Blessuð jólin

stressuð ........ Ég, nei.  Nú eru kökurnar orðnar hreinar, búin að skrifa tréið, falda kortin, steikja marsipankonfektið, setja pakkana í ofninn, börnin liggja undir trénu og húsið komið í háttinn.  Nú mega jólin bara koma.  Ég er tilbúin með allt.  Gleðileg jól.

Fékk svona skondið sms skeyti í gærdag, aðfangadag frá vinkonu minni Halo

Við fengum skemmtilega heimsókn á Þorláksmessu.  Ketkrókur sjálfur mætti í Háagerðið á ljósaskreyttum jeppa.  Hér voru þrjú gapandi börn, Arnar Máni, Berglind Eva og Helga vinkona hennar.  Auk þess unglingurinn hún Rakel og var Ketkrókur með gjafir handa öllum.  Set hér myndir af þessari merkisheimsókn.

  desember 2007 004 035 desember 2007 004 032 desember 2007 004 034

Aðfangadagur í gær var hefðbundinn að venju og ekki tekið í mál að breyta hið minnsta út af með mat eða aðrar hefðir.  Möndlugrautur í hádeginu og dýrindis hamborgarhryggur með gómsætu meðlæti í gærkvöld.  Hér flæddu eins og sjálfsagt víðast annars staðar góðar gjafir gefnar af kostgæfni og hlýleik fyrir hvern og einn.

Megi ljós friðarins lýsa hjá ykkur, gleðilega hátíð 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband