Loksins frí í augsýn

Síðasta sumar hjá mér og mínum verður náttúrulega lengi í minnum haft. Við bjuggum í ferðatöskum allt sumarið og ferðuðumst milli heimila hugulsams vinafólks. Vissulega frábær vinargreiði en þetta er náttúrulega ekki beinlínis eins og að vera í fríi þó ég hafi verið í fríi allt síðasta sumar. Þannig að ég horfi með svo mikilli eftirvæntingu til komandi sumars að njóta þess að vera hér heima að dunda við heimilið og bara hafa það gott. Grillið var tekið í notkun í dag, fengum hele familien í grill til okkar, svo er ég búin að vera alla helgina að skrapa handriðið hér fyrir utan því það var svo ryðgað og ógeðslegt og tók ekki fallega á móti fólki. Ég ætla að nota þetta fallega kvöld í að mála eina umferð :)
Búin að fara hjólandi út um allt, til Rannveigar og co., í frábæra kökuveislu til Önnu, Andra og Kára og út að borða með Björgvini og yngri börnunum á Aski í tilefni afmælis bæði hans og Sóma, en þeir eru fæddir með akkúrat 40 ára millibili, þann 11. Svei mér það er eins og þessi helgi hafi verið heilt sumarfrí. Greinilega mikið að hlakka til.

Á móti ykkur tekur vonandi fallegt grámálað handrið næst þegar þið kíkið við. (Um leið og ég var búin að skrifa þetta fór að rigna :) Gengur betur næst.

Megi geislar sólar ylja ykkur um vanga og í sinni.

Sæl að sinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ, alltaf sami dugnaðurinn í þér!

Það er orðið alltof langt síðan síðast! Vona að þú hafir haft það sem best og nú verðum við að fara að bæta úr :-)

Mbk. Lilla

Lilla Arnórs (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 14:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband