Nóg pláss

Já, það var víst eins gott að ég var búin að stækka íbúðina til muna þar sem ég er svo heppin að hér verður þvílíkt líf og fjör í dag og þrjár 10 ára skvísur og tveir litlir guttar halda mér félagsskap svo mér leiðist örugglega ekki. Ef fleiri vilja kíkja við er nóg pláss.  Þetta eru Viðar Darri sætasti frændi, Helga Belluvinkona og Sólveig Björns og Ásu dóttir sem bætast í hópinn. Ég tek nú bara undir það sem Drottinn kenndi okkur: Leyfið börnunum að koma til mín. Halo  Ég var líka með yfirlýsingu í síðasta pistli um að mér þættu börn skemmtileg og það er alveg rétt.  Þær vinkonur Helga og Berglind Eva ætla annars að fara í KFUK sumarbúðir á mánudaginn og dvelja í 4 daga á listaviku í Ölveri þar sem ég verð byrjuð að vinna og hún hefur þá öruggt skjól og skemmtun þar.  

Annars eru ótrúlega margir farnir í hundana þessa dagana.  Svo nokkrir séu taldir:  Ég sjálf, Susanne, Ásta Sól, Briet, Inga, Íris, Linda, María, Andrea K og svo er Ása að bætast í hópinn og fær bráðum salt og pipar schnauzer hund.  Þetta verður algjört hundalíf.  Ég er einmitt að stefna að því að fara í hvolpaheimsókn til Ástu Sólar að fá að skoða 6 litla Beagle hvolpa núna í vikunni sem fæddust 16. júlí sl.  Fékk þá næstum því í afmælisgjöf.  Fyrir alla mína hundavini segi ég bara þetta.  Ef þið verðið einhvern tíma þreytt á endalausri athyglis- og ástúðarþörf hundsins ykkar þá er bara að fá sér svona apparat, alveg brilljant eins og einhver myndi orða það.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband