Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Ökufantaendurhæfingamiðstöð

Maður verður svo ótrúlega máttlítill og magnvana gagnvart fólki sem fer eins og litlar drápsveirur út í umferðina með alkóhól í æðum eða keyrandi á blússandi ferð ógnandi lífi og limum saklauss fólks.  Eins og of mörg sorgleg ótímabær dauðsföll sanna AAAARG.  Hefur þetta fólk ekki séð myndir af stúlkunni sem höfuðleðrið brann af (hjá Opruh/hef líka séð hana annars staðar).  

The image “http://www.duihope.org/images/Jacquline%20After.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

 

Hver vill verða valdur að svona? 

Þetta var gullfalleg ung stúlka fyrir þetta slys og þeim hlýtur báðum að líða hræðilega henni og ökumanninum, það sem bæði eiga eftir ólifað. 

Getur fólk ekki hugsað: ,,kannski verður einstaklingurinn sem ég drep í kvöld amma mín eða frændi sem í sakleysi sínu er í gönguferð. 

Hvað er fólk eiginlega að hugsa eða öllu heldur ekki að hugsa.  Því skelfilegar afleiðingar slysa sem fólk veldur undir áhrifum eða af ofsaakstri hljóta að vera ömurlegar þeim sem veldur.  

Angry

 

 

 

 

 


Barnabókmenntir

 

 

Alveg þrælskemmtilegt fyrirbæri. Heimurinn hefur sem betur fer skaffað okkur marga góða barnabókarithöfunda þó ég vona að enginn móðgist þó ég segi að það komist enginn með tærnar þar sem Astrid Lindgren hefur hælana. Við eigum samt marga mjög góða. Á þessu heimili eru í uppáhaldi meðal annarra bækurnar eftir Bergljótu Arnalds. Stafakarlarnir góðu hafa fylgt syni mínum sl. ár og er svo komið að hann veit alveg hver á hvaða staf, nánast alla. Svo á hann alveg frábæra jólasveinabók sem er einnig eftir Bergljótu. Hins vegar er nú svolítið strembið að ná öllum þessum nöfnum á þessum skrítnu köllum. Hann benti um daginn á jólaköttinn í bókinni og sagði: Þarna er Kattalúði. Hurðaskellir fékk nýnefnið Skellisníkir og Stúfur er litli jólasveinastrákurinn. Svo er það hann Gluggagámur :) Hann er hins vegar alveg viss á því að Grýla sé ekki til í alvörunni. Hlýtur að vera skemmtilegur starfi að setja saman góðar barnabókmenntir. Ég ætla að gera það í næsta lífi. Atburðir helgarinnar:

Litli frændi minn varð 1 árs

Fara á kaffihús með Önnu vinkonu og Kára

kíkja á nýju sætu íbúðina hennar Brietar

Fara á Wham show með Jónu, Þóru og Jónu og hitta þar vini mína frá wham tímabilinu, Nonna og Maggý :) (Friðrik var æðislegur og Jógvan bara fínn)

Vinna Fylki 3-0 í blakinu

Heimsækja Ísak, Rannveigu og Óðinn

Baka súkkulaðibitakökur

Hef bloggið stutt og laggott svo kökurnar brenni ekki við í ofninum.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband