Annasamt

Ég var s.s. að rakna úr rotinu eftir að leggja mig um miðjan daginn á laugardegi.  Ástæðan: þemavika í skólanum, æfingar á leikriti sem ég skrifaði til að sýna sögu skólans með 20 ára millibili og þar sem hver nemandi var með hlutverk.  Skólinn á 40 ára afmæli og það er búið að vera húllumhæ í skólanum alla vikuna, mjög gaman, Páll Óskar kom og söng fyrir okkur á fimmtudaginn og var æðislegur, eins og hann er nú alltaf.  Núna áðan var s.s. afraksturinn sýndur gestum og gangandi, sýningaratriði, grillaðar pilsur og heimabakstur úr skólanum.  Ég held að starfsfólk og kennarar hafi flestallir skriðið heim í flet, frekar lúnir en ánægðir með frábæra uppskeru.  Svo ætlar skólinn að gera vel við okkur  í kvöld í mat og drykk svo honum fyrirgefst nú tilstandið Wizard Enda var frábært að sjá hvað krakkarnir stóðu sig vel, alveg fyrirhafnarinnar virði.

Við blaksystur í Þrótti hittumst á fimmtudag og grilluðum í sumarbústað við Hafravatn, frábæran mat.  Við færum létt með að reka hágæða veitingastað með glans í mat og drykk ef við tækjum saman.  þvílíkt gourmet (ég get nú ekki eignað mér heiðurinn en ég átti bara að koma með ís og rjóma : )

Svo var útskriftarveisla í gær hjá Stefáni frænda mínum.

Er búin að fá Brieti vinkonu með mér í fjallgöngu á morgun til að reyna að vega upp á móti veisluföngunum. 

Þetta verða bara einföld dagbókarskrif í þetta sinni.  Annirnar leyfa ekki djúpar pælingar til að setja hér inn - í bili.  Ljúffengur matur bíður á hótel Loftleiðum.  Farin að gera mig fína. 

the-beauty-shop-cover-screen


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Íris Fríða

Bara láta vita, ég er á lífi, ótrúlega annasamt, en ég hef samband hehe!

Íris Fríða , 5.6.2008 kl. 16:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband