Flutningar

Jæja,

Þá er flutningum okkar fjölskyldunnar á fyrirheitna staðinn í borginni lokið eftir tveggja mánaða hrakninga miðsumars, sem þó redduðust ótrúlega vel fyrir tilstilli vina og kunningja sem skutu yfir okkur skjólshúsi, hver um annan þveran svo við vorum alls í viku inni á öðrum. Kunnum við bestu þakkir fyrir það. Það gengur vel að koma okkur fyrir fyrir utan litla hryllingsbaðið, sem ég er að brjóta niður og breyta en gengur heldur hægt. Þar er þykk gifssmurning á efri hluta veggja sem ekki hefur verið þrifin sl. 15 ár eða svo, enda ekki hægt (jakk). Ég ætla að stækka það í leiðinni og taka út skáp í barnaherbergi í staðinn en þar verður samt alveg nóg pláss. Það verður þá alla vega hægt að skipta um skoðun þar inni, já og geyma hina ýmsustu baðtengda muni.
Ég er byrjuð í nýju starfi sem kennari við Árbæjarskóla, sem mér skilst að sé sá stærsti á landinu. Þar kenni ég ungviðinu að tjá sig á engilsaxneskri tungu og þar að auki kenni ég 5. bekk nokkra tíma. Mér líkar mjög vel þarna og þetta fer vel af stað.

Í síðustu viku vorum við með gátuþema í enskunni og hér eru nokkrar gátur fyrir ykkur til að leysa.

1. Why didn't the skeleton go to the dance?

2. What do you get when you put together a fish and an elephant?

3. What did the ground say to the earthquake?

4. Why did the little boy put lipstick on his head

5. Why can't a leopard hide?

6. Why did the picture go to jail?

7. What did the big chimney say to the little chimney?

8. Where did the spaghetti go to dance?

9. What crackers do firemen like in their soup?

10. What sort of star is dangerous?

Finnið nú rétta svarið:

You crack me up, You are too young to smoke, It was framed, A shooting star, he had no-body to go with, firecrackers, swimming trunks, the meat ball, it is always spotted, he wanted to make-up his mind.

Þarna fengu líka teiknisnillingar bekkjanna að njóta sín og margar flottar teikningar litu dagsins ljós.

Búið að vera frábært veður þessa helgi og vonandi verður það svo áfram. Við Briet vinkona fórum í göngutúr í góða veðrinu hér í nýja hverfinu mínu í gær.

Litli guttinn minn á frábærustu ömmu og afa í heimi, bara svo það sé á hreinu og þau hafa algjörlega bjargað okkur en við lentum í mannekluvandræðunum miklu á leikskólum landsins og hann hefur fengið skjól hjá ömmu og afa í Hellulandi á meðan. Þann 15. október má hann byrja í aðlögun loksins.
Rakel María er byrjuð í M.S. og líkar vistin vel og Berglind Eva er sátt í Breiðó, gamla skólanum hans afa Jóns en er þó dugleg að hitta Helguna sína úr Mosó.

Kveðjur úr netheimum,

Gyða Björk og co.


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Íris Fríða

Skemmtilegt blog, en ég er með svo ófrjótt hugmyndaflug að ég ætla ekki einu sinni að reyna  við gáturnar;)

Íris Fríða , 7.10.2007 kl. 16:37

2 identicon

Stóra systir búin að setja slóðina inn á sína síðu! Gaman að fá að fylgjast með þér hér !

Kveðja, Rakel frænka

Rakel Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 21:47

3 identicon

Sæl Gyða !

Systir þín skrifaði inn á síðuna hjá okkur. Svo ég "datt" inn á síðuna til þín.

Kveðja Inga og fj. á Akureyri.

Inga (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 19:00

4 identicon

> Sæl Gyða mín alltaf gaman að heyra í þér? Af mér er allt gott að frétta það eru bara 16 dagar þangað til ég og litla fjölskyldan mín förum til Ameríku í sólin á Orlando. Það er sko búið að panta í skemmtigarðana fyrir unglinginn. Varstu þú búin að frétta að Kolla er búin að eignast 3ju stelpuna það gerðis 11. sept. Ég og Biggi eru búin að fara og skoða hana. En þær mæðgur hafa verið á spítala sú stutta fékk ký hósta. Hef ekki náð í Kollu í smá tíma ég hef smá áhyggjur af henni. En ég vona bara það sé allt í lagi hjá henni

Jæja Gyða svo verðum við að fara að hyttast kv. Jóna Kristín

Ps. ég er líka með blog en ég nota það svo lítið að ég man ekki einu sinni hvað það er þarf nú að senda þér það við tækifæri.

Jóna Kristín Jónsdóttir (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 09:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband