Að eiga sér draum

Nú er ég að tala um það sem maður ætlar sér eða langar til í nútíð og framtíð.  Allir ganga í gegnum skeið með það hvað þeir ætla að verða þegar þeir verða stórir.  Minn draumur var lengi vel að verða dýralæknir, enda veik fyrir dýrum af öllu tagi og gæludýrin orðin ótal mörg í gegnum tíðina.  Sá draumur var reyndar alveg eyðilagður fyrir mér með einhverju raunsæisrausi (taki það til sín sem á) um að helstu verkefni mín sem dýralæknir yrðu að svæfa kettlinga og gelda hesta.  Þar með fór sjarminn á einu bretti og draumurinn fauk út um gluggann.  Það varð úr að nýta brennandi tungumálaáhuga og að finnast börn skemmtilegt fólk að eyða starfsævinni í þetta tvennt lagt saman.  Talandi um gæludýr þá er ein mús hér niðri í kjallara hjá henni Rakel, sem er búin að vera hjá okkur talsvert lengi, síðan Íris fékk okkur til að taka hana að okkur þegar hún vann í gæludýrabúð og kom með eitthvað slöngutal sem fór illa í mín dýravinaeyru.  Tilefni þessara skrifa er að skyndilega rak ég augun í að músaranginn var klæddur í hvítt ballettpils í dag.  Ekki veit ég hvort tilefnið er að hún eigi afmæli 10. ágúst eða hvort hún hefur gengið með ballettdansara draum í maganum lengi.  Hún var s.s. búin að naga sig í gegnum klósettpappír og hann var svona tættur og fínn eins og balletpils og fast utan um hana þétt við miðjan magann.  Svona dansaði hún um allt búr.  Þetta náðist á mynd Kissing

Þar sem ég veit að öllum hugnast alls ekki þessi tegund gæludýra verð ég þó að segja að nú gekk hún alveg undir viðurnefninu krúsimús. 

 

1561


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Viðarsdóttir

Gyða mín... þarf ég nokkuð að hafa áhyggjur af þér? Ertu með mús sem gæludýr?

Kallar þú hana þá kannski karftöflumús ef hún kemst í kartöflurnar þínar?

Anna Viðarsdóttir, 11.8.2008 kl. 18:53

2 identicon

Hún fær nú stundum kartöflur og er þá sannkölluð kartöflumús eins og þú segir

Já, maður má ekkert aumt sjá, ekki mátti hún enda sem slöngufæði

Gyða Björk (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 09:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband