Áfram Ísland

Það kraumuðu örugglega spenntar taugar í fleirum en mér klukkan sex í morgun.   Rosalega var leikurinn spennandi og skemmtilegur og mikið er ég glöð að við erum að fara að keppa við Spánverja í fjórðungsúrslitum því mér fannst  S-Kóreubúarnir spila óskaplega leiðinlegan handbolta.  Magnaður leikur hjá Björgvini Páli.   Þetta verður frábært.

Vinnan er byrjuð á ný og vægast sagt á fullu.  Ég bað um minni kennslu en í fyrra en fékk jafnmikla og meiri ábyrgð, en maður sjóast nú líka eitthvað eftir 1sta veturinn svo vonandi verður þetta nú í lagi og mikið hlakka ég til að hitta krakkana aftur.  Ég var með svoddan rjómabekk í fyrra.  Algjörir gullmolar.  Eftir gott sumar er líka alltaf gaman að hitta samstarfsfólkið og komast í gang aftur.  Mest hlakka ég þó til að byrja aftur í blakinu.  Alveg staðráðin í að vera komin í svona form eftir veturinn Whistling

ss_AVP_14_061

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Endurheimti börnin mín í þessari viku frá Spáni og Ölveri, sem er góð tilfinning, þó mér hafi líka fundist gott að vita af Berglindi í Ölveri á listaviku meðan ég var byrjuð að vinna en hún ekki í skólanum.

Farin upp í rúm að halda áfram með Harðskafa eftir Arnald sem er kærkominn lestur, kemst nærri Grafarþögn að gæðum, því þá strauma fann ég ekki í bókunum þar á milli.  Mæli með henni.  

Adios amigos (og líka Spánverjarnir úr keppninni) 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband