Gleðilegt sumar

Mikið er nú gott að sólin, fríið og ferðalögin eru framundan. Vináttan er merkilegt fyrirbæri, vinir koma og fara, sumum tengist maður snemma á lífsleiðinni, öðrum seint. Þeir seigustu standa með þér í gegnum þykkt og þunnt í lífsins ólgusjó. Í önnum nútímans hittir maður suma ekki eins oft og maður vildi. Þetta er það mikilvægasta af öllu í lífinu að eiga góða vini og fjölskyldu. Ein af þeim konum sem ég tengdist seint á lífsleiðinni og ég tel meðal minna allra bestu vina átti afmæli í gær sumardaginn fyrsta, enda ber hún með sér birtu eins og sumarkoman. Fer í hóf til hennar í kvöld og verð hófsöm að vanda Heart

Vona að ég eigi smá orkuforða eftir í löppunum eftir að hafa dansað samfleytt í rúma fjóra tíma í afmælinu á miðvikudag í  Gullhömrum, sem fær aftur fimm stjörnur fyrir matinn (smáréttina) (slurp slurp).  Lá með lappirnar upp í loft í gær með bólgna löpp eftir dansinn, sem tók sig upp eftir leiðinda dettigang fyrir rúmri viku.  Verð að fara varlega í dansinn í kvöld Cool  Enda langþráð blakmót framundan.

Þó ég sé oftast feministísk í hugsun eða öllu heldur ákaflega jafnréttissinnuð, ekki annað öðru framar.  Þá ætla ég að leyfa mér að vera ekki á móti fegurðarsamkeppnum, það er enginn neyddur til að taka þátt í þeim.  Vona að Mosfellsbæingurinn hún Jana Katrín (hinn helmingurinn af Írisi) beri sigur úr býtum í ungfrú Reykjavík í kvöld Halo

Ef ekki, er hún alltaf jafn sæt í okkar huga :)

Gætið hófs 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband