Gleðskapir

Er það orð annars til í fleirtölu? Jimundur minn hvað ég var heppin með samstarfskonur á gamla vinnustaðnum mínum (þeim síðasta). Ég loksins bauð þeim í heimsókn á föstudagskvöld og þær komu hér færandi hendi og voru svo hrikalega sætar við mig. Æææææææðislegar.

M: sem reytti af sér brandarana eins og í færibandavinnu með háum bónus, að venju. Og var mjög fyndin, eins og alltaf. Hún er manneskja sem er ekki hægt að vera í vondu skapi nálægt.

E: ein sú mýksta og ljúfasta, nuddsérfræðingur og heimsmeistari í þolinmæði gagnvart börnum sem kunna fáar leiðir til að tjá sig (með orðum)

 J: hefur orðið þess heiðurs aðnjótandi að fara með spengilegum karlmanni sem við allar þekkjum í sturtu og á sætustu dúlluhundana.

K: mætti með 4ðu fegurðardísina í familíunni, pínulitla dúllu.

M: fædd 21. mars eins og hin M, en þessi hefur göldrótta hæfileika þegar kemur að eldhúsmálum og framleiðslu á gómsætum og ljúffengum kökum eða réttum.

A: Yndisleg stelpa, jafnsæt og mamma hennar sem er líka fædd 21. mars.

H: Nýliðinn í hópnum og fellur inn í hann eins og flís við ............... frábærar skvísur.

J: sér um að margar úr hópnum séu eins og klipptar út úr nýjasta tískublaði að ofan (á höfðinu).

Frábær hópur, sem á eftir að eiga góðar minningar um starfið okkar saman um ókomna tíð. Rannveig og Óðinn komu í heimsókn í gær og þeir frændur, fæddir með 2ja vikna millibili, sonur minn og hann léku sér saman. Litli Kláus og Stóri Kláus. Æ datt þetta bara í hug því það er mikill stærðarmunur á þeim, mínum í óhag. Svei mér, held þeir þurfi að hittast oftar. Þeir voru svo spenntir og glaðir að þeir ætluðu alveg hreint að springa. Svo bættist bróðir minn í hópinn og við snæddum saman um kvöldið áður en ég fór í afmæli. Í gærkvöld var svo tvöfalt fertugsafmæli hjá vinafólki mínu, Birni Þór og Ásu. Hún er matgæðingur mikill og hafði töfrað fram dýrindis rétti heima í fallega húsinu þeirra. Skemmtilegt teiti, gítarspil, söngur, spjall og afslappað andrúmsloft. Í dag sunnudag er bara einbeitt markmið að sinna börnunum mínum. Búin að vera í pössun bæði kvöldin. Man ekki eftir að það hafi gerst áður í þeirra lífi. Ekki gist að heiman tvö kvöld í röð (þ.e. mínar helgar). Mömmuhjartanu finnst það svolítið mikið. Þau eiga mig í dag. Ætlum að kíkja í heimsókn til Írisar á Grettisgötuna, þar sem hún er að passa hús. En ég fékk Írisi í kaupbæti þegar ég tók saman við pabba hennar fyrir margt löngu og er búin að eigna mér hlut í henni eins og aðrir kaupa sér hlut í hrossum. Íris ætti að skilja þessa samlíkingu. Myndi ekki skipta á henni þó mér væri boðinn hlutur í Orra frá Þúfu. Ja, eða bara hverju sem er. Ég hafði haldið mikla ræðu yfir pabba hennar eftir kúrs í Kennó um hlutverk feðra í barnauppeldi. Við vorum nýbúin að kynnast. Mín var búin að halda mikla skammarræðu um óábyrga feður og fleira því tengdu. Finnst svoleiðis alltaf jafn skrítið nefnilega. Hafði ekki verið frædd um tilvist Írisar Fríðu enn. Svo klykkti ég út með orðunum. Átt þú kannski tíu (börn)? Sagt í djóki. Þá fékk ég mjóróma svar. Neeeei, bara eitt og þetta var eitt af þeim skiptum þegar andlitið datt af mér. Svo fyndið í minningunni og beint þýtt úr ensku: bara mín heppni (just my luck).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Íris Fríða

Og mikið er ég fegin að þú ákvaðst að doka við þrátt fyrir lausleikskrógann

Og takk kærlega fyrir matinn og viðlitið, hef nú aldrei búið ein, en það er varla venjan að gestir komi með mat og eldi hehe?

Takk fyrir mig !

Íris Fríða , 26.11.2007 kl. 10:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband