Vakin

Minn fallegi sonur vakti móður sína á dögunum með því að taka í augnalokin á henni, hífa þau upp og segja hvellri röddu: Það er kominn dagur, sérðu það ekki? Shocking   Það skal tekið fram að þetta var mjög óvenjulegt því yfirleitt þarf ég að eyða miklu púðri í að vekja litla manninn því hann er yfirgengileg svefnpurrka.  Á hitametsdeginum góða fórum við Rannveig með börnin okkar í Hellisgerði sem er lystigarður í Hafnarfirði, mæli með að kíkja á hann, aðeins fyrir ofan A.Hansen. Ofsalega fallegur. Svo löbbuðum við um Hafnarfjörðinn með Bjarka litla frænda minn á samfellunni eins og í útlöndum. Við áttum líka góðan dag í Nauthólsvíkinni núna í júlí, löbbuðum þangað að heiman. Núna um verslunarmannahelgina stormuðum við í góðum félagsskap um suðurlandið. Komum m.a. við á Stokkseyri í dýrindis humarsúpunni á Fjöruborðinu sem sonurinn vildi ekki smakka að vísu. Er ekki eins og systirin humarsjúka hún Berglind. Fórum í töfragarðinn og komum við í bústað bæði hjá Bryndísi systur og co. í Biskupstungum, Helgu, Halldóru og Bellu í Úthlíð og síðan hjá Lillu frænku sem á bústað á Laugarvatni töfrum líkastan, eins og að koma í ævintýraveröld. Við rúntuðum svo á sunnudeginum í Sólheima, með viðkomu á Gullfossi og Geysi. Vel varnir dagar. Núna í vikunni er ég svo í þvílíkum ham, búin að snúa íbúðinni á hvolf og hún verður gjörbreytt, rúmbetri og flottari þegar yfir lýkur. Meiri köstin sem maður fær. Maður er ekki fyrr búinn að eyða fjórum kvöldum í að rífa niður rósarrunna í garðinum en íbúðin fær að finna fyrir manni líka. Svo á ég von á næturgestum, Ninnu og Rakel um næstu helgi og spurning í hvaða ástandi ég næ að koma húsinu áður en þær mæta FootinMouth  Fer í sextugsafmæli í kvöld hjá blaksystur minni, svo hress og frábær kona og enn að í blakinu. Það er byrjað á gönguferð á Skálafell og svo snætt í skála þar, sniðug leið til að halda upp á afmæli.

Frænkur á Rauðasandi prýða pistilinn Cool  

CIMG0601


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bara að láta þig vita að ég fylgist með........ hlakka til að koma og gista hjá þér. Allt á áætlun, sé þig á föstudaginn. Og Rakel verður með mér. kv. NInna.

Ninna (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 16:05

2 Smámynd: Anna Viðarsdóttir

Hæ Gyða

Ertu örugglega ekki að halda utan um þessar gullnu setningar hans Arnars Mána? Það er alveg ótrúlegt hvað þetta barn er orðheppið og skemmtilegur í tilsvörum. Ég er alltaf að hlægja að sögum af honum sem ég heyri frá Áslaugu og les á blogginu þínu og Bjögga.

Kveðja,

Anna frænka hans Arnars Mána

Anna Viðarsdóttir, 7.8.2008 kl. 21:53

3 Smámynd: Gyða Björk Jónsdóttir

því miður eru gullkornin mest geymd hér þyrfti að skoða það að koma þessu í fastara form ef færslurnar hér skyldu eyðileggjast

Gyða Björk Jónsdóttir, 10.8.2008 kl. 02:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband