Nafna

Það skemmtilega gerðist um daginn að ég kynntist nöfnu minni, hún er sem sagt nemandi minn í Árbæjarskóla.
Ég var alsæl og ánægð með það, alltaf verið eina Gyðan hvar sem leið mín hefur legið. Gyða Björk heitir s.s. stúlkan en með annað föðurnafn. Svo eru foreldraviðtöl í skólanum í síðustu viku og kona gengur að mér og segir sæl Gyða Björk og er móðir umræddrar nöfnu. Hún segir mér frá því að við bjuggum í sama stigagangi í Hraunbænum sem landnemar þegar hann byggðist upp. Þá er ég u.þ.b. 4-6 ára gömul. Við móðirin vorum s.s. leikfélagar þarna í um tvö ár. Svo flyt ég í Vesturbergið og nem land þar. Hún skírir dúkkuna sína nafninu mínu sem henni fannst mjög fallegt og ákvað þarna í frumbernsku að skíra dóttur sína Gyðu eigi hún einhvern tíma eftir að eignast dóttur. Sem hún gerir u.þ.b. 22 árum síðar og meira að segja bætti Björk við án þess að muna eftir því að ég hefði líka borið það nafn. Hún tjáði mér að móðir hennar hefði uppfrætt hana um það og brosað út í annað. Þær gerast nú varla skemmtilegri tilviljanirnar og ég mun vara mig á því að umrætt barn þurfi ekki að líða fyrir dálæti mitt á því í skólanum.
Að öðru, en ég s.s. yfirgaf Mosfellsbæinn nýlega eftir 10 ára ánægjulega dvöl þarna upp frá. Þar er mjög gott að vera að svo mörgu leiti en mér var bara farið að líða eins og atvinnubílstjóra. Leiðin löng í vinnuna, brunað upp eftir aftur og svo jafn vel aftur niður í bæ að erindast. Ég þurfti að leggja af stað í vinnuna upp úr hálf 8 og sat svo föst í bílalest í um hálf tíma. Ekki það skemmtilegasta sem ég veit. Forsendurnar fyrir búsetu þarna upp frá eru annað hvort þær að maður vinni þar upp frá/nær eða sé með tvo bílstjóra í aksturinn. Þessar forsendur voru ekki fyrir hendi hjá mér og því tók ég þessa örlagaríku ákvörðun. Mér finnst tíminn allt of dýrmætur til að eyða í bílferðalög heilu og hálfu dagana. Ég tók síðast bensín þann 23. september og á slatta eftir á tankinum, tveimur vikum síðar. Unbelievable. Og legg af stað í vinnuna 5 mínútur í 8, bruna á móti umferð uppeftir, komin um hæl.

Ég sakna samt mjög mikið krakkanna minna sem ég var búin að vera með sl. 5 ár í Öskjuhlíðarskóla, þau taka svo stórt hlutfall af hjartanu í pant þessir yndislegu krakkar. Verð að fara að kíkja á þau. Ætla að reyna á miðvikudag.
Svo vann ég líka með algjörum perlum, frábærum samstarfskonum/mönnum. Ætla að hóa þeim hingað til mín fljótlega, var búin að lofa því að lokinni baðuppgerð en hún gengur bara svo hægt. Ég verð ekkert smá fegin þegar henni lýkur.

Eyddi deginum í spjall hjá Þórunni vinkonu minni sem á núna heima svo skemmtilega nálægt mér og svo fengum við Arnar Máni ömmu með okkur í gönguferð í haustlitunum í Elliðaárdalnum. Gat ekki hugsað mér að vera inni í þessu yndislega haustveðri. Við þrömmuðum að heiman og alla leið upp í Laxakvísl í Árbænum. Mér fannst stuttu fæturnir á 3ja ára syni mínum ekkert smá duglegir að hafa þetta þessa löngu leið.

Vona svo að ég sjái Írisi gullmolann minn í kvöld. Vantar hjá henni hundabúr og ætla að reyna að bjóða henni í leikhús á Viltu finna milljón um næstu helgi ef hún á eftir að sjá það. Lánið hjá mér að kynnast henni í den, ómetanlegt.

knús og kveðja


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sniðugt þetta með nafnið :)

Ég hitti einu sinni konu sem hét Gyða Guðmundsdóttir, mér þótti það mjög sérstakt. Ég átti líka dúkku sem ég lét heita Gyðu :) og gæti alveg hugsað mér að skíra barnið mitt Gyða ef ég á eftir að eignast dóttur.

Vissi ekki að þú værir hætt í Öskjuhlíðarskóla.... Heyrumst og sjáumst vonandi fljótlega. Er með frumsýningu á heimildarmyndinni á laugardaginn kl. 19, taktu þann dag frá!

Ásta Sól (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 11:10

2 Smámynd: Íris Fríða

Maður roðnar bara við hrósið, en ég var nú að spá að fá að eiga inni hjá þér góðan mat á morgun í stað, setjast almennilega niður og kannski sjá þessi systkini sem ég á þarna í gerðunum ;)

Er hrísgrjónagrautur ekki fyrirtaksmáltíð ??

Já og mikið ertu skemmtilegur penni, leynir alveg  á þér, allaveganna vissi ég ekki að þú ættir þetta til. 

Íris Fríða , 8.10.2007 kl. 14:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband