Ljósadýrð

Glitrandi skrautið læðist út um glugga og þil þessa dagana og lífgar sannarlega upp skammdegið. Það er varla að birti að ráði yfir daginn lengur. Við settum ljós hjá okkur í tilefni af boðinu sl. föstudag en vorum óvenju snemma.
Maður hlýtur að fara að komast í jólagírinn. Mjúkar og seiðandi árlegar súkkulaðibitakökur með púðursykri og fullt af súkkulaði eru á teikniborðinu fyrir helgina mmmmm. Verst að maður er ekki fyrr búinn að baka þær en þær eru búnar. Við höfum bakað hellings mikið ég, Bryndís, mamma og stundum Rannveig af sitt hvorri sortinni og skiptum svo á milli. Þrælsniðugt. 4 sortir fyrir eina uppskrift.
Hitti eina vinkonu mína í dag af tilviljun og fékk þær fréttir að hún var að verða amma í 2. sinn í dag. Þá eru tvær vinkonur mínar orðnar tvöfaldar ömmur. Er maður að verða gamall eða hvað?
Við fitness drottningarnar í blakinu skelltum okkur út að borða eftir æfingu í gær og ónei, það var sko ekki farið á Grænan kost eða mann lifandi. Fórum á Ruby Tuesday og hólí mólí, amerísku risaskammtarnir hurfu á ótrúlegan hátt ofan í bumburnar á okkur. Þvílíkt og annað eins. Ekki skrítinn offituvandinn í U.S. of A.

Nú er komið frumvarp um að börn megi ekki vera í bleiku og bláu á fæðingardeildinni eftir kynjum. Ég segi nú bara halló, er ekki allt í lagi. Getum við konur ekki borið bleikan lit með stolti?? og svo alla aðra ef okkur sýnist. Svo þetta með leikföngin. Ég gæti tæmt herbergi sonar míns af leikföngum og bara skilið eftir bílamyndabílana úr cars og kubba. Því hann leikur sér ekki með annað og byggir bílskúra utan um bílana úr kubbunum. Þetta hefur staðið yfir frá því hann átti afmæli í september. Hann á dúkkur, bangsa, kerrur og alls kyns dót frá systrum sínum. Hann hefur engan áhuga, what so ever. Hins vegar held ég að stelpur hafi oft jafn gaman af því sem er framsett sem strákadót og þar má kannski höfða meira til þeirra. Ég t.d. gaf minni dóttur fjarstýrðan bíl í eina jólagjöf og talstöðvar í aðra.
Síðustu jól gaf ég henni þykka bók sem heitir Veröldin okkar og hún alsæl. Hins vegar gaf ég henni einu sinni Lundby dúkkuhús, hún snertir það ekki. En kynin eru samt ólík og er það ekki bara allt í lagi.
Samt er ég fyrir jafnrétti og finnst karlaherbergið í nýja Hagkaup með leikjatölvunum og fótboltanum út í hött. Þar finnst mér að okkur konum vegið. Mér finnst gaman að horfa á boltaleiki og hundleiðinlegt að versla. Þar ætti nú bara þá að skiptast jafnt á. Þú fórst síðast, nú má ég. Eða ætli konum sé meinaður aðgangur ????? Væri fróðlegt að vita. Já eða hafa líka konuherbergi, með öllum mögulegum sjónvarpsstöðvum og tímaritum. Eða bara kynlaust afþreyingarherbergi, alls ekki með bláu eða bleiku þema.

Frekar undarlegt verð ég að segja


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tek undir þetta, er sármóðguð yfir þessu "karlaherbergi" í Hagkaupum. Fyrr má nú vera dómgreindarleysið.

Bryndís (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband