Matarsmekkur

tekur stórstígum breytingum ævina alla, það lærist svo lengi sem maður lifir og maður hefur nú bara nú þegar fengið úthlutað heilum 40 árum og er þakklátur fyrir. Þegar ég ólst upp og gekk í skóla var málið brauð með kavíar, leit ekki við osti, borða hann í bílförmum í dag. Ég var mikil kjötæta, kjöt var algjörlega málið. Þegar ég var 16 ára fór ég erlendis í mánuð með foreldrunum í Evrópureisu og það var oftar en ekki farið út að borða eins og gengur. Vínarsnitsel var mjög vinsælt í Mið-Evrópu og pantað oftar en ekki. Það endaði með því að ég þurfti að leita læknis í Austurríki. Þrátt fyrir illsára magaverkina þegar ég engdist um af kvölum man ég enn hvað læknirinn var hrikalega myndarlegur, eins og klipptur út úr Rauðu ástarsögunum. InLove  Næstu daga var mér skipað að borða þurrt brauð, vatn og epli þegar hinir sátu með veisluföngin. Sem sagt brasað kjöt í of miklum mæli er líklega ekki of hollt fyrir mann. Það gerðist aldrei að maður færi út að borða árin sem ég var milli 18 til að verða þrítug að manni dytti í hug að panta sér fiskrétt þegar maður fór út að borða. Blessunarlega hefur þetta líka breyst og ég veit ekki betra og léttara í maga en að fara á góóóða fiskistaði og panta sér fiskrétti. Tek það fram að ef ég er að fara á milli fína staði panta ég mér yfirleitt frekar kjöt en á gourmet fiskistöðum er fátt betra en góður fiskréttur. Inn fyrir mínar varir fóru ekki: laukur paprika hnetur ólífur Tvennt það síðastnefnda er enn á bannlista að vísu en laukur og paprika sleppa alveg saman við góðan mat. Nú grillar maður jafn oft yfir sumarið lax eins og kjöt og ég grillaði lax í gær fyrir vini mína Ásu og Björn Þór og krílin þeirra. Þau urðu hvumsa þegar þau sáu púðursykurinn (bara smá) ofan á laxinum en bara prófa, það er rosa gott (og smá hvítlaukssmjör líka). Fór svo í ís á eftir til snillinganna sem voru að vinna með mér í Öskjuhlíðarskóla, en við hittumst aðeins í gærkvöld.

Fyrir nokkrum vikum síðan fékk ég boð frá vinkonu minni um að verða vinur hennar á vefsvæðinu facebook.com. Ég samþykkti það fúslega en vissi ekkert út á hvað þetta gekk í fyrstu. Þar er hægt að leita uppi gamla vini/ættingja og hafa link inn á þeirra síður. Þar er svo hægt að sjá hvað þeir eru að gera, kíkja á myndir og senda skilaboð og jafnvel spjalla. Mér finnst þetta bara rosalega skemmtilegt og gaman væri að fá fleiri. Endilega kíkið á þetta ef þið eruð ekki þegar komin á facebook. Síðast í dag bankaði upp hjá mér gömul skólasystir úr M.R.

 BCcomputer1017

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ætla samt ekki að hætta að hafa face to face samskipti við fólk, síður en svo en þetta er bara skemmtileg viðbót.

Búin að skipta Renoir út í toppmyndinni fyrir ítalska snillinginn Botticelli, sem ég heimsótti í Flórens á Uffizi safninu í hitteð fyrra.  Mynd sem heitir Three graces. 

Sjáumst Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband