Fjölbreytnin nauðsynleg

Ég tel það forréttindi mín af hafa starfað sem kennari í Öskjuhlíðarskóla í 6 ár og kynnst því frábæra fólki og yndislegu krökkum sem eru öll svo sérstök á sinn hátt. Einlægnin skín úr hverju andliti og þú getur treyst því að þau eru hreinskilin og heiðarleg við þig. Þau eru sko ekki steypt í sama mót eins og við hin erum oft :) Í hádegisgatinu mínu í dag kíkti ég til þeirra, það var æði, ég fékk sko mörg góð knús, þau eru nú alltaf góð.
Við nemendur mínir í Árbæjarskóla fórum hins vegar í skemmtilegt ferðalag í morgun (nema ég hélt sko að strætisvagnaferðir væru orðnar örari (ó mæ god). Við heimsóttum safnið niðri í Aðalstræti þar sem er að finna fornan landnámsbæ og ég verð nú að segja að þetta kom mér á óvart. Ég var mátulega spennt fyrir heimsókninni þangað en
þetta var ákveðið á árgangafundi eftir að við fengum kynningarbréf um þessa sýningu. Þetta er sko miklu meira en einhverjir mókögglar, grjót og grastorf. Lífi fólks á þessum tíma, byggingu slíkra húsa og umhverfi bæjarins eru gerð frábær skil með hjálp nútíma tækni, snertiskjám og videomyndum, líkönum, munum og fleiru á lifandi og skemmtilegan hátt.
Var á íþróttaæfingu áðan, ég prófaði allt mögulegt sem krakki. Fimleika (of lofthrædd), badminton (of langt að fara),
fótbolti, handbolti, körfubolti (höfðuðu ekki til mín, of mikið verið að kássast utan í og fyrir manni), sund (ekki mín deild). Það var ekki fyrr en í Kennó sem ég fann mig loks og prófaði blak. Hef ekki hætt síðan. Geggjað gaman.
Eins og ég sagði áðan, fjölbreytnin er nauðsynleg, einn fílar þetta annar hitt og gott að lenda loks á réttum hillum, þó langan tíma taki.

Hey, og svo tókst mér major klúður líka áðan. Var fengin sem bekkjarfulltrúi 4. bekkjar hjá Berglindi Evu til að senda póst á alla foreldra um afmælishald og dagskrá framundan, skrifaði bréfið upp og sendi sem viðhengi, alveg klár á að ég browsaði á rétt bréf. Nei, nei einhverju sló saman og foreldrar í hrönnum í uppnámi þar sem eitthvað bréf birtist frá einhverjum kennara, leiðbeiningar um íslensku og bíddu hey, komin nýr kennari í bekkinn ????
Tek það fram að bréfið kom ekki úr mínum fórum, hef aldrei séð það áður. Eitthvað samstuð í gangi.

En nú er komið að knúsutíma með börnunum mínum

Knúsið hvert annað


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband