Prófaflóð

Þá eru mínir elskulegu nemendur að þreyta próf í hinum ýmsustu greinum og prófabunkinn á vinnuborðinu hefur bara stækkað og stækkað og varð að risastjóru fjalli á endanum. Sem betur fer eru 3 sérstakir prófadagar þar sem nemendur eru bara í prófi og fara svo heim. Þá getur maður sest við og ég hætti á miðvikudag í vinnunni klukkan sex og í gær klukkan fjögur eftir að hafa setið í akkorði allan daginn og hef varla farið í kaffi. Bæði verið að semja próf og fara yfir. Ég þakka mínum sæla fyrir að þetta lagðist ekki ofan á venjulega skóladaga. Þá veit ég hvernig helgin mín hefði farið. Fyrir lítið býst ég við. Ég man eftir einni svona vinnuhelgi þegar ég var að kenna unglingum í gagnfræðaskóla. Þá átti kona sem er mér mjög kær í hjartanu níræðisafmæli norðaustur í Þistilfirði og af því varð ég að missa vegna vinnunnar. Þetta varð hennar síðasta stórafmæli. Ég er ennþá sár yfir að hafa ekki komist. Ég var búin að vera með próf í ensku hjá 167 nemendum mán. til mið. Það eru aðeins tæplega 1000 blaðsíður að fara yfir. Kenna fulla kennslu fim. og fös. og mátti gjöra svo vel að skila öllu yfirförnu og vera búin a setja inn kennaraeinkunnir og skila herlegheitunum á mánudagsmorgni. Eftir þennan vetur tók ég mér frí frá kennslunni í 1 ár. En þrátt fyrir allt er þetta starf mjög gefandi og getur verið svo skemmtilegt og mér fer betur að vinna í erli en í skrifstofuvinnunni sem átti sína dauðu punkta. Það átti ekki við mig að sitja með hendur í skauti svo maður skilaði sér til baka, í bili alla vega.

Vona að mér fyrirgefist að birta svör nemenda af prófum fyrir mörgum árum síðan, ekki núverandi nemendur sem sagt og enginn veit hver átti hlut að máli.

Spurt var: Hver sagði út vil ek og af hverju? Svar: Snorri Sturluson þegar það átti að brenna hann inni.

Spurt var um dýraflokkana. Svar: fiskar, froskar, fuglar, spendýr, hryggdýr og hugleysingjar :)

Skólinn sem ég starfa við á merkisafmæli, 40 ára, við erum s.s. jafngömul og verður heil afmælisvika núna í lok maí og mikið að hlakka til.

Á morgun er sumarhátíð í leikskólanum hjá prinsinum, pylsupartý og tilheyrandi. Gleði og gaman


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband