Sophie, Krummi, Erró, Ylfa og Tara

heita þessir yndislegu hnoðrar á ágústmyndunum mínum InLove  Sophie er seld en hinir falir.  

Þessi helgi var annars vel nýtt svona áður en lætin byrja.  Jónína Hjalta kíkti á mig á föstudag og við áttum notalegt spjall.  Við fórum í afmælisbrunch til Helgu á laugardag, svo í vöfflur og handboltagláp hjá Bryndísi og enduðum í hvolpaheimsókn og pizzaveislu hjá Ástu Sól og co.  Þvílíkt æðislegar snúllur og allir með sín séreinkenni svo maður var farinn að þekkja þá í sundur í þessari einu heimsókn.  Í dag fórum við aftur í brunch, núna hjá pabba og allir mættir, þaðan var farið í húsdýragarðinn í hópferð.  Við vorum hins vegar með svo mikið samviskubit af vanrækslu á hundinum okkar yfir helgina að hann fékk gönguferð kringum Rauðavatn nú í kvöld og við komumst í smá berjamó.  Við mættum Maríu og Emil með Ask og Emblu, krúsilegu schnauzer hundana sína.  Á heimleiðinni komum við svo við í skólagörðunum hjá Berglindi og mokuðum upp kartöflum, næpum, salati, rauðkáli, radísum og ýmsu fleira hnossgæti sem við munum neyta nú á næstunni.   Á morgun er svo bara vinna og Berglind fer í Ölver.  

Til að gera lesturinn aðeins skemmtilegri en bara dagbókarfærslu mína um helgarstússið þá er einn góður frá syni mínum sem ruglaðist örlítið við lesturinn nú í kvöld.  Við vorum að lesa forláta bílabók frá því ég var lítil með alls kyns furðulegum bílum í alls kyns myndum, gulrótarbílum, bananabílum o.s.frv.  Hann benti á sirkusbíl sem var í formi nashyrnings og byrjaði að segja.  Mamma, sjáðu hér er þríhyrnings.....  Svo reyndar hikaði hann og líkleg fattaði að hann var nú ekki alveg á réttri leið með nashyrninginn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband