Leikhúsferð

Já, við gáfum okkur tíma í annríkinu til að skella okkur í leikhús og njóta aðventunnar í litlu jólaskreyttu leikhúsi á Laufásveginum.  Þar hittum við Láp og Skráp syni Grýlu og hana Sunnu sem hjálpar þessum hrekkjóttu tröllum á vegferð sinni að finna jólaskapið.  Langaði til að mæla með þessari sýningu, hún er þrælskemmtileg, kostar bara 1.500 (1.200 ef fara 10 eða fleiri) og hægt að fá disk með leikritinu á 1.500 líka.  Gestir fá malt/appelsín, piparkökur og mandarínur og fá að hitta leikarana á eftir og fá eiginhandaráritun/myndir.  Notaleg stemming.  Hvatinn að okkar ferð var að við könnumst vel við annan Grýlusoninn og systur hans eina, þó ekki Leiðindaskjóðu Happy  Við vorum sko ekki svikin. Það er hægt að skoða heimasíðu www.kradak.is og það eru sýningar milli jóla- og nýárs.  (Ath. það er fyrirferð í þeim svo mjög lítil börn geta orðið hrædd :)

 Smelltu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að þið skemmtuð ykkur vel, ég ætla að skella mér milli jóla og nýárs ;) kær jólakveðja frá systir Skráps (stundum Leiðindaskjóða :P hehe)

Briet (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 00:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband