Dýrðardagar

Er rosalega sátt við val þessarar glæsilegu íþróttakonu sem Margrét Lára Viðarsdóttir er sem íþróttamann ársins

og er mikill missir að stöllu hennar Ásthildi Helgadóttur henni við hlið í íslenska landsliðinu.  Grin

Ég hef verið dugleg að fara á landsleiki með kvennalandsliðinu undanfarin ár og hef oft fengið margfalt virði aðgangseyrisins í áhorfi á snilldartakta þess.

 Er þó engin fótboltaspíra sjálf, bara blakari en finnst gaman að horfa á hinar boltaíþróttirnar.

Á dagskránni núna á gamlársdag er að fara á árlegt Áramót, sem haldið er fyrir blakáhugamenn hvaðanæva að.  Það mætir hver sem einstaklingur og er dregið í lið milli hrina.  Mikið fjör og mikið gaman, er búin að vera með frá upphafi hver áramót í nær 10 ár.

Ég sat á glæsilegum rauðum barstólum í gær, þó ekki á knæpu eða öldurhúsi sem ég er mjög löt að sækja heim.  Heldur gegnt hafnfirskri (er líklega orðin það) vinkonu minni sem táningurinn minn sagði að væri krútt að lokinni heimsókn.  Er henni svo sammála.  

Í dag munum við sækja heim vini okkar í Seljahverfinu ásamt fleira spilasjúku fólki og einhverjum spilafælnum, en það er allt í lagi.  Ætlum að eiga góða stund saman.

Svo er í kvöld heljarinnar innflutningsteiti hjá stóru sys, sem lánaði mér dudduna sína hér í den, sbr. færslu hér fyrir neðan.  Þar kemur saman einvala lið vina og vandamanna að samfagna henni og Agli með nýja fallega húsið í Kópavoginum og með hið einstaka útsýni sem er milljón dollara virði Shocking

Margir eiga eftir að reka upp stór augu.  Þar munum við einnig vera gamlárskvöld.

Á morgun kemur svo kannski í heimsókn samnemandi minn úr 6. bekk í Menntaskólanum í Reykjavík sem þá var reyndar bara ómálga fóstur í móðurkviði.  Alla vega kemur mamma hans, en ég vonast til að fá aðeins að sjá þennan myndarlega unga mann sem gerði það að verkum að allt vorið 1987 tók ég tvöfaldar glósur, fyrir mig og mömmu hans sem var svo snjöll að ná að klára skólann.  En hann býr í Danmörku, pilturinn.   Já við sjáum til.

Á gamlársdag ætlar fósturmóðir Sóma míns og blakspíran hún Susanne að koma í brunch eftir áramótið sem við ætlum báðar að sprikla á.  Tökum örugglega góðan göngutúr saman ef ég þekki okkur rétt.  Eftir það er okkur boðið í kaffiboð í Álfatúninu í Kópavoginum hjá Önnu og Andra (Eins gott að okkur er boðið í mat um kvöldið). 

Á nýársdag ætla ég að bjóða Önnu vinkonu og Kára með mér að kíkja á hestana í Mosó, pant fá að koma þá Íris sæta og draga hana með mér í göngutúr í Mosóbæ og í kaffi.

Vel nýttir yndislegir hátíðisdagar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband