnar:

Grafarþögn

Salka Valka

Flugdrekahlauparinn

Ljóðasafn Tómasar Guðmundssonar

Fjórir bloggarar sem ég klukka:

Halldóra

Anna Viðars

Susanne

Berglind Eva

Annars er búin að vera mjög þéttskipuð dagskrá, í meira lagi:

Mánudagur: slysó og Heiða frænka í heimsókn

þriðjudagur: blak

miðvikudagur: kíkt á hvolpana á Grettisgötunni öðru sinni en þeir fara að yfirgefa hreiðrið

fimmtudagur: blak og svo boðið í grjónagraut og slátur hjá stóru systur í Ennishvarfi. Svo kíkti Írisin mín í heimsókn

föstudagur: Þóra vinkona datt inn í kaffisopa.

Andrea og Helga vinkonur Berglindar Evu gistu hjá okkur í náttfatapartýi, með snakk og video. Í dag ætla ég að leyfa þeim vinkonunum að mála á kertastjaka sem ég keypti fyrir þær. Við Rakel ætlum aðeins að kíkja saman í bæinn og í kvöld fæ ég Ástu Sól frænku í mat en hún er grasekkja þessa dagana.  Á morgun ætlum við Rannveig að hittast með pjakkana litlu.

Á mánudag á svo litli prinsinn minn 4ra ára afmæli en sökum þess að hann fer í saumatöku á afmælisdaginn Frown  ætlum við að bíða aðeins með afmælishald.   Góða helgi.


Hrakfallabálkarnir

mínir tveir eru búnir að lenda á slysadeild sitt hvoru megin við helgina.  Berglind Eva var á slysadeildinni á föstudag eftir trampolínslys, en hún er tognuð á hendinni og það var hringt í mig af leikskólanum í dag um tvö leytið vegna þess að Arnar Máni hafði dottið illa í rennibrautinni og var alblóðugur með stórt skarð í vörinni.  Hann var deyfður þessi elska og saumaður ein 7 spor.  Þessi deyfing var nokkurs konar kæruleysissprauta líka svo hann lá þarna flissandi yfir öllu saman og var ótrúlega duglegur, þær höfðu orð á því hjúkkurnar.  Svo var hann lengi á eftir eins og tuskubrúða, hélt varla höfði og stóð ekki í lappirnar út af deyfingunni og talaði tóma steypu, ja bara eiginlega eins og argasta fyllibytta.  Allan tímann var hann samt að reyna að brasa við að koma sér af stað svo ég var látin bíða með hann inn á barnaherbergi í um klukkutíma eftir saumaskapinn og var bara eins og spennitreyja á hann ræfilstuskuna.  Svo er hann allur bólginn og aumur.

Í þessu tilfelli segi ég nú bara:  eins gott að það sé ekki allt er þegar þrennt er, þetta er komið nóg. 

Rakel María lenti líka í svona leikskólaslysi eiginlega á sama aldri, nema það losnuðu í henni báðar framtennurnar og þurfti að rífa þær úr svo hún var með sætt tannlaust bros frá 4-6 ára.  Núna fyrir örfáum árum sagði hún mér ástæðuna fyrir því að hún datt á leikfangakofann og ég hef hlegið mikið að því því ég sé þetta svo fyrir mér.  Það var víst þannig að allir krakkarnir á leikskólanum fóru í heljar kapphlaup þegar þau fóru út til að ná einu stóru gulu skóflunni.  Hún gaf í og var fyrst en með þessum hörmulegu afleiðingum að hún var tannlaus lengi á eftir en hún mann enn hvað hún var spæld að horfa á strákinn sem var á eftir henni grípa skófluna.  Tennur hvað??

2693093141_d45681990a

 

 

 

 

 

 Einhvern tíma á ég eftir að færa henni fallega stóra gula skóflu með borða Tounge

Annars bara buðu Ísak og Rannveig mér í geggjaðan mexíkóskan mat um helgina en þau pössuðu Arnar meðan ég var að vinna.  Svakalega er svona matur góður MMMMMMmmmmm.  Svo aldrei slíku vant kíktum við fjórar skvísur út á lífið og erum svo út úr kú hvaða staðir eru vinsælir svo við vorum með ellismellum bæjarins á Vínbarnum og á Thorvaldsen.  Ætli maður sé kannski sjálfur orðinn ellismellur án þess að það komi til greina að viðurkenna það?  Glætan.

Heiðan mín Árnadóttir söngkonan og frænka mín sem um var getið í þarseinustu færslu kom í heimsókn til mín í kvöld með eintak af diskinum sínum Ró sem ég fjárfesti í.  Þetta er klassísk tónlist og bara mjög áheyrileg.   

Hún hefur þann frábæra persónulega eiginleika að vera alltaf að hrósa fólki (eins og Ásta mamman hennar).  Yndislegt svona fólk sem gefur frá sér svo mikla hlýju og jákvæðni.  Rakel María sagði eftir heimsóknina.  Ég hef aldrei heyrt neinn segja jafn oft á stuttum tíma hvað ég sé sæt.  Stórt knús á Heiðuna mína en við erum bræðradætur og feður okkar keyptu íbúð í sömu blokk þegar við vorum litlar, byggðu saman raðhús og bjuggu hlið við hlið í mörg ár og enduðu í sömu götu í Akraselinu í einbýlishúsi, svo við Heiða vorum aldrei mjög langt frá hver annarri í æsku Smile

Yfir og inn - að sofa.  Nóg komið af rituðu masi ZZZZZZZZZZZZZZ 


Hitt og þetta

Við Berglind Eva fórum á kynningarfund hjá skátafélaginu Mosverjum í vikunni en hún ætlar að vera í skátunum í vetur með Helgu vinkonu sinni. Mér leist rosalega vel á þetta. Eftir fundinn var boðið upp á heitt kakó og grillaðir sykurpúðar yfir eldi. Þetta verður vonandi gaman. Hún er aðeins tognuð í hendinni eftir trampolínslys heima hjá Helgu og komin með fatla, en ekkert alvarlegt. Þarf bara að fara varlega.

Mínar kæru blaksystur fara eitthvað rólega af stað og við mættum bara tvær á æfingu á fimmtudaginn. Hin nennti ekki að blaka í dúói svo ég blakaði bara við veggina og skellt mér í körfu, bara til að hreyfa mig smá. Vonandi verður heimtan betri í næstu viku.

Fyrstu vikurnar í skólanum hafa annars farið í óóóóótrúúúúlega marga fundi út af hinu og þessu og mér finnst ég varla byrjuð að geta undirbúið kennslu og skipulagt í kringum mig, sem þýðir bara að ég þarf aðeins að kíkja upp í skóla í dag til að minnka óreiðuna og helst koma öllu á hreint.

Hápunktur dagsins er hins vegar fótboltaleikur sem ég fer á á eftir klukkan eitt, en þá keppir hún Hrefna Guðrún Bryndísardóttir (systur) um íslandsmeistaratitil í sínum flokki í fótbolta. Frábær árangur hjá henni. Liðið hennar Afturelding er með betri liðum á landinu og ekki hægt annað en að vera stoltur af þessari fallegu frænku sem vildi helst leika með bolta og bíla þegar hún var lítil. Áfram Hrefna.
 
CIMG0488

 
 

 
 
 
 
 
 
 
 
 
Stefni að því að hitta Írisi mína og Brieti grasekkju um helgina.
Farin af stað á leikinn.
Að lokum, fékk þetta sent og grenjaði af hlátri.
 
 

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband