Ánægð með Dag borgarstjóra og Baltasar Kormák

Ég held að Dagur minn fái regluleg hugskeyti frá mér. Fyrir það fyrsta vill hann laga launin mín og nú er hann búinn að stela hugmyndinni minni. Ég var einmitt búin að sjá fyrir mér sundlaug í Fossvogsdalnum, þar sem það er engin sundlaug hér nálægt nýja heimilinu mínu. Svei mér þá, ef hann heldur svona áfram verð ég innan tíðar innmúruð og innvígð í Samfylkinguna.
Svo er Baltasar loks búinn að fatta að Grafarþögn er 1000 sinnum betri bók en Mýrin og ætlar að fara að kvikmynda hana. Rosalega hlakka ég til að sjá myndina sem verður gerð eftir einni af uppáhaldsbókunum mínum. Persónurnar náðu gjörsamlega inn að innstu hjartarótum og ef einhver er ekki búinn að lesa bókina, þá mæli ég 100% með henni.
Sem sagt margt að hlakka til.
Í gær skrapaði ég og skrapaði á baðherberginu, er að reyna að setja í fluggír. Svo fór ég niður í skóla að vinna. Búa til enskupróf, líma verkefni eftir nemendur á plaköt um uppáhaldshljómsveitina sína (á ensku) og fleira. Ætlaði aðeins að reyna að minnka óreiðubunkann á borðinu mínu. Þó ég hafi dvalið í skólanum u.þ.b. 4 klukkutíma minnkaði óreiðubunkinn samt of lítið fyrir minn smekk. Þaðan skelltum við Arnar Máni okkur í sund í Árbæjarlaugina en Svenni kærastinn hennar Rakelar Maríu keyrði hann til mín. Anna Lilja vinkona var með okkur í sundi.
Við skutumst í búðina að kaupa inn í mexíkóskan mat og buðum mömmu og Viðari Darra yngsta sæta frænda í mat en foreldrarnir eru á ermalausum bol í Madrid. Rosalega margir í útlöndum þessa helgina.
Við erum boðin til pabba og Gunnu í brunch núna á eftir. Reynum svo að kíkja á Lindu vinkonu sem kom hér við meðan ég var að vinna í gær.

Læt fylgja mynd af fallegu börnunum mínum. Gleðigjöfunum fjórum


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband