Góð heilsa gulli betri

Það var nú ekki hluti af hernaðaráætlunum mínum að senda alla litlu rauðu hermennina mína í hörkubardaga við flensuveirur, en á vígvellinum hefur verið háð blóðug styrjöld síðastliðna tvo daga, sem mér sýnist að duglega rauða herdeildin mín sé á góðri leið með að vinna.  Líðanin búin að vera all svakaleg, með hita, beinverki, bakverk, hausverk, ógleði og bara hreint afleit.  Ég er aðeins að rakna úr rotinu. 

Annars er það nú helst títt að fallegasta og unglegasta amman sem ég þekki á fertugsaldri (til að styggja ekki aðrar ömmur :) á stórafmæli á morgun, mælt í heilum fjórum tugum og heldur kaffiboð.  Mun ég mæta þar og skála í kaffi fyrir henni og Ninnu vinkonu líka en þær eiga afmæli sama dag.  Þ.e. ef heilsan verður komin í lag - sem hún er ekki .  Annars mæti ég í afganga á föstudag.  Þarf víst að láta mér það nægja :(.

Rakel María dóttir mín tók þá ákvörðun eftir hálft ár í M.S. að skipta um skóla og prófa að fara í áfangakerfi.  Fyrir valinu varð F.Á. og ég vona bara að skólaganga hennar þar verði farsæl.  Henni gekk samt vel í M.S. fyrir utan stærðfræði.  Gleymdist víst að planta áhugageninu í hana eins og fleiri í þessari fjölskyldu.  Það skemmtilega er hins vegar að amma hennar er að fara að taka fög í skólanum í læknaritaranum þannig að þær verða skólasystur, dóttir mín og móðir.  Rekast að vísu bara á í 1 hálftíma í viku því mamma tekur fögin eftir 3 á daginn.  En skemmtilegt samt. 

Held ég sé orðin hálf rugluð af þessu baðherbergisveseni.  Þegar ég lá í baðinu síðast var ég farin að semja heljar ljóðabálk um baðframkvæmdirnar mínar.  Man hann nú ekki lengur en djísus hvað maður er farinn að fá þetta á heilann.  Hvað er það, að gera við bað var ein línan Sick

Greinilega komin með grænar á ástandinu.  Búið að planleggja flísalögn í næstu viku þannig að vonandi kemur betri tíð með blóm í haga og ég get farið að yrkja um öllu heilbrigðari og áhugaverðari tilefni næst þegar skáldagyðjan bankar upp á.   

Ætlaði að setja hér inn sæta mynd af Berglindi minni og honum Glæsi, hestinum sem hún Íris fékk frá okkur í fermingargjöf síðan við heimsóttum Írisi í hesthúsið um daginn.  Hún birtist hins vegar bara hér til hliðar.  Þau eru eitthvað svo sæt bæði.   

Adíós,

Rauða herdeildin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Íris Fríða

Falleg eru þau  bæði .

Íris Fríða , 9.1.2008 kl. 20:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband