Englar

Við Marta noregsprinsessa erum bara alveg sammála. Það eru til englar í mannsmynd. Ég fékk símtal frá einum slíkum sl. föstudag. Þeir eru á meðal okkar. Það símtal yljaði mér um hjartarætur.
Ég sjálf hef hins vegar verið svona við það að tapa vitinu í vetrarfríinu mínu. Ég er búin að setja svo margt á hold út af þessu blessaða baðherbergi að ég var ákveðin í að klára að skrapa um helgina. Þessi blessaða gifshúð er farin að fara svo í taugarnar á mér að ég er búin að vera hálf manísk sem hefur bitnað óþyrmilega á hægri öxlinni og bakinu. Ég er meira að segja nýbúin í 2 nálastungutímum en samt í klessu. Fer aftur á þriðjudaginn.
En það er smá ljós í myrkrinu. Það er bara 20x30 cm bútur eftir. Og helgin ekki búin. Ég byrjaði í skrapa í morgun en öxlin sagði stopp. Eins gott að kíkja ekki í óvænta heimsókn í dag. Þú/þið verðið dregin í að hjálpa mér að klára. ÉG SKAL. Þá er hægt að fara að keyra framkvæmdir áfram. Það eru alla vega tvö stelputeiti komin á dagskrána núna í nóvember hvort sem baðherbergið verður búið eða ekki. Hlakka mikið til.
Við Þróttarakonur tökum þátt í 2. deildinni í blaki í vetur. Fyrsti leikurinn er í dag við ÍK en við nýjurnar 3 í liðinu erum ekki orðnar löglegar þar sem félagaskipti fóru ekki fram í tæka tíð svo við verðum í stuðningsmannaliðinu í dag. Það er eins gott að þær hinar standi sig. Kannski eins gott fyrir mig þar sem bakið er hálf ónýtt þessa dagana.
Það háir mér nefnilega stundum í blakinu :( Vonandi verður upprisa núna þegar sér fyrir endann á þessari óheilbrigðu skröpun alla daga.

Ef einhver veit um góð tilboð á hreinlætistækjum, flott á góðu verði, endilega láta mig vita.

Vonandi nýtist þessi fallegi dagur ykkur vel til góðra verka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Íris Fríða

Sjáðu hvað ég var að fá fínt.

http://stormadis.blog.is/users/98/stormadis/img/picture_011.jpg

Er alveg ástfangin!!!! 

Íris Fríða , 4.11.2007 kl. 20:34

2 identicon

Hvar fékkstu þennan sæta mín og ætlar þú að vera húsfreyja á Grettisgötunni næsta mánuðinn?

knús

Gyða

Gyða Björk (IP-tala skráð) 4.11.2007 kl. 22:57

3 Smámynd: Íris Fríða

Þennan fékk ég á Strönd. Hann er undan Hjámlari frá Vatnsleysu og eldgamalli meri frá Kirkjubæ. Hann er vetur gamall og yndislegur.

En jú ég er að fara að hitta þau á morgun. Hlakka frekar mikið til! 

Íris Fríða , 5.11.2007 kl. 19:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband