Að búa úti á landi

Smá pistill til að gera grein fyrir KOSTUNUM sem fylgja því að búa úti á landi. Þar sem sumir eru haldnir þeirri bábilju að halda að það sé innantómt leiðindalíf.
Árið 1993 bauðst mér s.s. kennarastaða á Þingeyri. Ég ætlaði að búa þar í eitt ár en var í þrjú. Þar komst maður í nána snertingu við alveg svakalega stórbrotna náttúrufegurð. Ég held því fram að sólarlagið hér á þessu landi gerist hvergi fallegra en í Dýrafirði og læt fylgja þessa mynd því til sönnunar. Vona að hún opnist.

http://www.123.is/images/GenerateImageWatermark.aspx?fn=thingeyri&aid=-1368986752&i=005

Hér kemur upptalning fyrir þá sem halda að maður hafi ekkert að gera nema láta sér leiðast.
Ég var í kór. Ég fór að læra aftur á píanó. Ég fór á sundnámskeið (að læra skriðsund). Ég var með Skugga hestinn minn og stundaði útreiðar. Ég var í tveimur saumaklúbbum. Ég hóaði saman 4 hjónum til að spila blak með úti á Núpi 2var í viku. Ég var í skemmtilegum kennarahóp sem gerði margt skemmtilegt saman. Við fórum líka oft í skólaheimsóknir á hina staðina í kring og haustþingið á Ísafirði var alltaf skemmtilegt. Ég prjónaði lopapeysur, venjulegar peysur og meira að segja kjól á 5 ára dóttur mína. Þegar maður fékk gesti að sunnan var stoppað lengi og gist. Maður átti frábæra tíma með vinum sínum og keyrði þar um allt að sýna þeim, þannig að maður lærði á landið sitt í leiðinni og hvernig aðstæður fólk býr við, en göngin voru ekki komin, þannig að maður fór margar ferðir yfir hrikalegar heiðar. Maður kynntist fólki mun betur á eyrinni en maður gerir í hverfinu sínu í Reykjavík því það taka allir þátt í öllu saman ef eitthvað er um að vera í þorpinu. Það sem togaði mann aftur í bæinn var samt fjarlægðin frá vinum og fjölskyldu í Reykjavíkinni ef eitthvað var um að vera yfir vetrartímann. En alltaf býr maður að þessum tíma og við Íris fáum hálfgert nostalgíukast þegar við tölum um tímann sem hún bjó hjá okkur og lék sér uppi í fjalli með prikin sín sem hún var búin að skíra hestanöfnum. Í raðhúsinu þar sem við bjuggum voru ung pör öll með 1 stelpu hver á svipuðum aldri og þær náðu vel saman. Einu sinni voru þrjár þeirra komnar hálfa leið í sund. Þær höfðu 4-5 ára gamlar bara ákveðið að skella sér í sund, búnar að pakka oní tösku því helsta og lagðar af stað upp á eigin spýtur. Svona einfalt var það. Þar sem ég er ættuð að vestan og það stefnir í ættarmót, mikið vona ég að það verði stefnt vestur í þetta sinn. Ekki það að ég fer líka vestur á blakmót í apríl, það verður æði.

Tilefni þessara skrifa er reyndar að vinkona mín og sú sem hélt mér við efnið í prjónaskapnum er að koma í heimsókn til mín um helgina og ætlar að vera hjá mér á föstudagskvöld.

Á morgun ætla ég að kíkja í kaffi til Ástu Sólar frænku minnar, hún er á leið í Brasilíuferð og Íris Fríða mín ætlar að passa húsið hennar um mánaðartíma á meðan og Talíu sæta Beagle hundinn hennar.

Brietin mín var hér hjá mér í heimsókn í gær þegar hún fékk miklar gleðifréttir eftir langa og stranga íbúðaleit. Hjartanlega til hamingju og vonandi gengur allt vel. Svo sæt íbúð í Hlíðunum.

Ég bara verð eiginlega að monta mig pínu af sjálfri mér. Ég skrapaði og skrapaði og skrapaði meira, allt þar til gifshúðin var á bak og burt um helgina. Þá er því lokið loksins. Ég keypti steina og múrhúð í dag til að fylla upp í gatið eftir skápinn og fara að múra og gera fínt.

Þeir feðgar Arnar Máni og Björgvin voru á spjallinu í gær og Björgvin spurði Arnar Mána. Hvað er 1 + 1? Hvað eru ein karamella + ein karamella. Ef þú setur eina karamellu í vasann og svo aðra karamellu, hvað áttu þá margar karamellur??
Snáðinn var ekki alveg að skilja þetta svo pabbinn breytti dæminu í bíla. Ef þú átt einn Leiftur mcQueen bíl o.s.frv.
Eftir smá umhugsun svaraði hann. Karamellubílar. S.s. hvað er karamella + bíll. Að sjálfsögðu karamellubíll :)

Að lokum, ef þú átt eftir að heimsækja náttúrufegurðina fyrir vestan þá er bara að fara að drífa sig


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband