Óvissuferð og leiklistarstúss

nemenda minna í fyrramálið sem hafa staðið sig vel í mætingu og ástundun, verður í leikhús. Við erum að fara að sjá söngleikinn Gretti í Borgarleikhúsinu. Frábært hjá þeim, förum öll í bekknum og rúmlega 400 nemendur frá skólanum (efri bekkir) 3ja leikhúsferðin mín á skömmum tíma. Ég elska leikhús. Mamma er líka búin að lofa börnunum mínum (ég fæ að koma með :) ) í jólagjöf leikhúsmiða á Skilaboðaskjóðuna sem er frábært leikrit. Lögin eru svo skemmtileg og fjörug. Við höfum hlustað á spóluna margoft á ferðalögum, þegar við bjuggum fyrir vestan.
Svo börnin mín, allt upp í tæplega 17 ætla með í nostalgíuferð í leikhús og mikil tilhlökkun.
Mæli eindregið með þessari sýningu fyrir unga sem eldri.

Rannveig Vestmannaeyjapæja og mágkona mín með meiru átti afmæli í gær ;). Sæta mín, núverandi ástand fer henni svo vel, en það er tímabundið ástand, stendur fram í febrúar. Bara njóta þess og ég hlakka til að vera enn og aftur stóra frænka. Það að hún sé sæt er hins vegar alls ekki tímabundið ástand heldur augljós sannleikur alla daga.

Saumaklúbbur hjá mér í kvöld, mikið skrafað og minna saumað. Mikið borðað og minna .......... verið í megrun.

Við bekkurinn minn byrjuðum að æfa leikrit í morgun, sem ég sjálf skrifaði handritið að og datt niður á snilldarhugmynd (að mínu mati) til að allir fengju hlutverk. Það er stutt jólaleikrit sem gerist í Grýluhelli. Innihaldið leyndarmál þar til síðar, þar sem einhverjir gestir gætu villst hér inn. Krakkarnir eru svo spenntir og ánægðir. Þetta verður rosalega gaman og fjörugt.

Á morgun er á döfinni skautaferð hjá bekknum hennar Berglindar. Draga fram skautana og sýna gömlu taktana frá því á tjörninni og Melavellinum í gamla daga. Rosalega væri gaman að fara einhvern tíma aftur á skauta á tjörninni. Kannski maður geri það í vetur fyrst maður er fluttur doltið nær. Eða er hætt að frysta á Íslandi nógu mikið yfir veturinn?

Best að fara að skríða upp í. Svaf illa í nótt, þar sem Berglind Eva mín er enn með svo leiðinlegan hósta.
Samt búin að fara í vinnu, búa til gúmmulaði, fara í blak og taka á móti gestum. Ætli ég verði bara sofandi á Gretti í fyrramálið.

Vona ekki

zzzzzzzzzzzzzzzzzzzz


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband