Fjölskrúðugt dýralíf

er eitthvað sem hefur fylgt mér frá blautu barnsbeini. Ég hef átt kanínur, naggrísi, fiska, hest, kött og nú síðast hund. Þau eru jafn misjöfn og þau eru mörg, sumum tengist maður órjúfanlegum böndum en önnur eru miður skemmtilegur félagsskapur, bíta og klóra. Flóran jafn misjöfn þar eins og hjá mannfólkinu. Hins vegar er ég búin að heyra af dýralífi hér við Réttarholtsveginn sem ég veit ekki alveg hvort ég kann að meta, en þar ku hluti af rottustofni Íslands vera á sveimi. Sick

Björgin sem vinnur við að aka um götur bæjarins hefur séð tvær á sveimi nýverið, reyndar í hæfilegri fjarlægð héðan, aðra á Vesturgötunni og hina fyrir utan Baðhúsið. Vona að það sé ekki faraldur í uppsiglingu.

Ég á annars son sem er verðugur kandidat í Stasi, FBI eða bara hvaða leyniþjónustu sem er.  Hann þjáist alveg örugglega ekki af athyglisbresti. Hann nemur aaaaalllllt sem sagt er þó maður haldi að hann sé einn að leik víðs fjarri í eigin heimi.
Rakel María skyldi eftir opið út á pall í gær í dágóðan tíma og ég svona meira í stríðni sagði við hana. Af hverju er opið út, ætlarðu að hleypa inn flugunum og rottunum, þar sem það var í fréttum nýverið að þær hefðu sést í nágrenninu.

Næsta korterið fór í að róa soninn niður og sannfæra hann um að hér inni væri engar slíkar að finna.

Dýrin í öllum sínum myndum, rottur eða ekki, eru náttúrulega dýrðleg fjölbreytt, litskrúðug og skemmtileg sköpun þess sem alls skapaði.
Umgengni við dýrin auðgar lífið og gefur svo mikið af sér.

Ef þið farið inn á þessa síðu sjáið þið valið á 10 furðulegustu dýrum veraldar: http://www.youtube.com/watch?v=TCDv3jU-VgA
 
Fór annars í heimsókn í gær og frétti að það er jafnvel von á yndislegum litlum Beagle hnoðrum um miðjan júlí. Kannski fæ ég þá í afmælisgjöf, hver veit Smile
 
index


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband