Stikilsberja-Finnur

Nemendur mínir í 6. bekk í ensku lásu bók um Tom Sawyer og hans félaga, þar fremstan í flokki Stikilsberja-Finn, þann hraðlygna 19. aldar villing.  Ég leigði spólu handa þeim um ævintýri hans og við höfum verið að horfa á hana í vikunni.  Krakkarnir höfðu mjög gaman af því að fylgjast með flótta og raunum hans og þrælsins Jims.  Þetta vakti upp minningar mínar, annars vegar um þættina Rætur sem gaman væri að ná endursýningum á og hins vegar um bókina um kofa Tómasar frænda sem ég las fyrir all mörgum árum.  Bókin sú var rituð fyrir 156 árum síðan og seldist þá þegar í milljónum eintaka.  Hún þótti átakanleg lýsing á hlutskipti þræla og varð til þess að upp úr sauð milli andstæðinga og fylgjenda þrælahalds sem leiddi til borgarastyrjaldar.  Í kjölfarið var svo þrælahald afnumið, enda alveg hreint ótrúlegt að það hafi eitt sinn viðgengist og þótt eðlilegt að versla með fólk eins og hvern annað varning.   Þegar Lincoln forseti hitti höfund bókarinnar Harriet Stowe, á hann að hafa sagt við hana: ,,Ert þú þessi litla kona sem komst af stað þessu stóra stríði?"  Eflaust má finna eitthvað að þessum gamla ritstíl í dag en þetta er skyldulesning engu að síður í sögulegu samhengi.

Að öðru leiti en að komast í sagnabrunn Mark Twain's enn á ný hefur þessi vika náttúrulega haft upp á heilmikið að bjóða.  Alveg hreint snilldarlegan fótboltaleik þar sem himnarnir grétu með Chelsea mönnum, þvílík dramatík.  Og að auki frábæra frammistöðu okkar manna í Eurovision.  Mér hefur aldrei fundist þetta lag neitt æði, en flutningurinn, í gær, gleðin og fagmennskan sem skein í gegn skilaði því að ég fékk gæsahúð á kafla og hlakka bara til að fá að sjá þau aftur annað kvöld.  Mér er slétt sama um sæti, það á bara að líta a þetta sem eina stóra skemmtidagskrá (sletta show) til að hafa gaman að, þó manni finnist svo sem ekkert öll lögin neitt frábær, þá er bara að fara fram og vaska upp á meðan en við Anna vinkona ætlum að deila stundinni með börnum okkar og grilluðum kjúklingi annað kvöld.

Hér er mynd sem sýnir hvað það er gaman að sumarið sé aaaaalveg að bresta á.  Það væri gaman að skreppa austur á Egilsstaði um helgina í sólina og 27 stiga hitann sem er spáð þar. Cool

kálfar að vori

 

 

 

 

 

 

 

 

Önnur sæt, tekin við gamla húsið í Mosó

 Ökuþór

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband