Skemmtileg sýning

Reiðhjólið góða kom að góðum notum um helgina.  Á laugardag fór ég s.s. hjólandi niður á Kjarvalsstaði að skoða útskriftarsýningu Listaháskólanema ásamt Heiðu frænku minni.  Þar bar að líta margvíslega mjög flotta hönnun, lampa sem skipta litum eftir því hvernig lýst er upp undir þá, krúttlegar prjónagúmmítúttur og lifandi skartgripi sem þarf að vökva Smile  Mjög skemmtileg sýning og áhrifaríkt listaverk þar sem ófrískri konu er varpað í botninn á baðkari og hún virðist liggja á botninum í vatni og hreyfir sig en þetta er allt í plati.  Sjón er sögu ríkari.  Sýningin stendur í nokkra daga í viðbót, til mánaðamóta.  Svo belgdum við magann út á Reykjavík pizza company, alltaf jafn góðar pizzurnar þar áður en hjólreiðaferð mín lá áfram með viðkomu hjá Brieti á leiðinni heim í kaffi.  Fékk hana með mér í bæinn á sunnudag að hjálpa mér að kaupa föt fyrir þrjú skröll framundan.  Mjög gott að fá aðstoð í svoleiðis málum og hitti svo Eyrúnu Hörpu mína og Torfa.

Ég fer í tvö afmæli í þessari viku á miðvikudag og föstudag þar sem vinafólk skríður yfir á fimmtugsaldurinn, tölti á tónleika í kvöld í Bústaðakirkju að hlusta á Léttsveitina syngja og hana mömmu mína.  Þannig að ætli markmiðið á sumardaginn fyrsta verði ekki bara að gera ekki neitt nema njóta dagsins með börnunum mínum. 

Ég fór í ofnæmispróf í morgun og sem betur fer er það ekki Sómi krútt sem er búinn að valda mér hnerrum, hálsryki og nefstíflu, heldur bara einhverjar Árbæjarskólaveirur.  Þungu fargi af öllum létt á heimilinu. 

 Sómi  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband