Hið eftirminnilega ár 2007

Þetta árið var nú eiginlega eitt það rótlausasta sem undirrituð hefur upplifað á sinni fertugu ævi.

Skipti um heimili og var heimilislaus í tvo mánuði.  Á ferðalagi með börn og buru í ferðatöskum milli heimila vinafólks sem það var svo góðhjartað að lána okkur.

Á baðherbergi sem er eilífðarverkefni að gera upp að því er virðist

Skipti um vinnu

Skipti um bíl

Skipti um blakfélag eftir nærri 10 ára vist hjá Aftureldingu og gekk í Þrótt. 

Fór inn á nýjan áratug í aldri 

Elsta barnið kláraði grunnskólann og gerðist menntskælingur eins og stóra systir reyndar sem ég á stóran hlut í

Það eina sem eftir stendur eftir árið er að ég skipti ekki um börn, enda ekki gott við það að eigaGrin 

Þykir enda undurvænt um krílin mín stór og smá og þykir mínir fuglar ægifagrir og engin önnur kríli sem standast þeim snúning í mínum huga, ó nei. 

Fór í frábært ferðalag til Danaveldis með þessum frábæru krílum, krílum systkina minna, systkinum mínum og mömmu.

Fór í nostalgíuferð í Munaðarnes, mikið rosalega er það yndislegur staður, alveg eins og í rósrauðri minningunni.

Fór og lagðist hjá álfum rétt hjá Klaustri og átti dýrðardaga hjá Evunni minni og co. í Efri-Vík.  Fór þangað hölt og kom heil heim, þökk sé álfunum.  Þar er yndisfagurt nýtt hótel, golfvöllur, veiðivatn og alls kyns önnur afþreying.  

Missi líklega góða vini mína á nýja árinu sem við lestur þessa pistils halda að ég sé endanlega orðin klikk.

Áramótaheit nýja ársins að hafa status quo í lífinu, þ.e ekki of miklar breytingar takk.  Vonast til að eiga gott, hamingjuríkt líf með börnunum mínum, sem eru mér allt, fjölskyldu og góðum vinum.

Óska ykkur þess hins sama, Gleðilegt nýtt ár með þökkum fyrir gamlar stundir (seinni partinn taki þeir til sín sem eiga)   Wizard

Farin að sökkva mér niður í Mosfellsbæjarkrimmann, Skipið eftir Stefán Mána, með ljóta krimmanum Óðni.  Þrælspennandi bók í kunnuglegu umhverfi, meira að segja nafngiftirnar í bókinni hringja nokkrum bjöllum, frekar skondið. 

Að lokum, kíkið á þetta: http://www.youtube.com/watch?v=dcLMH8pwusw

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl frænka og gleðilegt ár. Vonandi gengur þér vel að vinna úr öllum breytingunum sem orðið hafa hjá þér - þær eru hreint ekki litlar. Dettur ekki í hug að halda eftir lesturinn að þú sért "klikk" - ef einhver gerir svo lítið úr sér að hætta að vera vinur þinn af þeirri ástæðu held ég þú megir bara vera fegin að vera laus við hann!!!

Bestu kveðjur, Nína

Nína (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 11:38

2 Smámynd: Gyða Björk Jónsdóttir

Jebbs, var nú bara að grínast með það, út af álfafrásögninni 
en það var alla vega eitthvað sem læknaði margra daga helti hjá álfakirkjunni hjá henni vinkonu minni fyrir austan.  Hún rekur heilsuhótel þar og greinilega er lækningamáttur í móunum hjá henni

Gyða Björk Jónsdóttir, 2.1.2008 kl. 15:49

3 Smámynd: Anna Viðarsdóttir

Gleðilegt ár Gyða mín. Ekki gleyma að álfar dansa á þrettándanum. Þú mátt ekki klikka á því að fara taka dans með þeim

Kveðja,

Anna mótorhjólafrænka Arnars Mána

Anna Viðarsdóttir, 2.1.2008 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband