Álfagleði á morgun.

 

Ég ætla að fara á morgun og bregða mér upp í Mosfellsbæ að kveðja jólin með álfunum og öðru venjulegu fólki.  Aldrei að vita nema maður rekist á þennan.  Það væri gaman.  Það er svo fín brenna þar og flugeldasýning sem er orðin hefð hjá manni að fara á eftir að hafa búið í bænum í 10 ár. Það linar aðeins söknuðinn eftir Þingeyrarflugeldasýningunni á þrettándanum þar sem fjöllin taka undir sprengjulætin sem býr til alveg magnaða stemningu.  Þar banka öll þorpsbörnin upp á á þrettándanum uppáklædd í grímubúninga, eins og hér í bænum á öskudag.  Nema þar er farið á heimilin svo maður var búinn að pakka í sælgætispoka og tók á móti uppábúnum börnum allan daginn.  Svo gaman.  Þetta er hægt í svona fámenni.  Mínar stóru stelpur fóru eitt sinn svo sætar sem Ronja ræningjadóttir (Íris) og Birkir Borkason (Rakel).  Smellpössuðu í hlutverkin, útkrassaðar og reyttar.  

Ég er byrjuð að pakka saman jólunum og eiginlega snúa öllu á hvolf hjá mér í leiðinni. Eyddi deginum í dag við að bera til skápa big time og breyta hjá mér, með aðstoð góðra manna. Byrja nýtt ár á nýrri uppröðun. Kemur flott út, ég er mjög ánægð með afraksturinn. Sjón er sögu ríkari.  Eftir atganginn bíður mín heljar tiltekt af skápadóti svo ég kveð að sinni.

Góða skemmtun á morgun og gangi ykkur vel að standa við áramótaheitin á nýju ári, með ofurárás á jólaskvap, einhverjir býst ég við, ja eða bara hvað sem er í átt að sjálfsþroska og gleðiríku lífi.  Allt þetta er á stefnuskránni hjá mér og ég er búin að útbúa hernaðaráætlanir í átt að settu marki.  Kommander Gyða on the go Police einn tveir einn tveir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl  Gyða mín og gleðilegt nýtt ár og þakka allt gamalt og gott !

Jæja nú fer að styttast í að við komum suður. Það er þó ekki ákveðið hvenær en alla vegann reynum við að koma suður í mars en þá verður Aron Elís fermdur.

Hafið það sem allra best. Kveðja að norðan.

Inga.

inga (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 15:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband