Varúð, leiðinlegt

Smá launaþras. Það urðu miklar umræður í dag á kennarastofunni í dag um okkar blessuðu launakjör. Samþykktir voru kjarasamningar undir pressu frá gerðardómi. Við erum á launaskrá sveitarfélaga til nokkurra ára og hvað hefur gerst. Við höfum dregist langt aftur úr þeim sem þiggja laun frá ríkinu. Það sem mér og fleirum þykir verst er að umræðunni er of oft snúið á þann veg að við séum ekki að sinna vinnunni okkar af því við erum ekki bundin í vinnunni til 4 alla daga. Okkur er sýnt vantraust og það á að skella á okkur stimpilklukku svo við séum ekki að ,,svindla" og þá á að hækka okkur í staðinn um eitthvað lítilræði. Ég verð nú bara að viðurkenna það að einn af bestu kostunum sem ég hef séð við þetta starf hefur að mörgu leiti verið sveigjanleikinn sérstaklega þegar maður hefur verið með lítil börn. Einu sinni fékk ég dagmömmu sem vann ekki nema ákveðið lengi yfir daginn. Þá var gott að geta tekið vinnuna með sér heim og unnið hana á kvöldin þegar börnin voru sofnuð, oft fór maður líka um helgar til að vinna upp. Þetta geri ég stundum núna, ég er stundum þreytt eftir vikuna og fer heim eftir kennslu upp úr tvö á föstudögum (eini dagurinn sem er möguleiki á því vegna bundins tíma og anna í starfinu). Síðan skólinn byrjaði hef ég líka eytt þremur laugardögum í vinnunni í ca. 4-5 tíma. Þá er ég aðeins búin að anda eftir törnina og er miklu ferskari. Minni truflun en þegar vinnustaðurinn er fullur af fólki og maður fer í algjöra akkorðsvinnu.
Þessir kennarar eru alltaf farnir heim klukkan tvö er frasi sem heyrist því miður reglulega og stutt síðan ég heyrði hann útundan mér í litlum hóp. Oft á það kannski líka við kennara sem eru í hlutastarfi en þeir eru nokkuð margir. Það vill gleymast. Ég leyfi mér að halda því fram að langstærstur hluti kennara séu að vinna vinnuna sína mjög vel.
Ég er orðin pínu þreytt á að vera að réttlæta sjálfa mig og vinnuna mína, en samt er ég að því. I wonder why???

Á morgun fáum við í bekknum góða heimsókn. Guðrún Helgadóttir og Kristín Steinsdóttir mæta báðar og lesa fyrir okkur.

Það bara rokgengur á baðinu þessa dagana. Hálfgerður rykstormur. Nú er komið að því að rífa niður vaskaskápinn og klósettið. Hvað gera bændur þá, það á nú eftir að finna út úr því. Familían getur nú kannski reddað mér útikamri þar sem hún er innundir hjá Gámaþjónustunni. Ég lýsi eftir svoleiðis tilboði.

Eftir öll leiðindin og launaþrasið ætla ég að bæta ykkur upp með alveg rosalega fallegu ljóði sem dóttir mín valdi í ljóðabók eftir Tómas Guðmundsson og skrifaði upp fyrir skólann. Ég veit það er off season, en veitir okkur nokkuð af yl í kroppinn fyrir veturinn framundan.

Árla reis sólin og sumarið kom um leið.
Löndin skiptu litum og loftin urðu heið.
Og allra hugir lyftust í leitandi þrá.
og allir hlutu eitthvað sem yndi var að fá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband