Olympiuveisla

Naut þess að hafa hana Ninnu mína hjá mér og Rakel, komu með ferskt vestfirskt fjallaloft með sér, allra meina bót.  Svo vorum við boðin í afmælisbrunch til Jennýjar Hjöddudóttur, svo sniðugt að klára þessi afmælisboð með góðum hádegismat og eiga svo allan daginn eftir.  Síðan er ég nú að vísu bara búin að vera lasin með hita og slöpp, sofa og dorma inn á milli en stillti nú klukkuna á þennan óguðlega tíma sem ég sit hér og pikka þessar línur í þeim tilgangi að sjá Ísland eiga við Rússa í handbolta á olympiuleikunum í Peking.  Það er rannsóknarefni af hverju ég hef svona gaman af að glenna augun yfir alþjóðlegum boltaviðburðum, bæði í hand- og fótbolta þar sem mér finnst alls ekki gaman að spila þessar íþróttir sjálf.  Allt of mikill kontakt fyrir konu sem þarf sitt speis.  Þetta er skýrara á blakvellinum  Joyful  Ég er nú ekki mikill sjónvarpsglápari en maður hefur nú horft á þessa íþróttaveislu af áhuga í gegnum svo langan tíma og á í minningunni magnaðar stundir með Olgu Korbut, Carli Lewis og fleiri ámóta snillingum.  Að ekki sé minnst á Ben Johnson og Marion Jones og alla þá dramatík.  Ég segi bara áfram strákar, í blíðu og stríðu, fremstur í flokki þessi frábæri íþróttamaður og manneskja hér fyrir neðan.  Farin upp í sófa aftur í stóóóóóru íbúðinni minni, sem hefur stækkað um helming, sjón er sögu ríkari.  W00t 

search_399


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hmmm, ég verð greinilega að drífa mig í heimsókn hjá þér aftur og skoða herlegheitin! Er núna í (væntanlega) síðasta skipti hérna í Sundsvall og hlakka til að koma loksins HEIM!!!! Heyrumst í byrjun september svo við komumst nú aftur í einhverja göngutúra með hundana....

Puss och kram från Sverige,

Susanne

Susanne (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 11:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband