Helgarmas

Nú er ég að fara að verða Þróttari. Fór niður í íþróttahús til að láta gamla formanninn minn í Aftureldingu kvitta fyrir félagaskipti. Ekkert smá formlegt. Þar hitti ég Betuna mína úr Hólminum sem var að keppa í blaki og hún sagði. Já ert þú ekki orðin og svo hikstuðum við báðar. Ja, ekki er ég Grafarvogsbúi, Mosfellingur né Vesturbæingur. Hvað er ég eiginlega? Smáíbúðingur, ég bara spyr. Hvað heita þeir sem búa í Smáíbúðahverfinu. Linda mín og Eydís vinkona hennar kíktu í smá kaffi til mín og Eydís kom færandi hendi með fallega kertastjaka handa mér. Nýja íbúðin mín er að verða vel upplýst af fallegum hug. Yndislegt. Hana langar líka að finna sér íbúð hér nálægt mér, svo nú verð ég á útkikki fyrir tvær íbúðir af sitt hvorri stærðinni. en það er reyndar mjög lítið á sölu hér í kring. Linda kom með apabúning handa mér, er ekki halloween núna. Mig dauðlangaði á Halloween kvöld hjá enskukennarafélaginu í gærkvöld en við Anna Lilja vorum svo lengi að þvælast í bæjarstússi saman í gær að ég nennti ekki að fara aftur út. Svona bæjarferðir taka svo mikið á mig, finnst þær frekar leiðinlegar. Það sleppur betur þegar maður ferð með þjáningarsystur með sér og kíkir á kaffihús. Hins vegar kom Linda með apabúninginn af annarri ástæðu. Ég kom mér nefnilega í mikla klípu. Ég var orðin svo yfir mig hneyksluð á sjálfri mér hvað mér gekk illa að læra nöfnin á nemendum mínum í ensku, sem eru um 100 talsins. Ég fór í stórátak, þuldi nöfnin þeirra yfir fram og til baka og lofaði að ef ég yrði ekki búin að læra nöfnin þeirra á viku myndi ég mæta með bleikan hanakamb í skólann. Mér gekk þetta bara nokkuð vel. Nema, ég rugla stundum saman nöfnum á áþekkum nemendum milli bekkja. Það s.s. henti mig að ruglast í bekknum þar sem ég sagði þetta í einhverju bríaríi og var um leið krafin þess að mæta með bleika hanakambinn og það ætla ég sem sagt að gera. Veit ekki hvort ég toppa þetta með apabúning og bleikan hanakamb. Alla vega ætla nokkrir nemendur að mæta með myndavél. Ætli ég fái vinnu þarna áfram næsta vetur?

Ég ætla ekki að labba svona um skólann allan daginn en mæta svona í tímann hjá þeim, þess vegna er ég að reyna að sleppa vel með lítilli fyrirhöfn. Veit ekki alveg með bleikt hársprey og gel og eitthvað. En það kemur í ljós.

Var plötuð í bíó í kvöld af Þóru vinkonu minni og við skelltum okkur í Álfabakkann að sjá mynd með stórleikurunum Daniel Craig og Nicole Kidman, Invasion. Æ, hún var nú ekkert spes, einhverjar geimveirur og eltingarleikir.
Það kemur svona gúrkutímabil í bíóin fyrir jólin. Beðið með allar stórmyndir þar til jólin koma. Það var laugardagskvöld og ég hugsaði. Er nú runnið upp lokaskeið kvikmyndahúsanna. Það voru 10 hræður með okkur í sal 1 á nýrri mynd. Kom mér rosalega á óvart.

Á morgun er 11 ára afmælispartý fyrir Hrefnu Guðrúnu frænku mína í nýja húsinu hennar stóru systu. Alveg ææææðislega flott og vel hannað hús. Leitun að öðru eins verð ég að segja. Eins og hannað út úr mínu höfði.
Ekki þessi flati, nýi bárujárns, flísastíll. Þau fá alveg 10+ fyrir smekklegheit.

Að lokum: Hvað gerir hús að heimili?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Úlala, þakka falleg orð um húsið og smekklegheitin :)  Þakka líka fyrir komuna í afmælið, alltaf gaman að fá ykkur í heimsókn og þið megið sko alveg koma oftar ;)

Knús í krús,

Stóra sys

Bryndís (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 00:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband