Eitt og annað

Á laugardaginn vorum við svo stálheppnar með veður ég og Berglind Eva dóttir mín en við fórum á svokallaðan Hafravatnsdag með skátunum.  Þar var grillað brauð yfir eldi, sungið, klifrað í klettaklifri, hjólböruakstur, aparóla, grillaðar pylsur og bara mikið fjör og mikið gaman, ekki síst af því að veðrið var svo gott.

Svo var 4ra ára afmæli sonarins fagnð á sunnudeginum í góðra vina og ættingja hópi.  Útbúin kappakstursbrautakaka, með hetjuna Leiftur fremstan í flokki.  Vel heppnaður dagur en maður er nú oftast pínulítið slæptur á eftir svo við Berglind Eva dembdum okkur saman í bíó um kvöldið í slökun.  Við fórum að sjá Leyndardóma Snæfellsjökuls með henni Anitu Briem og myndin kom mér skemmtilega á óvart, maður tók nokkur andköf af spennu og skemmtanagildið í góðu lagi.

Á mánudag fengum við svo aðeins að sjá framan í hana Írisi, Rannveig mætti með pjakkana í kaffi, dugleg að tölta hér yfir til mín á þriðjudag  :).  Í kvöld ætlum við blakkonur að hittast í heimahúsi með góðgæti efir æfingu, á morgun er enskuráðstefna og svo var verið að bjóða okkur í síðbúið afmæli Hrefnu Guðrúnar frænku næsta laugardag en grey stelpan þarf að lifa með þeim ósköpum allt sitt líf að vera fædd um mitt sumar, eins og fleiri, þegar allir eru þvers og kruss um landið eða önnur lönd.  Ætti að banna fólki að búa til börn frá sept. - nóv. Ninja
(djókur)  Berglind Eva fer í útilegu með skátunum fös. - sun. (ég veit ekki hvers lags loðfóðruð geislahituð tjöld þeir eiga en útilega í september ???? 

my_tent_small-thumb

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband