Sigurvegari

Ætlaði alltaf að láta fylgja myndbandinu sem ég setti inn fyrir nokkrum dögum af Paul Potts að hann vann keppnina, Britain's got talent og litla sæta dúllan sem ég setti líka inn var með honum í úrslitum ásamt nokkrum fleirum.
Þegar hann birtist á skjánum hjá mér fyrst þegar ég sá þetta hugsaði ég strax. Æ æ á nú að fara að gera grín að þessum og hlæja að því hvað hann er bjánalegur. Nei nei, þá hefur ljóti andarunginn sig bara si svona til flugs og fer á háaloft og breytist í svan. Talandi um að vera háfleyg, en ég á stundum vanda til þess sjálf. Þetta er eiginlega svolítið karlkyns öskubuskuævintýri finnst mér. Vonandi gengur honum vel á söngferlinum. Sýnir svo glögglega hvað útlitið getur blekkt og hvað maður setur það á háan stall því miður.

Annars er ég eitthvað frekar slöpp og sloj í dag, er að fara yfir 50 enskupróf hér heima hjá mér. Svo eru önnur 50 á morgun svo það verður nóg að gera um helgina að fara yfir. Vona að ég hressist fyrir helgina, það eru afmæli á dagskránni og svo þarf ég að versla inn innflutningsgjöf líka og þakkargjöf fyrir yndislegu ömmuna og afann í Fossvoginum sem björguðu mér algjörlega þegar það leit út fyrir að ég hefði ekki pössun í tvo mánuði. Sem sagt nóg framundan og klipping á morgun þar að auki.

Ætla áfram í sófann að druslast og safna orku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að kíkja á síðuna þína Gyða mín Þarf að fara að kíkja á þig og deila með þér nýjustu fréttum af íbúðamálum knús og kremjur

Briet (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 08:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband