Dýrt að tala

Loksins kominn föstudagur.  Grin

Já, ég er nú enn niðri í vinnu að blogga á tölvuna hér því mín er í lamasessi heima þar sem ég er að skipta um síma- og tölvufyrirtæki.  Mér hefur blöskrað svo rosalega að það skuli kosta mann talið í hundruðum þúsunda yfir árið að spjalla í símann í smá stund á dag, svo ég er að reyna að skipta yfir í fyrirtæki sem gerir mér betra tilboð og vona það allra besta. 

Kári minn og Anna Lilja komu í heimsókn í gær með nýbakað gulrótarbrauð úr bakaríinu í Grímsbæ, víst meinhollt og alveg rosalega gott (mmm).  Við fylgdumst með öllu havaríinu sem gekk á í borgarstjórninni í sjónvarpinu.  Þetta virkaði voða skrítið á mann.

Svo á ég von á henni Lindu kennóvinkonu minni í heimsókn núna fljótlega svo ég þarf að fara að koma mér heim að búa um og svoleiðis.

Í fyrramálið snemma verður svo vaknað snemma og farið á blakmót með nýja liðinu sem ég er með núna, Þrótturum.  

 Svo er ég boðin á frumsýningu á nýrri heimildamynd annað kvöld sem hún Ásta Sól frænka mín gerði ásamt annarri og fjallar um stúlku sem er með anorexiu. 

Eftir það förum við 6 síungar úr Seljaskóla saman út að borða til að halda upp á 240 ára afmælin okkar.   

Elskuleg Írisin mín er búin að bjóða börnunum mínum og systkinum sínum í sveitaferð á morgun þar sem stjúpmamman hennar er svo bissí að það hálfa væri.

Á sunnudag er svo planið leikhús um kvöldið að fara að sjá Viltu finna milljón með Brieti vinkonu og Kristjáni kærastanum hennar.

Það eru nú ekki allar helgar svona mikið menningarlegar og útfylltar, enda eins gott.

Annars er vinkona mín að fara að skoða íbúð í dag sem er í sömu götu og minni, næstu lengju fyrir ofan.  Mikið væri það nú gaman að fá hana sem nágranna Wink

Til upplýsingar:  Ég er enn á sama bensíntankinum frá 23. september.

Góða og gæfuríka helgi  

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl !

Vonandi skemmtið þið ykkur vel í kvöld. Bið að heilsa Bríeti og Kristjáni.

Kveðja að norðan.

Inga.

Inga B (IP-tala skráð) 14.10.2007 kl. 18:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband