Við erum öll fædd undir sömu sólinni

Hvernig getur fólk sem gengur um bæinn og níðist á fólki bara af því það er af erlendum uppruna og jafnvel beitir það grófu ofbeldi réttlætt fyrir sjálfu sér að það sé eitthvað betra sjálft, það bara skil ég ekki.  Mér finnst þessi undiralda sem maður finnur í þjóðfélaginu sorgleg og vona að henni skoli jafn skjótt á haf út.  Þumlar upp fyrir Bubba og fleiri þyrftu að láta í sér heyra.

 
 Sonurinn er búinn að vera með háan hita í vikunni svo við erum bara búin að vera að kúra saman.  Í dag er hann skárri og það var upplífgandi að fá Önnu og Kára í heimsókn en þau kíktu til okkar því við komumst ekkert út og endaði með að þau borðuðu hjá okkur.
Enn bólar ekkert á litla frændsystkininu og ég er orðin svo spennt að þetta er orðið límt í undirmeðvitundina og mig er búið að dreyma tvisvar furðulega drauma í vikunni um þetta allt saman.  Í fyrri draumnum fékk ég tölvupóst um að hún mágkona mín væri komin af stað.  Í seinni draumnum sátum við saman stórfjölskyldan og vorum að ræða daginn og veginn þegar einhver spyr bróður minn hvort þetta sé nú ekki alveg æðislegt og hann kvaðst vera alveg í skýjunum.  Það datt af mér andlitið og ég leit á bróður minn eins og stórt spurningamerki og sagði:  Er barnið komið og enginn sagði mér neitt.  Restinni af draumförunum eyddi ég svo í að vera rosa sár yfir þessu Sleeping
Ég er s.s. komin í vetrarfrí þó ekki sé það langt er það mjög kærkomið eftir álagið í janúarmánuði.  Mér fannst nú varla taka því að fara í þetta vetrarfrí þegar svo stutt væri liðið frá jólum og stutt til páska en maður er nú eiginlega dauðfeginn.  Býst við að kíkja á morgun í vinnuna að vinna í haginn og það er líka fínt að hafa tíma til þess.
Peace, love and understanding

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband