Farin til Bahama eyja

í huganum. Sól og sæla framundan, ég er viss um að sumarið verður gott. Það er stefnan að dvelja á pallinum í sumar í góða veðrinu, slaka á, njóta þess að eiga heimili og já kannski sletta smá málningu á pallinn. (minntist einhver á baðherbergi Sideways).  Já og svo ferðast eitthvað hér innanlands, í Munaðarnes, vestur á firði og kannski á humarhátíð.  

Búin að kveðja frábæra barnahópinn minn í skólanum - í bili alla vega - en ég verð alla vega með þau í ensku á næsta ári.

Á leið í átak í sumar með henni Aðalheiði, vinkonu minni úr skólanum. Hef alltaf hnussað og hrist hausinn yfir skrítnu liði sem fer í einhverjar líkamsræktarstöðvar yfir sumartímann. Nú verð ég ein af þessu undarlega fólki og ætla að fara í JSB hjá henni Írisi minni sætu. En ég ætla líka að labba og hjóla úti, alveg fullt. Nú skal skvapinu sagt stríð á hendur. þetta mun samt ekki breytast í átaksblogg en kannski drífur það mann áfram að opinbera sig. Hvur veit.

Svei mér þá, ég held barasta að Steven Spielberg hafi verið að gera myndina Close Encounters of the third kind um sjálfan sig, ef einhverjir muna eftir áráttu aðalsöguhetjunnar úr þeirri mynd. Fór á Indiana Jones í gær og myndin er mjög góð, fyndin og spennandi en je minn eini. Segi ekki meira fyrir þá sem eiga eftir að sjá hana.

Skammast mín ekki fyrir að segja frá því að mér fannst platan hans Michel Jackson Thriller algjört æði fyrir öllum þessum árum sem ótrúlegt er að liðin séu síðan hún kom út.

Mæli með þessu krúttlega myndbandi til að brosa út í annað:

http://www.youtube.com/watch?v=GweUjzhUwNw

Eigið góða daga í sólinni, alla vega í sinni

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Íris Fríða

Ég skal koma með !!!!

Íris Fríða , 7.6.2008 kl. 20:28

2 identicon

Það væri nú æði.  Látum verða af því þegar við verðum ríkar, þessi kreppa getur ekki enst að eilífu

Knús á þig

Gyða Björk (IP-tala skráð) 7.6.2008 kl. 20:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband