Barnabókmenntir

 

 

Alveg þrælskemmtilegt fyrirbæri. Heimurinn hefur sem betur fer skaffað okkur marga góða barnabókarithöfunda þó ég vona að enginn móðgist þó ég segi að það komist enginn með tærnar þar sem Astrid Lindgren hefur hælana. Við eigum samt marga mjög góða. Á þessu heimili eru í uppáhaldi meðal annarra bækurnar eftir Bergljótu Arnalds. Stafakarlarnir góðu hafa fylgt syni mínum sl. ár og er svo komið að hann veit alveg hver á hvaða staf, nánast alla. Svo á hann alveg frábæra jólasveinabók sem er einnig eftir Bergljótu. Hins vegar er nú svolítið strembið að ná öllum þessum nöfnum á þessum skrítnu köllum. Hann benti um daginn á jólaköttinn í bókinni og sagði: Þarna er Kattalúði. Hurðaskellir fékk nýnefnið Skellisníkir og Stúfur er litli jólasveinastrákurinn. Svo er það hann Gluggagámur :) Hann er hins vegar alveg viss á því að Grýla sé ekki til í alvörunni. Hlýtur að vera skemmtilegur starfi að setja saman góðar barnabókmenntir. Ég ætla að gera það í næsta lífi. Atburðir helgarinnar:

Litli frændi minn varð 1 árs

Fara á kaffihús með Önnu vinkonu og Kára

kíkja á nýju sætu íbúðina hennar Brietar

Fara á Wham show með Jónu, Þóru og Jónu og hitta þar vini mína frá wham tímabilinu, Nonna og Maggý :) (Friðrik var æðislegur og Jógvan bara fínn)

Vinna Fylki 3-0 í blakinu

Heimsækja Ísak, Rannveigu og Óðinn

Baka súkkulaðibitakökur

Hef bloggið stutt og laggott svo kökurnar brenni ekki við í ofninum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mæli með að jólakötturinn verði hér eftir kallaður  kattalúði.... snilldarnafn ;)

Bryndís (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 18:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband