Hva, bara pása

Klukkan að verða 7 á matmálstíma og enginn erill í húsinu. Smá stund til að setjast niður og hripa inn á tölvuna.
Arnar sofandi, Berglind Eva hjá Mosóvinkonu og Rakel María í prufu fyrir vinnu. Hálf hljóðlegt og skrítið. Við fórum nefnilega í fyrstu tannlæknaheimsóknina hjá litla stúf í dag hjá tannlækninum okkar í Mosó og Berglindi Evu langaði að sjálfsögðu að kíkja í heimsókn til vinkonu sinnar þar uppfrá. Sem betur fer voru tennur þeirra beggja í góðu lagi eða það sem tannlæknirinn sá af samanbitnu brosi sonar míns þegar hann var beðinn um að sýna lækninum tennurnar. Ekki séns að hleypa honum lengra með einhvern spegil eða eitthvað en hann lét skína í tennurnar í freðnu brosi og fyrir það fékk hann s.s. verðlaun. Guð hvað ég vona að ekki sé í uppsiglingu sama tannlæknafóbían og hjá undirritaðri í den. Við erum að tala um mörg skipti þar sem ekki var hægt að gera neitt vegna þvermóðskukasta (launfrek þá og er líklega enn). Eitt skipi faldi ég mig bak við blokkina upp í Vesturbergi þegar ég vissi að til stóð tannlæknaheimsókn. Ég heyrði mömmu kalla margoft en kom ekki fyrr en eftir dúk og disk. Við náttúrulega orðnar allt of seinar og móðir mín réttilega ekki sátt (vægt tekið til orða :) ).
Núna er maður búinn að læra að láta sig hafa þetta eins og svo margt annað þó maður láti sig ekki hafa hvað sem er.
Var göbbuð í heitan pott af henni Önnu minni seint á þriðjudagskvöld í spjall í sundlaugunum í Kópavogi. Var búin að vera frekar þreytt og kannski strengjuð eftir blakmótið bæði mánud. og þriðjudag í vinnunni. Rosalega hressti þetta mann við. Mæli með svona kvöldpottheimsóknum, fyrir þá sem ekki búa svo vel að stökkva út í eigin garð í pott. Fékk innlit frá góðri vinkonu minni af gamla vinnustaðnum í dag henni Þóru. Gaman að heyra frá henni en jafnframt erfitt að heyra að mannekluvandræðin sem ganga yfir allt núna koma ekki vel við skólann. Bara skömm að því hvað fólki sem vinnur með börnum/fólki er boðið upp á meðan það þykir sjálfsagt að sumir fái ómældar upphæðir bara við að skrifa nafnið sitt á blað liggur við í einhverjum illa skilgreindum kaup(réttar)samningum.
Nýi borgarstjórinn hann Dagur er búinn að lofa öllu fögru, sjáum hvort hann fái einhverju breytt. Smá efi læðist nú samt í minn huga.

Farin að sækja Berglindi í Mosóinn.

Góða helgi framundan

Mín ætlar að verða róleg sýnist mér, sem er gott


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband