Lofthræðsla

er eitthvað sem hefur hrjáð mig um langa hríð.  Held að einhver jafnvægisskynpunktur sé brenglaður í hausnum á mér.  Þessi tilfinning er eitthvað sem sumir geta alls ekki skilið.  Ég man t.d. þegar ég hékk utan í klettabeltinu í Esjunni á niðurleið og hélt að mín síðasta stund væri upp runnin (í alvörunni) hvað einn ferðafélagi minn var pirraður á mér og fannst þetta óþarfa athyglissýki og væl.  Svo man ég af því ég vil alltaf ögra mér og bjóða þessaðri bannsettri lofthræðslu byrginn þegar ég hugðist ganga upp á hæsta fjall  Vestfjarða í hópi þriggja karla og eins 8 ára pjakks.  Skemmst er frá því að segja að sá stutti fór alla leið, meðan ég skreið á fjórum fótum, titrandi og sífrandi alein til baka þá leið sem ég þó hafði getað haft mig í að fara skíthrædd.  Eitt er þó frekar undarlegt og það er það að ég get farið í hvaða tryllitæki sem er í tívolíum, fallturna, parísarhjól, fór í Freak out í Danmörku í fyrra fyrir þá sem þekkja það.  Ein sem var svo óheppin að fara með mér í þá ferð kom úr henni útæld.  Hvað ætli valdi þessu????  Spyr sá sem ekki veit.  Kveikjan að þessari upprifjun var þetta myndband sem ég rakst á á netinu. http://www.kvikmynd.is/video.asp?land=&offset=54&ba=leita&leit=laus&id=2493 Finnst með ólíkindum hvað sessunautur hennar getur endalaust hlegið í einhverju móðursýkiskasti meðan aumingja barnið engist um við hlið hennar.  Á ekki orð.

Ég lenti í svona lífsreynslu fyrir þremur árum á Spáni.  Var með Berglindi Evu í rússibana þar sem ég spennti mig fyrst og átti svo að spenna hana fyrir framan mig, nema sylgjan passaði ekki í og ekki séns að festa hana, bévítans tækið rauk af stað og ég mátti halda í hana dauðahaldi alla ferðina.  Þetta var hrææææææææðileg upplifun.

Ég er annars búin að pakka yngri kynslóðinni og sjálfri mér í töskur hnýta alla lausa enda varðandi pössun þar sem ég legg land undir fót á morgun og flýg vestur á Ísafjörð. Vonandi gerum við blaksystur í Þrótti góða ferð og náum ágætis árangri í 1. deildinni til að réttlæta það að setja börnin á annarra hendur í fjóra daga. Framundan er s.s. húsmæðraorlof í skemmtilegum félagsskap með smá sprikli inn á milli, hlakka svo mikið til. Öllum liðum var úthlutað landi sem er þema liðsins. Við verðum pólverjar. Spurning hvernig við spilum úr því. Ég alla vega lærði tvær setningar hjá pólskum nemendum mínum í morgun. Góðan dag og takk fyrir leikinn. Skrifaði það náttúrulega niður eftir framburði. Eigið góðan dag (Tjen dobry)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Íris Fríða

Hér er allt með kyrrum kjörum, yngstu meðlimirnir fóru í skóla og leikskóla. Mér tókst að týnast á  leiðinni á leikskólann sem er hinum megin við götuna, hvernig  veit ég ekki. En Arnar tilkynnti mér það pirraður að þetta væri ekki leikskólinn hans heldur hafði ég labbað of langt og hann var þarna lengst uppi. ... Sauður mememem

Íris Fríða , 2.5.2008 kl. 12:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband