Girls night in

Það verður svaka sleepover stemming í Háagerði 57 annað kvöld. Elsku vinkona mín hún Ninna kemur í heimsókn. Hef ekki séð hana síðan í skíðaferð vestur á firði um þarsíðustu páska svo það verða fagnaðarfundir. Svo ætlar Helga vinkona hennar Berglindar líka að gista hjá okkur annað kvöld. Stuð og huggulegheit. Hlakka mikið til.
Ég ætla að búa til alveg æðislegt kjúklingasalat handa okkur sem ég lærði hjá henni Maríu samstarfskonu minni úr Öskjuhlíðarskóla en þar er mesti meistarakokkur og bakari á ferð sem ég hef hitt og hefur báða hæfileikana á háu stigi, oft hefur fólk annað hvort.
Kjúklingur í strimlum (látinn liggja í sérstökum legi í 2-3 tíma)
Kálblanda
Gúrka
Rauðlaukur
Sveppir
Maís
Fetaostur
Rauð paprika
Ristaðar furuhnetur

Doritos flögur muldar yfir í lokin

Og svo æðisleg dressing úr sojasósu, hlynsýrópi og fl.

Best að gefa ekki allt upp svo ég verði ekki kærð fyrir brot á höfundarrétti. Vona að María mín fyrirgefi mér þetta.

Svo af því ég var að hrósa Degi nýja borgarstjóranum um daginn fyrir að ætla að gera sundlaug handa mér hérna í Fossvoginum. Þá er best að hrósa honum líka fyrir að ætla að drífa þessa blessuðu Sundabraut áfram. Það sem búið er að draga lappirnar í því. Til að gera enn styttra í norður- og vesturferðum.

Rakel María + Svenni hennar eru á 80's balli í kvöld. Þau voru ægilega flott. Hann í glansgalla og hún rosa flott með glimmer augnskugga, risaperlufesti og túberað hár.

Hvenær verður svona 80's ball fyrir okkur sem upplifðum þessa tíma ;)
Því miður er fjólublái glansgallinn minn, gulu jakkafötin og appelsínugula og vínrauða silkiskyrtan löngu farin til Afríku. Það sem ég sé eftir því núna. Aldrei datt manni í hug að þetta kæmi upp á yfirborðið á ný og ég er mjög lítið gefin fyrir óþarfa dót í geymslum eða skápum. Því miður, alla vega með ofangreinda hluti.

Það er svo mikið um fertugsafmæli núna. Ég sting upp á þessu þema, Michael Jackson, Duran Duran, Wham og allur pakkinn. Maður þyrfti þá bara að redda sér einhverju í Spútnik.

En ekki tími fyrir meira blaður því ég vil hafa húsið mitt fínt þegar langþráði gesturinn mætir á svæðið.

Ætla ekki að feta í fótspor nöfnu minnar úr síðasta Allt í drasli þætti ef ég kemst mögulega hjá því.

Tiltekt núna


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband